Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 79
22. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2 bættu við 6 mannþyrping 8 mas 9 galdra-
stafur 11 klukkan 12 vígja til krúnu 14 bragð-
bætir 16 klukka 17 ferð 18 blekking 20 tveir
eins 21 stefna.
LÓÐRÉTT
1 landamerki 3 kringum 4 páfagaukur 5 hár
7 súrsað grænmeti 10 ónotaður 13 gagn 15
fjúk 16 erlendis 19 í röð.
LAUSN
Þær María Erla Pálsdóttir og
Dagbjört Lára Sverrisdóttir eru
ritstjórar fréttatímarits stuðn-
ingsfélagsins Krafts en félagið er
stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur þeirra.
„Næsta fréttatímarit kemur
út á dögunum og við höfum gert
ýmiss konar breytingar á því frá
fyrri tölublöðum. Í þetta sinn
ætlum við ritstjórarnir að reyna
að höfða meira til yngra fólks sem
greinst hefur með krabbamein en
sá hópur vill oft týnast svolítið í
fjöldanum,“ segir María Erla.
Aðspurð um hvers lags efni prýði
tímaritið að þessu sinni segir hún:
„Þetta eru ýmsar fréttir um félag-
ið og greinar sem sýna starfsem-
ina sem hefur farið fram frá fyrra
tölublaði. Svo erum við með viðtöl
við ungt fólk sem greinst hefur
með krabbamein og við hjúkrun-
arfræðing sem var að klára loka-
verkefni sitt í hjúkrunarfræði
sem fjallar um lífsgæði fólks með
krabbamein. Einnig er grein um
ung börn sem aðstandendur og í
hvert og eitt blað skrifar gesta-
skrifari sem er grasalæknir svo
af nógu er að taka og flestir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi,
segir María, en tímaritið Kraftur
er gefið út í fimm þúsund eintök-
um.
„Blaðið er sent til allra félaga í
Krafti og svo liggur þetta í háskól-
um, menntaskólum og sjúkrahús-
um. Við erum svo að vinna í því að
efla dreifinguna ennþá betur. Við
erum algjörlega háð velvild ann-
arra því blaðið er kostað af styrkj-
um frá hinum ýmsu fyrirtækjum
og fólki.“
Aðspurð um helstu starfsemi
félagsins segir María aðalatriðið
vera að veita stuðning. „Það gerum
við með því að hafa ýmiss konar
fræðslu og halda fundi einu sinni
í mánuði þar sem við ræðum ýmis
málefni. Einnig förum við saman
í göngur yfir sumartímann og
höfum til dæmis farið á Esjuna,
Elliðavatn og Glym í Hvalfirði
og auk þess eru gönguhópar sem
ganga saman einu sinni í viku,“
segir María Erla. Frekari upp-
lýsingar um Kraft er að finna á
heimasíðunni www.kraftur.org.
Þar er einnig að finna ýmsar frétt-
ir um starfsemi félagsins, myndir
frá atburðum, ýmiss söluvarning-
ur til styrktar félaginu og síðast en
ekki síst reikningsnúmer þess þar
sem velviljaðir aðilar geta styrkt
Kraft. hilda@frettabladid.is
KRAFTUR: TÍMARIT FYRIR FÓLK SEM HEFUR GREINST MEÐ KRABBAMEIN
Höfða til unga fólksins
LÁRÉTT: 2 juku, 6 ös, 8 mal, 9 rún, 11 kl, 12
krýna, 14 krydd, 16 úr, 17 túr, 18 tál, 20 ii, 21
ismi.
LÓÐRÉTT: 1 mörk, 3 um, 4 kakadúi, 5 ull, 7
súrkrás, 10 nýr, 13 nyt, 15 drif, 16 úti, 19 lm.
Félag tónlistarnema efnir til
styrktar- og baráttutónleika á
Nasa í kvöld. Á meðal þeirra sem
koma fram eru Stuðmenn, Benni
Hemm Hemm, Páll Óskar og Mon-
ica, Diddú, Ragnheiður Gröndal
og Jeff Who?
Félag tónlistarnema, FTN, er
nýstofnað hagsmunafélag sem
ætlað er að gæta að réttindum
tónlistarnema. „Þetta eru bar-
áttutónleikar til að vekja athygli
og til að þrýsta á sveitarfélögin
að leysa úr þeim málum sem eru
komin upp,“ segir Böðvar Reynis-
son, formaður félagsins.
Félagið telur að nemendum sé
stórlega mismunað til tónlistar-
náms eftir búsetu og aldri. Hafa
sveitarfélögin sett fram þær tak-
markanir að þau greiði ekki með
þeim nemum sem eru yfir 25 ára
sem vilja stunda tónlistarnám í
öðru sveitarfélagi, auk þess sem
peningarnir sem Samband sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
greiða nemendum úr öðrum sveit-
arfélögum dugir aðeins hluta
skólaársins. „Nemendur sem búa
í öðrum sveitarfélögum þurfa að
hætta 1. mars í náminu að öllu
óbreyttu,“ segir Böðvar. „Sam-
bandið heldur stjórnarfund 27.
febrúar og við hvetjum þá aðila til
að ganga alla leið og leysa málið
til að við þurfum ekki að vera að
standa áfram í þessari baráttu.
