Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 49
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 S K O Ð U N Fyrir stuttu varð alvarlegt slys hjá fyrirtæki einu í byggingar- iðnaði. Starfsmaður féll nokkra metra niður við vinnu sína við mótauppslátt. Starfsmaðurinn er illa slasaður, mikið beinbrotinn og með höfuðáverka. Ljóst er að hann mun ekki geta starfað við fagstarf í náinni framtíð og jafnvel mun hann aldrei ná sér að fullu. Því miður eru mörg dæmi um slys hjá starfsmönnum í bygging- ariðnaði og þeim fjölgaði mest hérlendis á Norðurlöndum árin 1992-2001. Reyndar eru vinnu- slys í byggingaiðnaði flest í Finnlandi en áhyggjur okkar eru fyrst og fremst sú þróun sem verið hefur undanfarin ár hér- lendis. Hætturnar eru margar og oft þarf lítið til svo óhapp verði. Breytingar á vinnuumhverf- inu eru örar og aðstæður mjög mismunandi, eftir byggingastigi og ekki síst spilar veðrátta stór- an þátt. Í norrænni skýrslu um slys í þessum geira er talið að stór hluti eða allt að þriðjungur verði rakinn til tímapressu og samskiptaleysis milli verktaka á sama vinnustað. Því miður er öryggi á mörgum byggingastöðum mjög ábótavant hér á landi þó það hafi batn- að síðustu ár. Ýmsir aðilar hafa unnið mikið starf til að tryggja öryggi á byggingastöðum. Má nefna Samiðn, Samtök iðnaðar- ins, Vinnueftirlitið og fleiri aðila. Hvetja verður stjórnendur verktakafyrirtækja í byggingar- iðnaði til að skoða þessi mál hjá sér. Nokkur atriði sem skoða þarf: (nánar á sjova.is) - Er hlífðarbúnaður starfs- manna til staðar, s.s. hjálmar, heyrnarskjól, skóbúnaður o.fl? - Hafa vinnupallar, öryggi þeirra og uppsetning, verið skoðaðir? - Eru umferðarleiðir um vinnu- svæði greiðar? - Eru fallvarnir s.s. grindverk o.fl. í lagi? Mörg tjón hafa orðið vegna lélegra fallvarna. - Eru geynslur rétt búnar m.t.t. umgengni, innbrotavarna o.fl? - Eru góðar hlífar á tækjabúnaði og leiðslum? - Hafa starfsmenn verið upp- lýstir um vinnureglur og for- varnir? Hverju slysi í byggingastað fylgja margskonar afleiðingar. Efst á blaði er þjáningin og afleiðingar fyrir þann einstakling sem slas- ast. En hagur fyrirtækisins er ekki síður mikill, því afleiðingar geta verið vinnutöf og kostnað- ur beinn og óbeinn sem af hlýst auk þess sem styrk öryggisstefna breytir hugarfari starfsmanna, ekki bara á vinnustað heldur líka utan við hann og það leið- ir af sér færri fjarverustundir. Forráðamenn á byggingasvæðum er því hvattir til að vera með samræmingaraðila öryggis- og heilbrigðismála, hafa öryggis- og heilbrigðisáætlun til staðar og ekki síst öryggis- og heilbrigðis- handbók sem ætíð sé aðgengileg á vinnustað. Einar Guðmundsson forvarnarfulltrúi Sjóvá Slysum í byggingariðnaði fjölgar hér á landi Átak Marka›arins og Sjóvá ÖRUGG FYRIRTÆKI Það er dáldið gaman að fylgjast með látunum hérna heima þessa dagana. FL Group er greinilega að leggja upp í sama leiðangur og Bjöggarnir um árið. Selja allt sem ekki er naglfast svo að fjár- festingaloftbelgurinn geti svifið hærra og hærra, Kynnisferðir fara sjálfsagt að seljast og maður hefur heyrt að þeir vilji fá 1,2 milljarða fyrir rúturnar. Magnús