Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR14 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Sænska fjármálafyrirtækið Invik skilaði góðu uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung en TM er meðal stærstu hluthafa í félaginu með 4,5 prósenta hlut. Hagnaður Inviks meira en tvöfaldaðist á milli ára og var um hálfur milljarður króna. Afkoma félagsins fyrir allt árið 2005 nam því um 1,5 millj- örðum króna sem er 61 pró- senta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eigin fjár var 12,9 prósent fyrir árið í heild. Fjárfestar tóku þessum tíð- indum vel og hækkaði gengi Inviks um sex prósent. Hefur það því hækkað um fimmtung frá áramótum. - eþa Invik hagnast vel YFIRSKRIFT AÐALFUNDAR FÍS VAR „VERSLUN Á ÍSLANDI 2020“ Pétur Björnsson, formaður FÍS, býður fundargesti velkomna á aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var síðast- liðinn föstudag. STINGA SAMAN NEFJUM Á AÐALFUNDI FÍS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ, héldu bæði erindi á fundinum. FÉLAGSMENN FYLGJAST MEÐ FRUMMÆLENDUM Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðiprófessor við HÍ, Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Aðalsteinn Leifsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, héldu erindi á fundinum. Sensa ehf. hlaut um mánaðamótin verðlaun frá Cisco Systems fyrir besta árangur samstarfsaðila í ánægjukönnun meðal viðskiptavina, annað árið í röð. Cisco Systems gerir slíkar kannanir árlega meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér búnað og tækni frá fyrirtækinu. Ánægjukönnunin mælir getu samstarfsaðilans til að uppfylla óskir viðskiptavinanna um þekk- ingu og miðlun á henni, hönnun, ásamt innleið- ingu og þjónustu á IP-kerfum. Verðlaunin eru veitt þeim samstarfsaðila Cisco Systems sem fær hæstu einkunn meðal viðskiptavina á Íslandi og í Noregi. Þetta er í þriðja skipti sem Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems, en árið 2005 var fyrirtækið útnefnt „Commercial Partner of the Year“ í Norður-Evrópu. Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmda- stjóri Sensa, segir viðurkenninguna afar hvetjandi. „Ánægðir viðskiptavinir eru mikilvæg vísbending um að Sensa og Cisco finni í sameiningu lausnir sem henta hverjum og einum. Það er því mikill heiður að viðskiptavinir okkar skuli telja árangur okkar svo góðan að við fáum hæstu einkunn í slíkri könnun.“ Cisco Systems verðlaunar Sensa Hlutabréf í flugvallarfyrirtæk- inu BAA hækkuðu um meira en fimm prósent þegar fréttist af því stjórnvöld í Singapúr og Caisse de Dépôt et Placement du Québec, kanadískur fjárfestingasjóður, hefðu rætt við spænska verktak- afyrirtækið Ferriovial um sam- starf við yfirtöku á BAA. BAA rekur meðal annars Heathrow, Gatwick og Stanstead auk alþjóðaflugvallarins í Búdapest. Frá byrjun febrúar hefur gengi BAA hækkað úr 640 pens- um í 813 pens eða um 27 prósent. Yfirtakan er talin vera 1.650 milljarða virði auk skulda. Yfirtökuáformin komu ansi mikið á óvart í Bretlandi, enda hefur BAA verið talið ósnertanlegt. Verði af yfirtök- unni þurfa Ferrovial og sam- starfsaðilar líklega að greiða yfir 900 pens fyrir hlutinn. - eþa Singapúrstjórn girnist BAA FLUGVÖLLURINN Í BÚDAPEST Singapúrsk stjórnvöld eru sögð reiðubúin til að aðstoða Ferriovial við að taka yfir BAA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.