Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 45
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
Ú T T E K T
konar hýsingu. Svo virðist
sem fyrirtækin horfi í aukn-
um mæli til hagræðingar
stærðarinnar og leitist við
að bjóða þjónustu á sem
flestum sviðum. Heyrist
þeirri skoðun flaggað að
tími uppgripa í upplýs-
ingatæknigeiranum, þar
sem fyrirtæki gátu í krafti
nýstárlegra hugmynda og
framtakssemi orðið sér úti
um margvísleg tækifæri,
sé að baki og hafi í raun
lokið með 2000 bólunni
svokölluðu. Geirinn líkist
nú hefðbundnari tegundum
iðnaðar þar sem fremur er
horft til hagkvæmni í rekstrinum og sömu
lögmál gilda og í öðrum rekstri, frekar en
áhersla fyrri tíma á að koma fyrstur fram með
nýjungar. Af þessu leiðir að mörg fyrirtæki
sem verið hafa í hugbúnaðarstarfsemi hafa
verið sameinuð undir hatti stærri fyrirtækja
í upplýsingatæknigeiranum. Velta menn því
nú fyrir sér hver áframhaldandi þróun verði í
þessu, hvort verða muni frekari sameining og
þau þannig færast á færri hendur.
Núningspunktar stærri fyrirtækjanna
eru svo helst á sviði þjónustu og hugbún-
aðar fyrir rekstur fyrirtækja. Þar glíma til
dæmis Skýrr með Oracle-kerfi sem bakhjarl,
önnur Kögunarfyrirtæki og fyrirtæki TM
Software með viðskiptahugbúnað Microsoft,
og svo Nýherji með SAP-umsýslukerfið. Þá
eru undir hatti Kögunarfyrirtækjanna og þá
Símans líka, TM Software og Nýherja saman
komin öll stærstu hýsingarfyrirtæki lands-
ins, en það setur þau vélbúnaðarfyrirtæki
sem bjóða tölvuþjónustu, en eru ekki með
hýsingu í dálítinn bobba, því vandasamara
getur verið að ákveða hverjum eigi að vinna
með, þegar hýsingarfyrirtækin tengjast orðið
öðrum vélbúnaðarfyrirtækjum.
VASKUR TIL VANDRÆÐA
Forstjórar stóru fyrirtækjanna í upplýsinga-
tæknigeiranum fara varlega í yfirlýsingar
um næstu skref. Friðrik Sigurðsson, forstjóri
TM Software, segir þó ljóst að fyrirtækið
stefni á frekari vöxt hér heima og á endan-
um á skráningu á markað þegar tilhlýðilegri
stærð sé náð. Hann segir hug fyrirtækisins
þó einkum vera í útlöndum, enda komi þaðan
um 40 prósent af veltu samstæðunnar. „Við
höfum það markmið að stækka félagið, það
liggur fyrir. Við höfum líka það að markmiði
að auka þjónustuframboð, meðal annars á
vélbúnaði þó svo að fram að þessu hafi það
ekki verið hluti af kjarnastarfsemi,“ segir
hann og staðfestir að TM Software hafi gert
tilboð í EJS með þetta í huga.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja,
segir fyrirtækið ætla að halda sínu striki í
samkeppninni hér. „Við höfum verið af færa
okkur meira yfir í þjónustu og erum sjálfsagt
með þriðjung af okkar tekjum frá henni,“
segir hann og segir engar sérstakar fyrirætl-
anir um samstarf við önnur fyrirtæki á upp-
lýsingatæknimarkaði. „Svo erum við komnir
mikið yfir í hugbúnað og ráðgjöf og erum
með yfir 120 manna fyrirtæki í AppliCon og
um 20 manns í stjórnunarráðgjöf ParX.“
Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segist
bíða eftir að áreiðanleikakönnun á EJS ljúki
áður en lokið verði við kaupin á fyrirtækinu
í byrjun næsta mánaðar, en í framhaldinu
verður kúrsinn markaður. Hann segist hins
vegar binda vonir við að auka veltu í geir-
anum, sem hingað til hafi verið ríkisvædd-
ur að nokkru leyti. „Ég hef sagt að velta í
upplýsingatækniiðnaði ætti að vera yfir 200
milljarðar, í stað um 84 milljarða nú, vegna
þess að megnið af þjónustunni á sér ennþá
stað inni í tölvudeildum, bæði fyrirtækja og
stofnana. Það er því ekki bara að við séum
að keppa innbyrðis heldur sé ég fyrir mér að
markaðurinn muni stækka,“ segir hann von-
góður um að þeim fyrirtækj-
um sem velja útvistun upp-
lýsingastarfseminnar fjölgi.
