Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 50
MARKAÐURINN
A U R A S Á L I N
22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18
H Á D E G I S V E R Ð U R
Eins og margoft hefur komið
fram í þessum pistlum Aura-
sálarinnar er hún orðin lang-
þreytt á þeim pappírshagnaði
sem verðbréfadrengir þessa
lands dásama svo mjög. Það er
sama hvað hver segir – ekki er
hægt að éta excel skjöl og ekki
er hægt að breyta fimmtíukalli
í hundrað kall með því einu að
snúa honum í hringi. Hin raun-
verulegu verðmæti felast ekki
í verðbréfum heldur áþreifan-
legum afrakstri heiðarlegrar
vinnu.
Það er því furðulegt að þjóðin
hafi ekki meiri áhyggjur en
raun ber vitni af stöðu sjávarút-
vegsins hér á landi. Hann hefur
alveg fallið í skuggann af verð-
bréfadýrkuninni í Reykjavík.
Lífskjör Íslendinga þurfa fleiri
undirstöður en sjávarútveginn
og þá kemur ekkert annað til
greina en álið.
Til eru þeir sem halda að tölvu-
leikir á Netinu séu iðnaður sem
skilað geti þjóðfélagslegum arði.
Þetta er rangt. Hver heilvita
maður hlýtur að sjá það í hendi
sér að ekkert verður til við það
að þúsundir manna sitji fyrir
framan nettengda tölvuskjái og
höggvi hver annan í spað með
ímynduðum geislasverðum. Eða
heldur einhver að hægt sé að
skapa verðmæti með því að for-
rita tölvur? Hvenær var síðast
gerð tilraun til þess að borða
forritunarkóða – eða byggja
vindhelt hús úr tölvuforriti?
Hins vegar er álið til margs
nytsamlegt þótt tæpast sé það
ætt. Það má byggja hús, bíla,
flugvélar og kókdósir úr áli og
það hlýtur að vera framtíð í
því að pakka íslenskum fiski í
álumbúðir og senda til útlanda á
álskipum til að selja þar á mörk-
uðum í skiptum fyrir vín og
ávexti og annan munað sem ekki
er auðvelt að rækta hér á landi.
Válgerður Sverrisdóttir veit sínu
viti og skilur að mikið liggur
við að henda tölvu- og fjármála-
fyrirtækjum úr landi. Þetta
er ekki aðeins vegna þeirrar
verðmætasóunar sem fer fram
í slíkum fyrirtækjum heldur
ekki síður fyrir þá siðspillingu
sem fylgir. Þegar menn hætta
að svitna í vinnunni þá er stutt í
að þeir leggist leti og ómennsku.
Þetta vita Válgerður og Halldór
Álgrímsson.
Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi
er hlægilegur. Aðeins örfá
fyrirtæki framleiða raunveru-
legar og áþreifanlegar vörur og
eru fyrir vikið höfð að háði og
spotti. Hér er þörf á hugarfars-
breytingu og að ríkisstjórnin
styðji við þá breytingu í reglum
Kauphallarinnar að þar verði
einungis skráð fyrirtæki sem
framleiða vörur sem hægt er
að festa hendur á. Þannig, og
aðeins þannig, verður samfélag-
ið okkar heilbrigt á ný.
Ál í Kauphöllina
Jónas Tryggvason fylgdi ekki
straumnum þegar hann ákvað að
fara í háskólanám til Moskvu að
loknu stúdentsprófi. „Áhugi minn
á fimleikum dró mig þangað, en
fimleikar voru líf mitt og yndi og
ég stefndi að því að sinna þeim í
framtíðinni.“
Lífið tekur oft sína stefnu og
Jónas stýrir nú öllu markaðs-
og sölustarfi í Mið- og Austur-
Evrópu ásamt Asíu. Reyndar á
Íslandi líka.
Hann kom fyrst til starfa hjá
Actavis fyrir tveimur og hálfu
ári og stýrði viðskiptaþróun
í Búlgaríu. Þaðan lá leiðin til
Moskvu og Austur-Evrópa varð
starfsvæðið. Nú telur það svæði
sem Jónas ber ábyrgð á 34 lönd.