Tónlistarfólkið sem spilar á tón-
leikunum gerir sér grein fyrir
að þetta hefur áhrif á tónlistar-
líf landsins til frambúðar og það
voru allir mjög áhugasamir að
taka þátt í þessu.“
Miðaverð á tónleikana er 700
krónur og hefjast þeir klukkan
20.30. - fb
Tónlistarnemar í andófi
BÖÐVAR REYNISSON Böðvar segir að tónlistarnemum sé stórlega mismunað eftir búsetu
og aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HRÓSIÐ
...fær Sigurður Pálmason fyrir að
hella sér út í tónlistarbransann
þrátt fyrir að hafa aldrei ætlað
sér það.
Ber árangur
Hún virkar og er voðalega
stingandi. Þetta er allt
svo berskjaldað. Meira
að segja liturinn í henni
virkar, hann er eitthvað
svo óeðlilegur. Þetta er
mikill óhugnaður eins
og tilefnið gefur kost á.
En ég hugsa að hún beri
tilætlaðan árangur og ég
er sátt við hana.
Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona.
Þörf og vel gerð
Mér finnst hún bara nauðsyn.
Hún er þörf og vel gerð. Ég
held hún gæti borið árangur ef
hún nær að tala til þeirra sem
henni er ætlað að tala til.
Marteinn Þórsson kvikmynda-
gerðarmaður.
Fengu mig til að hugsa
Þetta er auðvitað mál sem
þarf að vekja athygli á og
frábært framtak. Ég held að
þetta muni bera árangur.
Auglýsingarnar eru einmitt
mjög blátt áfram og þarna
er komið beint að efninu.
Þær fengu mig allavega til að
hugsa þegar ég sá auglýsing-
arnar fyrst.
Vignir Snær Vigfússon tónlist-
armaður.
ÞRÍR SPURÐIR: FRÆÐSLA GEGN KYNFERÐISOFBELDI VEKUR ATHYGLI
Hvað finnst þér um Blátt áfram auglýsingarnar?
FRÉTTATÍMARITIÐ KRAFTUR Að sögn Maríu Erlu Pálsdóttur, annars ritstjóra tímaritsins, eru
breytingarnar gerðar með því markmiði að reyna að höfða til yngra fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRÉTTIR AF FÓLKI
Söngdrottningin Silvía Nótt hefur verið vægast sagt áberandi á liðnum
vikum og hefur varpað stórum og
þungum skugga á keppinauta sína í
forkeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision-
keppnina í vor. Allir fjölmiðlar hafa verið
undirlagðir af umfjöllun um þessa litríku
persónu sem þjóðin hefur sameinast
um að sé líklegust til að ríða feitum
hesti frá söngvakeppninni í Aþenu.
Sjálf hefur Silvía ekkert gefið eftir og
verið dugleg að hafa sig í frammi. Hún
hefur skotið upp kollinum hér og þar
á djamminu og vitaskuld vakið mikla
og verðskuldaða athygli hvar sem hún
kemur. Sami brandarinn getur þó orðið
þreyttur og ófyndinn ef hann er of oft
kveðinn. Silvía og herráð hennar eru
meðvituð um þetta og daman hyggst
nú draga sig í hlé og vera í sjálfskipuðu
fjölmiðlabanni þar til styttist í aðal-
keppnina í maí.
Þó íslenska þjóðin sé næstum orðin jafn sigurviss fyrir hönd Silvíu
Nætur og hún var þegar það þótti
nánast formsatriði að senda Icy-tríóið
til Björgvinjar til þess að sigra með
Gleðibankanum eru ekki allir Eurovision-
nördar á sama máli. Á spjallsíðunni
www.esctoday.com koma allra þjóða
kvikindi saman og ræða úrslit íslensku
forkeppninnar. Einn sem þar leggur
orð í belg segist „ekki trúa þessu“ og
segir niðurstöðuna „hræðileg, hræðileg,
hræðileg mistök“ og spyr „hvers vegna,
Ísland?“. Síðan heldur lesturinn áfram:
„Þið eruð með Andvaka og
Regínu Ósk og veljið þetta
drasl Hví? Þetta er til
skammar!“ Annar hegg-
ur í sama knérunn
og segir Ísland „hafa
framið sjálfsmorð“
með því að velja
þessa „hæfileikalausu
konu“. Íslendingar
blanda sér vitaskuld í
málið og reyna að rétta
hlut Silvíu með því að
benda á að hún sé leik-
in persóna og brandari. Einn Eurovision-
vitringurinn horfir þó á björtu hliðarnar
og vekur athygli á því að austurríski
spaugarinn Alf Poier hafi komist langt
árið 2003 og Silvía sé betri en hann. -þþ
1 dálkur 9.9.2005 5:17 Page 2
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
EN HELDUR ÁFRAM Í EUROVISION
RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS Í EL SALVADOR
FÉKK SKIPANIR AÐ HEIMAN
Sagt að þegja í
morðmáli
Jóns Þórs
2x10 retta 21.2.2006 20:57 Page 1