„Einkageirinn er að fara í
þessa átt, en ríkið hefur því
miður farið í hina og tölvu-
deildir hins opinbera eru að
blása út. Það sama á við um
bankana.“ Hreinn segir eina
skýringuna á þessari þróun
vera að finna í misbresti í
virðisaukaskattskerfinu.
„Fyrir opinbera aðila kann
að vera ódýrara að ráða til
sín fólk en að kaupa þjónust-
una. Stofnanir fá virðisauka-
skatt ekki nema að hluta til
endurgreiddan og bankarnir
fá hann ekki endurgreiddan vegna þess að
fjármálastarfsemi er ekki virðisaukaskatt-
skyld.“ Þá bendir Hreinn á að fyrirtæki leitist
jafnvel við að kaupa hugbúnað erlendis frá, á
netinu, vegna þess að þá komist þau hjá því
að greiða virðisaukaskatt. „Þetta höfum við
bent á í langan tíma og höfum nú loks fengið
jákvæðar undirtektir hjá stjórnvöldum og
ég vonast til þess að menn taki sig nú á og
klári þetta virðisaukaskattsmál. Gangi það
eftir þá standa menn loks jafnfætis í þessari
samkeppni.“
SMÆÐIN STUNDUM KOSTUR
Gylfi Árnason, forstjóri Opinna kerfa Group,
segist líta svo á að tölvugeirinn hér sé í
nokkuð föstum skorðum og ólíklegt að mörg
fyrirtæki séu tilbúin að færa sig á milli þjón-
ustuaðila, hvort sem um er að ræða hugbúnað
eða vélbúnað. „Það eru allir búnir að vera
með einhvern þjónustu- og endursöluaðila
og ákveðin íhaldssemi mjög eðlileg því það
myndast traust samband á milli. Þess vegna
er ekki mikil færsla á milli aðila á mark-
aðnum þó alltaf sé það
eitthvað,“ segir hann og
telur að jafnvel þó svo
að hið opinbera drægi
úr sinni starfsemi í geir-
anum, eða skattalöggjöf
yrði breytt þannig að
meira yrði um útvist-
un og kaup á þjónustu
upplýsingatæknifyr-
irtækja, fremur en að
leggja áherslu á tölvu-
deildir þá yrðu ekki úr
því nein uppgrip, því þar færu hlutirnir eftir
svipuðum víglínum. „Þetta verður ekki nýtt á
markaðnum, en auðvitað er af og frá að vera
að vinna á markaði þar sem samkeppnisstaða
er svona skökk. Sumir kúnnar líta á virðis-
aukaskattinn sem kostnað og aðrir ekki. Ef
vaxandi áherla er á stærðarhagkvæmnina er
slæmt ef skattalöggjöfin hvetur til minni ein-
inga. Það eyðileggur tækifæri til hagræðing-
ar og skaðar alla, ekki
bara okkur sem vinnum
á þessum markaði held-
ur neytendur líka.“
Sigrún Guðjónsdóttir,
forstjóri Tæknivals,
segir viðbúið að fyr-
irtæki horfi meira í
kringum sig eftir sam-
runakostum eða sam-
starfi þegar jafnmikil
hreyfing er á fyrir-
tækjamarkaði í upp-
lýsingatækni og verið
hefur. „Það vill enginn vera eftir einn úti á
skeri, en um leið skapast tækifæri,“ segir hún
og kveður hafa gengið vel í samstarfi við hin
og þessi fyrirtæki. „Tæknival fer ekki aftur í
að reyna að vera stærst og það er ekki mark-
mið í sjálfu sér. Áhersla okkar er núna á fyr-
irtækjamarkaðinn og miðlægar lausnir. Þar
ætlum við okkur að vera best og getur bara
verið betra að vera lítill og engin nauðsyn að
sameinast öðrum.“
Samþjöppun og aukin samkeppni
Töluverðar breytingar hafa átt sér stað meðal upplýsingatæknifyrirtækja síðustu vikur og sér ekki fyrir endan á þeim enn.
