Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 43
1. 100 prósenta húsnæðislán – verð- tryggt lán. Sóley og Kjartan eru að koma úr framhaldsnámi erlendis frá og hyggjast kaupa sína fyrstu íbúð. Þau eiga ekkert sparifé og þurfa því að reiða sig á 100 prósenta fjár- mögnun. Sú lánstegund sem freistar þeirra er verðtryggt lán á 4,35 pró- senta vöxtum. Þau vilja að greiðsl- urnar séu þekktar og vilja ekki taka mikla áhættu með lán sín. Kaupverð fasteignar 20.000.000 krónur Lánasamsetningin verður: 1. veðréttur. 100 prósent jafnar afborganir á 4,35 prósenta vöxtum til 40 ára. Samtals 20.000.000 krónur. Greiðslubyrði á mánuði: 109.539 krónur miðað við vaxtakjör í dag og 2,5 prósenta verðbólguspá. 2. Endurfjármögnun – verðtryggt lán. Sif er einstæð með tvö börn á framfæri. Hún vill endurfjármagna langtímalán og óhagstæðar skamm- tímaskuldir með nýju húsnæðisláni á 4,35 prósenta vöxtum. Hún vill ekki taka áhættu með lán sín og velur því verðtryggt lán. Söluverðmat fasteignar 25.000.000 krónur. Lánasamsetningin verður: 1. veðrétt- ur. Verðtryggt jafngreiðslulán á 4,35 prósenta vöxtum til 40 ára. Samtals 13.000.000 krónur. Greiðslubyrði á mánuði: 57.336 krón- ur miðað við vaxtakjör í dag og 2,5 prósenta verðbólguspá. 3. Körfulán í erlendri mynt – óverð- tryggt lán. Jón er flugmaður er fær tekjur sínar að hluta til í erlendri mynt. Hann hefur góða greiðslu- getu og vill fá 3.000.000 króna lán til þess að greiða upp óhagstæð skammtímalán. Hann er tilbúinn í að taka á sig sveiflur í greiðslubyrði og jafnframt að taka nokkra áhættu. Einnig vill hann eiga þess kost að greiða lánið hraðar niður eða greiða lánið upp án kostnaðar. Hann velur því lán í erlendri myntkörfu til 25 ára. Jón er með verðtryggt hús- næðislán frá Íslandsbanka fyrir og blandar því saman verðtryggðu og óverðtryggðu láni. Söluverðmat fasteignar 35.000.000 krónur. Lánasamsetningin verður eftirfarandi: 1. veðréttur. Erlent lán á 4,05 prósenta vöxtum til 25 ára. Samtals 3.000.000 krónur. 2. veðréttur. Verðtryggt lán. Jafnar afborganir á 4,35 prósenta vöxtum til 40 ára. Samtals 7.000.000 krónur. Greiðslubyrði húsnæðislána á mánuði: 98.575 krónur miðað við vaxtakjör í dag og 2,5 prósenta verðbólguspá á verðtryggðu láni. 4. Blanda 50/50 - óverðtryggt lán. Anna og Kristján eru hjón sem vilja létta hjá sér greiðslubyrði og fá betri kjör á þau lán sem hvíla á fasteign þeirra. Þau vilja óverðtryggt lán og kjósa að blanda saman erlend- um myntum og íslenskum krónum þar sem þau vilja eiga þess kost að greiða lánið hraðar niður. Söluverðmat fasteignar 45.000.000 krónur. Lánasamsetningin verður: 1. veðréttur. Blanda 50 prósent erlendar myntir / 50 prósent íslensk króna 7,68 prósent til 40 ára. Samtals 10.000.000 krónur. Greiðslubyrði húsnæðisláns á mánuði: 84.244 krónur miðað við vaxtakjör í dag. 7 1. Ónógur undirbúningur. Það er engin afsökun að vera illa undirbúinn. Nægar upplýsingar eru fyrir hendi. 2. Að reyna að gera reyfarakaup. Fullvissaðu þig um að kostnaðarsam- ar viðgerðir séu ekki fyrirliggjandi. Gerðu þér grein fyrir að eignir sem eru orðnar 45-50 ára eða eldri eru á mörgum sviðum komnar á tíma. 3. Að velja lélega staðsetningu. Stað- setning skiptir miklu máli varðandi skóla og aðra þjónustu og fer eftir fjölskylduhögum hvers og eins. 4. Að láta lóðina ganga fyrir. Það er alveg sama hversu flott lóðin er, þú býrð innan dyra og húsnæðið þarf að henta fjölskyldu þinni. 5. Að sjá ekki hvort húnæðið hentar. Húsnæðið þarf að henta þinni fjöl- skyldu. Það þarf að skoða vel atriði eins og stærð stofu, bílskúrs og svo framvegis. 6. Að láta ekki skoða eignina. Skoð- un hjá reyndum og traustum skoð- unarmanni er nauðsynleg. Kaupandi er ábyrgur og hafa margir farið illa á því að skoða ekki nægilega vel eignina áður en hún er keypt. 7. Að kanna ekki orðspor söluaðila. Talaðu við fólk sem keypt hefur af fyrirtækinu. Þetta á bæði við um fasteignasala og byggingafyrirtæki. Ef um eign í fjölbýli er að ræða er rétt að grennslast fyrir um nágranna. 8. Óþolinmæði. Taktu þann tíma sem þú þarft því fljótfærni getur leitt til mistaka. 9. Að bíða betra verðs og lægri vaxta. Tækifærin til að ná í rétta eign eru ekki svo mörg. Það getur alveg eins verið að verðið hækki og vextir líka. 10. Að hafa ekki fyrirvara um skoð- un fagaðila í tilboði. Ef tilboði er tekið getur þú látið skoða og ert laus allra mála ef skoðunin leiðir í ljós að ástand eignar er ekki sem skyldi. Annars er tilboðið bindandi. Af vefsíðunni www.mat.is Tíu alvarlegustu mistök kaupendaÝmsir vegir færir Fjölbreytni í úrvali á húsnæðislánum hefur aldrei ver- ið meiri en í dag. Hér eru dæmi um nokkrar leiðir sem ímyndaðir einstaklingar gætu farið byggt á húsnæðis- lánakjörum Íslandsbanka: ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { húsnæði } ■■■■ www.buseti.is Skeifan 19. 108 Reykjavík • s. 520-5788 Að eiga heimili” “ 18 nýjar búsetaíbúðir í Norðlingaholti til afhendingar í nóvember. Með kaupum á búseturétti eignast þú það sem máli skiptir; heimili. Veitir rétt til vaxtabóta eða húsaleigubóta. Bjóðum einnig upp á leiguíbúðir til langtímaleigu. Vandað og gott húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.