„Þetta eru ótrúlega ólíkir menn-
ingarheimar, Við erum á marka-
línu kristni og íslam. Það þarf
skilning á menningunni til þess
að spila þetta rétt.“
HEIMAFÓLKIÐ SKILUR BETUR
Samskipti Jónasar eru við und-
irmenn af ýmsu þjóðerni. „Við
erum yfirleitt með heimamenn
við stjórnvölinn. Ég var sá eini
utanaðkomandi í Rússlandi. Við
reynum að velja rétta fólkið á
þeim stöðum sem við vinnum og
reynum að treysta því.“
Jónas segist hafa séð dæmi um
ýmsar leiðir sem fyrirtæki hafi
farið í vali á stjónendum. Sum
hafi valið að vera með stjórnun-
arteymi sem einungis var skipað
útlendingum. „Þá myndast vegg-
ur á mill yfirstjórnar og annarrar
starfsemi, þar sem menn eru með
varðhund á staðnum. Stundum
þarf að gera hlutina þannig, sér-
staklega þegar verkefnið er að
snúa við rekstri og þegar menn
eru að byrja. Síðan þurfa menn
að hafa þá víðsýni að velja stjórn-
endur af svæðinu.“ Hann segir
reynsluna þá að heimafólkið vinni
oft betur og hafi meiri skilning á
viðskiptaumhverfinu.
Jónas segir að hann hafi ekki
orðið fyrir neinu sjokki þegar
hann hóf störf í Búlgaríu. „Ég
þekkti þennan heim nokkuð vel.
Hafði verið lengi við
nám í Rússlandi
og Búlgaría var
stundum köll-
uð sextánda
lýðveldið í
Sovétríkjunum.
Ég hafði líka unnið
fyrir SÍF, meðal annars í
Austur-Rússlandi.“ Hann var
einnig við störf í Bandaríkjunum
í sex ár. „Ég var í olíuviðskiptum
aðallega og átti mikil viðskipti við
Rússa, meðal annars við Yukos.“
Mér leikur forvitni á hvað ein-
kenni Rússana í viðskiptum.
„Þeir eru lokaðri í fyrstu umferð.
Treysta engum. Svo byggist upp
traust og þá er maður í forgangi
næstum því til eilífðar. Það er
erfitt að komast inn, en síðan
er auðvelt að vinna með þeim
og milljóna viðskipti leysast með
einu símtali. Síðan er gengið frá
pappírunum seinna.“
UNGA FÓLKIÐ TEKUR ÁBYRGÐ
Hann segir að þetta gildi þó ekki
þegar þarf að fá leyfi og vottorð
hjá því opinbera. Þá
ræður skrifræðið
r í k j u m .
„Þetta mikla
s k r i f r æ ð i
á rætur frá
því fyrir sós-
íalismann.“ Hann
segir að sósíalisminn eigi
hins vegar sök á því að menn séu
tregir til að taka frumkvæði og
ábyrgð. „Þess vegna ráðum við
ungt fólk þar sem ekki er inngró-
in sú hugsun að gera ekkert fyrr
en skipun kemur að ofan. Maður
gerir þeim grein fyrir verkefnum
og ábyrgð og þetta fólk hefur
reynst okkur vel.“ Hann segir
hefð fyrir því að refsa fyrir mis-
tök. „Við getum ekki leyft okkur
að hugsa á þennan hátt. Við leit-
um að fólki sem tekur frumkvæði
og ábyrgð og ef við ætlum að
byggja á því, þá verðum við að
þola mistök.“
Stefnan í fyrirtækinu er skýr
og einföld og stjórnendurnir
fylgja henni fast eftir. Actavis
náði miklu flugi á markaði og
stoppaði síðan. Væntingarnar
fóru fram úr sér á tímabili. „Innan
fyrirtækisins hafa menn alltaf
vitað hvert þeir eru að stefna og
við höfum náð þeim markmiðum
sem við höfum sett okkur.“ Hann
segir gríðarleg tækifæri í sölu
samheitalyfja í Austur-Evrópu.
Markaðurinn sé gjörólíkur þeim
vestræna. „Ástæðan er sú að
kaupgetan er minni og því gera
menn ekki kröfu um nýjustu lyfin.