Stórar blokkir bítast um viðskipti fyrirtækja og stofnana hér heima um leið og þær leitast við að stækka í útlöndum. Óli
Kristján Ármannsson hugaði að þróun mála í upplýsingatæknigeiranum.
Ár Milljarðar króna
1995 25,78
1996 33,71
1997 38,16
1998 40,09
1999 50,10
2000 59,84
2001 63,79
2002 66,46
2003 70,75
2004 83,58
Heimild: Hagstofa Íslands
Þ R Ó U N V E L T U Í
U P P L Ý S I N G A T Æ K N I
M
AR
KA
Ð
U
RI
N
N
/H
AR
I
Starfsemi í upplýsingatækni-
geiranum er skipt í fjóra flokka,
framleiðslu og svo þrjá flokka
þjónustu. Undir framleiðsluhlut-
ann fellur hvers konar vélbún-
aður þar á meðal tölvur, tæki og
efni á borð við strengi og leiðara.
Þjónustuhlutinn er svo þrískipt-
ur, en undir honum er heildversl-
un, svo sem sala á heimilistækj-
um, tölvum, skrifstofuvélum og
búnaði, auk annars búnaðar og
véla til nota í iðnaði, verslun eða
siglingum; annar hluti er svo sala
á síma- og fjarskiptaþjónustu
hvers konar; og sá þriðji hugbún-
aðargerð og ráðgjöf, oft kallað
hugbúnaðariðnaður, en þar undir
fellur leiga á skrifstofuvélum og
tölvum, ráðgjöf varðandi vélbún-
að, ráðgjöf og sala á hugbúnaði og
hugbúnaðargerð, gagnavinnsla,
rekstur gagnabanka, viðhald og
viðgerðir, auk annarrar tölvu-
tengdrar starfsemi.
Samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands velti upplýsingatækni-
markaðurinn hér árið 2004 um
84 milljörðum króna, þegar allt
er talið, sala á vélbúnaði, tölvum
og tengdum hlutum, hugbúnaðar-
þjónusta og fjarskipti. Við grein-
ingu á upplýsingatæknigeiran-
um er notast við skiptingu sem
viðgengst í Evrópusambandinu.
Talað er um framleiðslu sem er
óveruleg hér, en það er fram-
leiðsla á tölvubúnaði. Velta í þeim
hluta er talin nema um 1,8 millj-
örðum króna, en þar innan fell-
ur samsetning tölvufyrirtækja á
tölvum og sala, svo sem hluti
af starfsemi Tölvulistans. Þá er
heildsalan, en þar er sala á öllum
vélbúnaði og tækjum talin nema
31,4 milljörðum króna; síma- og
fjarskiptaþjónusta velti 26 millj-
örðum króna; og loks hugbúnað-
argerð og ráðgjöf sem velti 24,3
milljörðum króna.
Fjórir flokkar
upplýsingatæknigeirans
M
AR
KA
Ð
U
RI
N
N
/A
N
TO
N
B
RI
N
K
M
AR
KA
Ð
U
RI
N
N
/A
N
TO
N
B
RI
N
K