Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 40
4
Ráðgjafarstofa um fjármál heimil-
anna er samstarfsverkefni sem er
undir hatti Félagsmálaráðuneytis en
að auki standa að verkefninu bank-
ar, sparisjóðar, sveitarfélög og laun-
þegasamtök. Starfsmenn Ráðgjafar-
stofunnar eru til staðar fyrir þá sem
komnir eru í greiðsluerfiðleika og geta
einstaklingar hringt og pantað hjá
þeim tíma, eða póstsent erindi sín til
þeirra. Þar að auki er völ á símaráð-
gjöf og netspjalli þar sem spyrjandi
þarf ekki að gefa upp nafnið sitt.
FJÖLÞÆTT FJÁRMÁLARÁÐGJÖF
OG HEILBRIGÐ SKYNSEMI
Þegar Ráðgjafarstofan tekur mál fyrir
er leitast við að setja dæmið þannig
upp fyrir fólki að það öðlist heild-
aryfirsýn yfir fjármálin sín. Síðan er
reynt að finna lausnir til þess að fólk
geti komist út úr þeirri stöðu sem
það er komið í. Lausnin getur falist
í að selja eignir, skuldbreyta lánum
eða einfaldlega draga úr útgjöldum.
Skjólstæðingar Ráðgjafarstofu und-
anfarin ár hafa oft verið á milli 30
og 40 ára, sem er það fólk sem er
að basla við að koma undir sig fót-
unum. Það hefur nýlokið námi, er
komið út á vinnumarkaðinn og er
hugsanlega að kaupa sér fasteign og
bíl og er þar að auki barnafólk.
EINSTÆÐIR KARLMENN LEITA
SÉR Í AUKNUM MÆLI HJÁLPAR
Elna Sigrún Sigurðardóttir, við-
skiptafræðingur hjá Ráðgjafarstof-
unni, hefur þó nýverið séð breytingu
á viðskiptavinum sínum. „Einstæðar
mæður hafa alltaf verið stór hópur
en nú hefur orðið mikil fjölgun á
einhleypum karlmönnum. Það eru
oft menn sem ná ekki að fóta sig í
lífinu. Þeir eru oft fráskildir, búa
jafnvel í einu herbergi og geta ekki
tekið börnin til sín.“ Elna ráðleggur
fólki að hugsa sig tvisvar um áður
en það tekur 100 prósenta fasteigna-
lán, það sé mun æskilegra að eiga
fyrir að minnsta kosti fyrstu 10 pró-
sentunum. Það er þó ekkert nýtt að
fólk skuldsetji sig fyrir 100 prósent-
um á íslenskum fasteignamarkaði en
hingað til hefur verið um öðruvísi
lán að ræða og til styttri tíma. „Það
hefur komið inn fólk sem hefur átt
fasteign kannski í sex mánuði og
hefur þá þurft að fara að selja hana
því það hefur ekki getað borgað af
henni,“ segir Elna en bætir við að
inn á borð hjá henni komi að sjálf-
sögðu verstu dæmin.
KAPP ER BEST MEÐ FORSJÁ
Elna vill einnig ráðleggja fólki að
halda heimilisbókhald og hugsa sig
um áður en það leggur út í fjárfest-
ingar. „Þeir sem eiga ekki fyrir því
sem þeir þurfa að borga ættu að taka
nokkra mánuði í það að skoða í hvað
þeir eru að eyða. Sumar greiðslur eru
kannski á þriggja mánaða fresti og
fólk þarf að skipuleggja fjármálin
þannig að þetta gangi allt saman
upp. Þetta er það sem við reynum að
hjálpa fólki við, að koma skipulagi á
fjármálin.“
OFT SVINDLAÐ Á GREIÐSLUMATI
Elna segist oft hafa fengið inn á
borð til sín mál þar sem greinilegt
er að fólk hafi svindlað á greiðslu-
mati. „Það fólk er náttúrlega að
blekkja sjálft sig. Nú er hægt að fara
í greiðslumat á netinu í sambandi
við íbúðalán og þar er umsækjend-
um treyst til að fylla rétt í eyðurn-
ar. Svindlið kemur fólki bara í koll
síðar og getur kostað yfir milljón á
skömmum tíma að lenda í vanda sem
þessum. Sama er með bílalánin, oft
skuldar fólk eftirstöðvar af tveimur
til þremur bílalánum og er þá jafnvel
ekki að ná að borga dráttarvextina
svo skuldin heldur áfram að aukast
þótt þú sért að borga. Þetta er algjör
vítahringur.“
AUÐVELDARA AÐ KAUPA – AUÐ-
VELDARA AÐ SKULDA
Elna segir starfsfólk Ráðgjafarstofu
ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeirri
