Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 22
[ ]
“Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með
...margfalt meiri skilning.“
Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi.
“...held ég sé á góðri leið með að ná inntöku-
prófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig.“
Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent.
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi,
skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, skipulagning, einbeiting, jákvæðni,
mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
...næsta námskeið 28. febrúar
Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400
MESTA NÁMSFRAMBOÐ LANDSINS
26. FEBRÚAR
NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.hi.is
Nestisbox koma sér vel þegar yngstu börnin eru send með nesti í skól-
ann. Nestisboxin verja nestið betur en plastpokar og minni hætta á því að
matur fari í töskurnar.
Hildur Arna Gunnarsdóttir
lærir umhverfisskipulag í
Landbúnaðarháskóla Íslands
á Hvanneyri. Hún býr í Reykja-
vík og segir að það sé ekkert
mál að keyra á milli.
Umhverfisskipulag er þriggja ára
BS-nám og Hildur er að klára núna í
vor. „Þetta er mjög fjölbreytt nám,“
segir Hún.
Hildur segir að í náminu læri
þau allt um skipulagsmál. „Við
lærum um skipulagslög og reglu-
gerðir og að skipuleggja svæði. Við
lærum að skipuleggja allt frá einka-
garði upp í stór svæði og núna erum
við til dæmis að vinna verkefni um
náttúruverndarsvæði. Við tökum
líka fög eins og grasafræði, veður-
fræði og vistfræði svo við erum að
læra ýmislegt. Núna erum við líka í
kúrs um mat á umhverfisáhrifum
sem er mjög áhugaverður.“
Hildur segir að námið byggist
mikið upp á hópverkefnum og að
það eigi eftir að koma sér vel fyrir
nemendur þegar þeir fari út á
vinnumarkaðinn. „Umhverfisskipu-
lag gengur mjög mikið út á teymis-
vinnu þar sem hver hefur sitt sér-
svið,“ segir hún.
Fyrir áramót tók Hildur eitt
námskeið í borgarfræði í Háskóla
Íslands samhliða umhverfisskipu-
lagsnáminu. „Við fáum nokkrar val-
einingar og af því að ég hef hug á að
fara í framhaldsnám í skipulags-
fræði með áherslu á borgarfræði
fékk ég ásamt tveimur öðrum leyfi
til þess að taka valnámskeið í
borgarfræði í Háskóla Íslands,“
segir hún. Hildur segir að henni
hafi fundist mjög gaman í borgar-
fræðinni. „Ég gæti alveg hugsað
mér að taka fleiri námskeið í borg-
arfræði þegar ég verð búin á
Hvanneyri.“
Hildur býr í Reykjavík og þarf
þar af leiðandi að keyra á milli til
þess að geta sótt skólann. „Við erum
nokkur sem búum í bænum og fjór-
ar sem keyrum alltaf saman og
skiptumst á svo þetta er ekkert
mál,“ segir hún. emilia@frettabladid.is
Hefur mikinn áhuga á
skipulagi borga
Hildur hefur hugsað sér að fara í framhaldsnám í skipulagsfræði með áherslu á borgarfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Námsframboð allra háskól-
anna nema Háskóla Íslands
verður kynnt í Borgarleikhús-
inu á laugardaginn.
Stóri háskóladagurinn fer fram
næstkomandi laugardag, frá klukk-
an 11 til 17, í Borgarleikhúsinu. Þar
eru kynntir
allir háskól-
arnir nema
Háskóli
Íslands, sem
hefur sinn
eigin kynn-
ingardag á
sunnudag-
inn. Háskóla-
landslag
Íslands hefur
heldur betur
breyst síð-
ustu ár en
alls verða sjö
háskólar með kynningu á náms-
framboði sínu. Háskólarnir eru
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í
Reykjavík, Hólaskóli - Háskólinn á
Hólum, Kennaraháskóli Íslands,
Landbúnaðarháskóli Íslands, Lista-
háskóli Íslands og Viðskiptaháskól-
inn á Bifröst.
Allir eru velkomnir á kynning-
una og þar verður hægt að kynna
sér fjölbreytt námsframboð háskól-
anna en í boði eru 98 námsleiðir.
Fulltrúar háskólanna verða á staðn-
um og veita ráðgjöf varðandi sjálft
námið, námslán, stúdentaíbúðir og
fleira. Á kynningunni má gera ráð
fyrir líflegu umhverfi og listræn-
um uppákomum.
Námsfram-
boð kynnt
Menntaráð Reykjavíkur
afhenti síðastliðinn sunnudag
árleg hvatningarverðlaun. Eru
það skólar, kennarar, for-
eldraráð og foreldrafélög sem
tilnefna einstök verkefni innan
skólanna.
Hvatningarverðlaun menntaráðs
eru veitt fyrir framúrskarandi
nýbreytni- og þróunarverkefni
innan grunnskólanna. 45 tilnefning-
ar bárust í ár, átta skólar hlutu verð-
laun og voru þau af ýmsum toga.
Nokkur þeirra sneru að
námsárangri, eins og verkefni
Breiðagerðisskóla um félagsfærni-
þjálfun í skólastarfi og verkefni
Fossvogsskóla, en þar er miðað við
markvissa útikennslu. Verkefni
Ölduselsskóla kemur einnig inn á
námsárangur en það miðar að því
að veita sterkum námsmönnum
tækifæri til að þroska sértæka
hæfileika sína. Rimaskóli hlaut
viðurkenningu fyrir árlegan vís-
indadag og Hólabrekkuskóli fyrir
verkefni um samstarf til forvarna.
Sköpunargleðin var heldur ekki
langt undan en nemendur Víkur-
skóla fengu verðlaun fyrir tónsköp-
un og nemendur Melaskóla fyrir
verkefnið Gaman að læra með Lego,
þar sem Legokubbar eru nýttir við
raungreinakennslu. Loks hlaut
Safamýrarskóli verðlaun fyrir tvö
verkefni, annars vegar myndlistar-
sýningu og hins vegar lífsleikni-
verkefni sem er aðlagað nemenda-
hópnum sem er fjölfötluð börn. Var
þetta í fjórða sinn sem hvatningar-
verðlaun menntaráðs eru afhent.
Nýbreytni í skóla-
starfi verðlaunuð
Melaskóli var einn þeirra skóla sem hlutu hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK
,,Við ætlum fjórar vinkonur
saman aftur og aftur!
Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“
Sumarnámskeið fyrir skapandi börn,
eldri og yngri, keramik, teikning,
málun - allt innifalið - litlir hópar.
Aðeins 8500 kr. vikan!
Skráning í Keramik fyrir alla,
sími 552 2882, Laugavegi 48b.
Sjá lýsingu: www.keramik.is
Hvað segja börnin
um námskeið í
Keramik fir alla
Barnaafmæli
Bekkjaferðir
Keramik fyrir alla,
Frábær sk mmtun
fyrir allan hópinn.
Tilboðspakkar
Keramik og pizza frá
kr. 990 á mann.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1