Kristins er á kafi í bílaleiknum og Engeyingar komnir með Essó. Danól er komið í söluferli og eflaust fullt af öðrum fyrirtækjum. Bankarnir fá fínar þóknanir og nýir pening- ar streyma inn á markaðinn og leita tækifæra, bæði á innlenda markaðnum og í útlöndum. Verðmiðarnir eru orðnir ansi hreint háir á þessum fyrirtækj- um. Sérstaklega þeim sem eru háð innlendri hagsveiflu. Það gengur vel þessa dagana, en ég man verri tíma. Íslendingar eru sveiflukennd þjóð og annað hvort ofurbjartsýn eða skelfilega svartsýn. Það þýðir því ekkert að mæla sig við eyðsluna í dag þegar menn eru að framreikna. Vaxtarmöguleikarnir innanlands eru takmarkaðir við þá munna og bíla sem hér er hægt að metta. Þar fyrir utan hef ég aldrei skilið þessa áráttu að kaupa fyr- irtæki dýrum dómum og dæma sig með því til margra ára þræl- kunar. Það er nefnilega hörku- vinna að halda skuldsettu fyrir- tæki gangandi. Þess vegna tylli ég mér róleg- ur á hliðina með þeim sem eru að selja og taka þóknanir af þessari nýjustu tísku sem er að kaupa fyrirtæki dýrum dómum. Ég ætla að halda áfram að teika Hannes og bankana á næstunni. Maður var rétt búinn að létta á erlendu stöðunni og fjármagna sig meira innanlands þegar krón- an féll í kjölfar skýrslu Fitch. Stundum veit maður ekki hvort maður er heppinn eða bara svona ógeðslega klár. Ég hallast að því síðarnefnda, enda þótt hitt hafi stundum áhrif. Alla vega þá býst ég við smá svartsýniskasti í bili, en svo taka allir gleði sína á ný. Þeir sem selja og taka þóknanir græða sem aldrei fyrr og ég með þeim. Svartsýniskastið verður skamm- vinnt og eins og oft áður gerir maður góð kaup þegar allir eru í fýlu. Þannig verð ég frjáls, Ekki fastur í neti skuldsettrar yfir- töku á fyrirtæki, þar sem maður þarf að velta hverri krónu og vera að eiga við misgóða starfs- menn. Oj bara. Nei, að vera klár fjárfestir er málið. Þá er maður herra sjálfs sín í tíma og rúmi. Aðallega í rúmi. Rándýr rýmingarsala �10%afsl. af kirsu-berjahúsgögnumfrá auglýstu verði. www.1928.is Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 Opnun • 10-18 mánudaga til laugardaga og 13-16 sunnudaga 94,5x61x18cm verð 16.900 Kommóða 89x42x90cm verð 39.000 Náttborð 40x38x64cm verð 15.700 Náttborð 34x30x76cm verð 15.000 Náttborð m/skúffu og blaðahillu 55x39x76cm verð 19.700 43x49x88,5cm verð 12.500 80x99x55cm verð 11.500Kollur/blómaborð 36x30x46,5cm verð 6.900 Kommóða 52,5x36x95cm verð 29.000 Glerskápur 47x5x35,5x190cm verð 29.000 Bókaskápur m/ skúffu 80x39x187cm verð 39.000 Sófaborð m/blaðahillu og skúffu 81x43x55cm verð 13.900 Hornsófaborð m/ hillu og skúffu 60x60x47cm verð 15.000 Innskotsborð 3 saman L 52x45x51cm M 39x39x47cm S 27x33,5x43cm verð 17.000 Hálfmáni m/ lyklaskúffu og hillu 83,5x35x76cm verð 15.900 Sporöskjulaga borð m/ skúffu og hillu. 54x43x70cm verð 12.900 Veggkertastjaki kr 2.500 Funkistóll verð 29.900 Nú 19.900 Skammel 5.900 LÁGT VER Ð SÍGILD OG FALLEG HÚSGÖGN ÚR GEGNHEILUM KIRSUBERJAVIÐ Sófaborð m/ hillu og skúffu 1200x600x470 cm verð 24.000 NÝTT KORTATÍMABILÚTSALAN ENN Í FULLUM GANGI 10-70%AFSLÁTTUR “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.