Fréttablaðið - 22.02.2006, Qupperneq 46
MARKAÐURINN 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR14
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Sænska fjármálafyrirtækið
Invik skilaði góðu uppgjöri
fyrir fjórða ársfjórðung en
TM er meðal stærstu hluthafa
í félaginu með 4,5 prósenta
hlut.
Hagnaður Inviks meira en
tvöfaldaðist á milli ára og var
um hálfur milljarður króna.
Afkoma félagsins fyrir allt
árið 2005 nam því um 1,5 millj-
örðum króna sem er 61 pró-
senta aukning frá árinu 2004.
Arðsemi eigin fjár var 12,9
prósent fyrir árið í heild.
Fjárfestar tóku þessum tíð-
indum vel og hækkaði gengi
Inviks um sex prósent. Hefur
það því hækkað um fimmtung
frá áramótum. - eþa
Invik hagnast vel
YFIRSKRIFT AÐALFUNDAR FÍS VAR „VERSLUN Á ÍSLANDI
2020“ Pétur Björnsson, formaður FÍS, býður fundargesti velkomna
á aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var síðast-
liðinn föstudag.
STINGA SAMAN NEFJUM Á AÐALFUNDI FÍS Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Baldur Þórhallsson, dósent í
stjórnmálafræði og formaður stjórnar Rannsóknaseturs um smáríki
við HÍ, héldu bæði erindi á fundinum.
FÉLAGSMENN FYLGJAST MEÐ FRUMMÆLENDUM Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðiprófessor við HÍ, Baldur Þórhallsson, dósent í
stjórnmálafræði við HÍ, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Aðalsteinn Leifsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík,
héldu erindi á fundinum.
Sensa ehf. hlaut um mánaðamótin verðlaun frá
Cisco Systems fyrir besta árangur samstarfsaðila
í ánægjukönnun meðal viðskiptavina, annað árið
í röð. Cisco Systems gerir slíkar kannanir árlega
meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér búnað og
tækni frá fyrirtækinu.
Ánægjukönnunin mælir getu samstarfsaðilans
til að uppfylla óskir viðskiptavinanna um þekk-
ingu og miðlun á henni, hönnun, ásamt innleið-
ingu og þjónustu á IP-kerfum. Verðlaunin eru
veitt þeim samstarfsaðila Cisco Systems sem fær
hæstu einkunn meðal viðskiptavina á Íslandi og í
Noregi. Þetta er í þriðja skipti sem Sensa hlýtur
viðurkenningu frá Cisco Systems, en árið 2005 var
fyrirtækið útnefnt „Commercial Partner of the
Year“ í Norður-Evrópu.
Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmda-
stjóri Sensa, segir viðurkenninguna afar hvetjandi.
„Ánægðir viðskiptavinir eru mikilvæg vísbending
um að Sensa og Cisco finni í sameiningu lausnir
sem henta hverjum og einum. Það er því mikill
heiður að viðskiptavinir okkar skuli telja árangur
okkar svo góðan að við fáum hæstu einkunn í slíkri
könnun.“
Cisco Systems verðlaunar Sensa
Hlutabréf í flugvallarfyrirtæk-
inu BAA hækkuðu um meira en
fimm prósent þegar fréttist af því
stjórnvöld í Singapúr og Caisse de
Dépôt et Placement du Québec,
kanadískur fjárfestingasjóður,
hefðu rætt við spænska verktak-
afyrirtækið Ferriovial um sam-
starf við yfirtöku á BAA.
BAA rekur meðal annars
Heathrow, Gatwick og Stanstead
auk alþjóðaflugvallarins í
Búdapest.
Frá byrjun febrúar hefur
gengi BAA hækkað úr 640 pens-
um í 813 pens eða um 27 prósent.
Yfirtakan er talin vera 1.650
milljarða virði auk skulda.
Yfirtökuáformin komu
ansi mikið á óvart í Bretlandi,
enda hefur BAA verið talið
ósnertanlegt. Verði af yfirtök-
unni þurfa Ferrovial og sam-
starfsaðilar líklega að greiða
yfir 900 pens fyrir hlutinn.
- eþa
Singapúrstjórn girnist BAA
FLUGVÖLLURINN Í BÚDAPEST Singapúrsk stjórnvöld eru sögð reiðubúin til að aðstoða
Ferriovial við að taka yfir BAA.