Menn líta á allt sem lyf og gera
ekki sama greinarmun á frum-
lyfjum og samheitalyfjum og
gerður er á Vesturlöndum. Þetta
skapar okkur mikil tækifæri þar
sem við höfum breitt úrval lyfja
og ef við setjum þau á réttan
hátt inn á markaðinn, þá liggja
þar mikil tækifæri.“ Árangurinn
hefur verið góður og mikill vöxt-
ur í sölunni. Jónas segir ljóst að
samkeppni í ódýrari lyfjum muni
harðna og því sé mikilvægt, sam-
fara vaxandi kaupmætti, að setja
dýrari og flóknari lyf inn á þessa
markaði. „Við erum með mikið af
nýjum hjartalyfjum og geðlyfj-
um sem hafa ekki verið á þessum
markaði. Þessi lyf eru dýrari og
sérhæfðari.“
RÚSSLAND TVEGGJA TÍMA
Gríðarlegur uppgangur hefur
verið í Rússlandi að undanförnu.
„Bæði vegna þeirrar festu sem
hefur ríkt og svo hefur hátt olíu-
verð skipt miklu. Það að Rússland
sé að verða skuldlaust ríki í lok
þessa árs er ótrúlegt, þegar
maður hugsar til þess að fyrir
sex árum gátu þeir ekki staðið við
skuldir sínar.“
Jónas hélt til Moskvu 1979. „Ég
kom til Moskvu á afmælinu mínu
og ég áttaði mig á því síðar, þegar
ég fór að lesa stjórnmálafræði
að þegar ég lenti, þá sátu menn
á fundum í Kreml og skipulögðu
innrásina í Afganistan.“ Þá var
Brésnev enn við völd og mikið
vatn runnið til sjávar. Jónas þekk-
ir því Rússland tvennra tíma, ef
ekki fleiri. Á Vesturlöndum hefur
mikið verið rætt um mafíustarf-
semi og spillingu. Jónas segir að
á tímabili hafi ríkt óöld í land-
inu. „Spilling verður alltaf í Asíu,
það liggur í hefðinni og Rússland
er á mörkum Asíu og Evrópu.
Hins vegar var ástandið orðið
þannig að þeim ofbauð sjálfum.“
Hann segir verulegan árangur
hafa náðst í að draga úr spillingu
og mafíustarfsemi. Ástandið sé
orðið nokkuð gott.
Svæðið sem Jónas ber ábyrgð
á er stórt og við þá stækkun er
minni ástæða til að búa í Moskvu
en var meðan Austur-Evrópa
var miðpunkturinn. Nú krefst
starfið ferðalaga frá Íslandi til
Kína. Börnin voru fljót að ná
rússneskunni og dóttirin erfir
fimleikaáhugann og æfir á rúss-
neska vísu, sex klukkutíma á dag.
Sonurinn æfir skák sem er önnur
grein þar sem Rússar hafa löng-
um haft mikla yfirburði. „Það er
ákveðinn þrýstingur á að flytja
heim,“ segir Jónas. „Þeim finnst
alveg af og frá að búa í Moskvu í
þrjátíu gráðu frosti og ég er ekki
heima nema kannski fimm daga
í mánuði.“
Viðskipti á landamærum kristni og íslam
Jónas Tryggvason stýrir nú markaðssókn Actavis á stóru svæði þar sem ólíkir menningarheimar mætast.
Hann hefur búið í Moskvu að undanförnu, þar sem hann stundaði nám á tímum kalda stríðsins. Hafliði
Helgason ræddi við hann um sókn Actavis, val á stjórnendum og viðskipti í austurheimi.
JÓNAS TRYGGVASON Stýrir öflugri markaðssókn Actavis í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu.
Þar tekst hann á við ólíka menningarheima og markaðsaðstæður.
Jónas Tryggvason
Starf: Framkvæmdastjóri hjá Actavis
Fæðingardagur: 12. september 1959
Maki: Arna Garðarsdóttir
Börn: Jóhanna Rakel f. 1995 og
Alex f. 1997
Hádegisverður fyrir
tvo í Perlunni
Hádegishlaðborð, villisveppasúpa
með salatbar og brauði.
Drykkir
Egils appelsín
Alls krónur 2.040
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Jónasi
Tryggvasynif
framkvæmdastjóra hjá Actavis
Það að Rússland sé að verða skuldlaust ríki í lok þessa
árs er ótrúlegt, þegar maður hugsar til þess að fyrir sex
árum gátu þeir ekki staðið við skuldir sínar.