útlánasprengju sem orðið hefur
undanfarin ár á Íslandi á meðan
atvinnuástand í landinu er gott
því flestir geti bjargað sér. „Ef það
verður samdráttur í þjóðfélaginu er
ég hins vegar hrædd um að marg-
ir munu lenda í vandræðum. Og ef
verðbólgan fer á skrið og launin
hækka ekki í takt við hana þá hækka
lánin en ekki launin.“
Ráðgjafarstofan var sett á fót árið
1996 en atvinnuástandið í landinu
var allt annað þá. Elna segir að auð-
vitað hafi verið mun erfiðara að ráð-
leggja fólki hvernig það ætti að auka
við tekjur sínar þegar erfitt var að fá
vinnu. „Nú til dags er mjög sjaldgæft
að atvinnulaust fólk leiti til okkar en
það var mjög algengt fyrir nokkrum
árum síðan. Það er ekki eins mikil
aðsókn eins og var fyrir nokkrum
árum síðan og við fundum strax
fyrir þessari breytingu þegar nýju
fasteignalánin komu.“
MÁLIN FÆRRI EN FLÓKNARI
Málum sem koma á borð Ráðgjafar-
stofunnar núna hefur kannski fækk-
að en þau eru líka flóknari. „Fólk
skuldbindur sig mun meira en fyrr
og einstaklingur sem skuldar jafn-
vel í öllum bönkum er bara kominn
í virkileg fjárhagsvandræði. Þá er
oft mikil vinna að skoða hvert mál.“
Elna segir þetta afleiðingu af því að
við öxlum ekki nógu mikla ábyrgð
sjálf, þessi lán séu öll góð og gild en
hver og einn einstaklingur verði að
taka ábyrgð á því að taka ekki hærri
lán en hann getur greitt af. „Því svo
koma áföllin, fólk verður veikt eða
lendir í slysi og þá breytast allar
forsendur hjá fólki. Fólk má ekki
skuldbinda sig þannig að það hafi
ekkert svigrúm hvað greiðslubyrði
varðar. Það getur svo margt breyst
í lífinu.“
Greiða úr fjármálaflækjum
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna kemur til hjálpar þeim sem eru komnir í alvar-
lega greiðsluerfiðleika. Málum þeirra sem eiga í vandræðum við að greiða af fast-
eignalánum hefur fækkað. Að sama skapi eru fleiri sem komnir eru í alvarleg fjár-
hagsvandræði sem erfitt reynist að leysa úr.
Elna Sigrún Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Hún ráðleggur fólki að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur 100 prósenta fasteignalán,
það sé mun æskilegra að eiga fyrir að minnsta kosti fyrstu 10 prósentunum.
■■■■ { húsnæði } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Í upphafi ársins 2004 hóf Íslands-
banki, fyrstur íslenskra banka, að
bjóða óverðtryggð húsnæðislán í
íslenskum krónum eða erlendum
myntum. Ragnheiður Jóhannesdóttir,
deildarstjóri Útlánaþjónustu Íslands-
banka, segir viðskiptavini Íslands-
banka hafa tekið þessari auknu
fjölbreytni í íbúðafjármögnun vel. Í
upphafi var algengast að viðskipta-
vinir tækju erlendu lánin í bland við
verðtryggðu lánin. „Það er góður
markaður fyrir erlendu lánin en við
mælum hins vegar með varkárni í
töku erlendra lána í dag meðan gengi
krónunnar stendur svo hátt.“
VERÐTRYGGÐ LÁN Í ÍSLENSKUM
KRÓNUM ALGENGUST
Íslandsbanki býður líka óverðtryggð
lán í íslenskum krónum en vextir
þeirra lána miðast við REIBOR-vexti
sem í dag eru á bilinu 11,33 prósent
upp í 14,58 prósent. REIBOR stend-
ur fyrir Reykjavík Interbank Offer-
ed Rate og táknar millibankavexti í
krónum á Íslandi. Fáum þykja þetta
fýsileg vaxtakjör og velja heldur
erlendu lánin þar sem vextirnir eru
frá 4,05 upp í 4,45 prósent. Langal-
gengast er þó að viðskiptavinir kjósi
hefðbundin verðtryggð lán í íslensk-
um krónum, með 4,35 prósenta
vöxtum, en sveiflur í greiðslubyrði
verðtryggðu lánanna eru almennt
minni en þeirra óverðtryggðu.
MARGIR BLANDA SAMAN
LÁNUM
Margir hafa valið að fara milliveginn
og taka óverðtryggt erlent lán í bland
við hefðbundið verðtryggt íbúðalán í
íslenskum krónum og draga þannig
úr þeirri áhættu sem felst í áhrifum
breytinga á gengi á erlendu lánin.
Þannig verða vextirnir talsvert lægri
og þá um leið greiðslubyrðin. Höf-
uðstóll óverðtryggða lánsins getur
lækkað mikið ef lántakan er hag-
stæð. „Viðskiptavinurinn tekur þarna
áhættu sem getur verið honum í hag
til lengri tíma litið. Vegna áhrifa verð-
bólgu fer í raun ekki að ganga á höf-
uðstól verðtryggðu lánanna fyrr en
um miðbik lánstímans.“
Erlendu lánin henta helst þeim sem
hafa talsvert rúma greiðslugetu til að
mæta sveiflunum sem geta orðið tölu-
verðar milli mánaða. Að sögn Ragn-
heiðar hafa þau verið að koma betur
út til lengri tíma litið en jafnframt
sveiflast þónokkuð á lánstímanum.
„Ef fólk getur staðið af sér sveifl-
urnar hefur höfuðstóllinn verið að
lækka mun meira á erlendu lánunum
en þeim verðtryggðu. En þessu fylgir
áhætta og margir eiga það til að skipta
um skoðun við fyrstu niðursveiflu og
ákveða að breyta lánunum sínum í
verðtryggð lán,“ segir Ragnheiður.
UPPGREIÐSLA ERLENDU LÁN-
ANNA ÓKEYPIS
Fyrir þá sem vilja skipta er hægt er
að greiða upp erlendu lánin hvenær
sem er án kostnaðar. Til samanburð-
ar er tveggja prósenta uppgreiðslu-
gjald á verðtryggðu lánunum. Einnig
er hægt að gera skilmálabreytingar á
lánunum, til dæmis með því að auka
og minnka vægi mynta. Íslandsbanki
hefur sett saman körfu sem bankinn
telur öruggasta kostinn í erlendum
myntkörfulánum og endurspegl-
ar íslensku krónuna. Í körfunni eru
evrur 40 prósent, dollarar 30 prósent,
jen 10 prósent, pund 10 prósent og
svissneskir frankar 10 prósent. Við-
skiptavinir geta einnig fengið að
breyta myntkörfunni, innan vissra
marka, til dæmis ef viðkomandi er
að fá tekjur í erlendum myntum.
EFTIRSPURN ERLENDRA LÁNA
SVEIFLAST EFTIR MARKAÐI
Ragnheiður telur að það verði alltaf
markaður fyrir myntkörfulánin en
eftirspurnin komi til með að sveifl-
ast eftir markaðsaðstæðum. „Láns-
tíminn er mest 40 ár en á þessu
tímabili eiga vextir og gengi eftir
að sveiflast upp og niður. Vaxta-
munur við útlönd er ennþá nokkuð
mikill og það er það sem þeir sem
taka erlend lán í dag eru helst að
horfa til.“ Til er í dæminu að fólk
sækist eftir þeim myntum sem bera
mjög lága vexti eins og japönsk jen
og svissneskir frankar.
Að taka lán í einstökum mynt-
um er þó mun áhættusamara en
að taka lán í myntkörfu og mælir
Íslandsbanki almennt ekki með
því fyrir sína viðskiptavini. „Lágu
vextirnir trekkja að en áhættan er
að sama skapi mun meiri. Lántaka
í einstökum erlendum myntum er
aðallega miðuð að þeim sem eru
með tekjur í viðkomandi mynt eða
fylgjast vel með þróun á markaði.
Viðskiptavinir þurfa því að vera á
tánum, skilja markaðinn og vera
tilbúnir að taka þá áhættu sem
fylgir slíkum lánum,“ segir Ragn-
heiður.
Verðtryggð lán í íslenskum
krónum langalgengust
Íslandsbanki hóf afgreiðslu óverðtryggðra íbúðalána í erlendum myntum árið 2004.
Þau hafa mælst vel fyrir en þeim fylgir meiri áhætta en flestir eru tilbúnir að taka.
Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri útlánaþjónustu Íslandsbanka. Nokkuð er um að fólk velji að blanda saman óverðtryggðum lánum
í erlendum myntum við verðtryggð lán í íslenskum krónum. Því fylgir meiri áhætta en að taka hreint verðtryggt lán en er líklegt til þess að
lækka höfuðstólinn til lengri tíma litið.