Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 6
6 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR LANDSPÍTALI Unglæknar eru óánægðir með að eiga ekki full- trúa í svokölluðum notendahópum sem eiga að vinna tillögur að fyr- irkomulagi og skipulagi deilda á nýju hátæknisjúkrahúsi Landspít- ala. „Sem formaður Félags ungra lækna finnst mér óásættanlegt að enginn unglæknir hafi verið skip- aður í þessa notendahópa. Því er alveg horft fram hjá þeim hópi sem mun skipa kjarna þeirra lækna sem koma til með að starfa á þessum nýja spítala,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, formaður Félags ungra lækna. Hann bætir við að í ljósi þess að flestir ungir læknar séu mjög ósáttir með stöðu sína á LSH og óánægðir með margt í skipulagi vinnu og aðstöðu á LSH þá hjálpi ekki til að fá engu ráðið um hvern- ig framtíðarvinnustaður þeirra kemur til með að líta út. „Ljóst er að þekking ungra lækna á ýmsum tækniþáttum er mun meiri en sumra eldri sér- fræðinga,“ segir Bjarni Þór enn fremur. „Þar sem talað er um að byggja „hátæknisjúkrahús“ skýt- ur það skökku við að fá ekki álit „hátæknikynslóðarinnar“. Jafn- framt eykur þetta hættu á að ungir læknar sem fara út í sérnám, óánægðir með skipan mála á LSH og algjörlega óvissir með framtíð- ina, setjist að og starfi þar. Þar með værum við að glata miklum mannauð.“ - jss BJARNI ÞÓR Formaður Félags ungra lækna kveðst vona að persónulegri óvild yfir- stjórnar LSH í garð Félags ungra lækna ráði ekki ferð þarna. Eiga engan fulltrúa í notendahópum sem undirbúa hátæknisjúkrahús: Unglæknar segjast settir hjá KJÖRKASSINN Viltu láta reisa friðarsúlu Yoko Ono í Viðey? Já 52% Nei 48% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að taka upp skólagjöld í Háskóla Íslands? Segðu þína skoðun á visir.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LY F 31 59 4 0 3/ 20 06 Allar vörur í Heil og Sæl færðu hjá okkur UMFERÐARÖRYGGI Skólasystur Höllu Margrétar Ásgeirsdóttur, stúlk- unnar sem lést eftir umferðarslys á Bæjarbraut í Garðabæ 15. febrú- ar síðastliðinn, gengu á fund bæj- arstjóra Garðabæjar í gær. Stúlk- urnar kynntu hugmyndir sínar um úrbætur í umferðarmálum og sér- staklega við gangbrautina þar sem Halla Margrét varð fyrir bíl með þeim afleiðingum að hún lést. Stúlkurnar sem funduðu með bæjarstjóra voru 25 talsins og segja þær að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi tekið þeim vel. Umferðaröryggi á umræddum stað á Bæjarbraut var mest til umræðu vegna þess að áður hefur orðið banaslys á þessari gang- braut. Einnig kom fram að tvær stúlknanna í hópnum hafa þar orðið fyrir bíl og litlu mátti muna að illa færi. Um fundinn sagði Gunnar Ein- arsson bæjarstjóri að samtalið við stúlkurnar hefði verið afar ánægjulegt þó að tilefnið hefði verið sorglegt. Gunnar fór með hópnum yfir hugsanlegar aðgerð- ir til að draga úr hættu á göngu- brautum almennt og ekki síst þar sem umrætt slys átti sér stað. Gunnar og stúlkurnar ætla að hittast eftir rúmlega viku til að fara aftur yfir málið og vinnu sér- fræðinga sem kallaðir hafa verið til. - shá Skólasystur stúlku sem lést í bílslysi í Garðabæ gengu á fund bæjarstjóra: Krefjast úrbóta eftir banaslys Á FUNDI MEÐ BÆJARSTJÓRA Skólasystur Höllu Margrétar Ásgeirsdóttur sem lést eftir bílslys 15. febrúar sl vilja úrbætur i´umferðarmálum. DÓMSMÁL Harkalega var tekist á um það í héraðsdómi í gær, hverjir það voru sem báru raunverulega ábyrgð á því að Nota bene hf. greiddi ekki opinber gjöld og virð- isaukaskatt á árunum 2001 og 2002. Aðalmeðferð í máli fyrir- tækja sem tengjast Frjálsri fjöl- miðlum var fram haldið í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Halldór Jónsson, lögmaður Eyj- ólfs Sveinssonar, segir Eyjólf ekki hafa verið stjórnarformann í félaginu. „Eyjólfur var meðstjórn- andi í félagi sem hélt áfram starf- semi á grundvelli bjartsýniáætl- ana. Eyjólfur hafði ekki ástæðu til þess að ætla annað en að það yrði allt með felldu.“ Karl Sigurðsson, sem sat í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd Hans Petersen hf. sem var einn eigenda fyrirtækisins, sagðist ekki „hafa viljað hlaupa frá fyrir- tækinu þó það stæði illa,“ því það væri hans háttur að vinna vel og samviskulega að öllum þeim verk- efnum sem hann tæki að sér. Karl kom ekki að daglegum rekstri fyrirtækisins á þeim tíma sem hann var í stjórn fyrirtækis- ins. Karl og Árni Ármann Árnason, varamaður hans í stjórninni og lögmaður hjá Skeljungi, fengu Jón Steingrímsson rekstrarráðgjafa til þess að meta rekstrarstöðu Nota Bene hf. þegar illa stóð. Jón komst að þeirri niðurstöðu að áætlanir Marteins Jónassonar, sem var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og einn eigenda, hefðu verið óraunhæfar en þær gerðu ráð fyrir þó nokkrum hagnaði af rekstri fyrirtækisins, skömmu áður en það varð gjaldþrota. Jón, sem flutti vitnisburð sinn símleiðis frá Austurríki, sagði fyrir dómi í gær að eignastaða Nota Bene hf. hefði verið stórlega ofmetin og ýmis rekstrarkostnað- ur fyrirtækisins ekki tekinn með inn í áætlanir. Deilt var um það hver hefði verið stjórnarformaður Nota Bene hf. á umræddum tíma, og þar með ábyrgur fyrir daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt framkvæmda- stjóra. Karl minntist þess að Eyj- ólfur Sveinsson hefði ekki viljað taka að sér stjórnarformennsku í fyrirtækinu, en Eyjólfur, Mart- einn og Karl hafa ekki svarað því skýrt fyrir dómi hver hafi verið formaður stjórnar Nota Bene hf. á þeim tíma sem krafist var borgun- ar á viðisaukaskatti og opinberum gjöldum að hálfu tollstjórans í Reykjavík. Samkvæmt lögum er ónauðsynlegt að hafa sérstakan stjórnarformann. Valdimar Grímsson, sem ákærður er ásamt Eyjólfi fyrir brot á lögum um staðgreiðslu opin- berra gjalda þegar hann varð framkvæmdastjóri Póstflutninga ehf., segir ríkislögreglustjóra hafa farið offorsi við rannsókn á mál- inu. Valdimar, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Póstflutninga ehf. frá því í apríl 2001 til október sama ár, fékk aldrei tilkynningu um það frá sýslumanni að ekki hefðu öll gjöld verið greidd. „Mér finnst hafa verið gerð fljófærnis- leg mistök við rannsókn þessa máls. Ég sá gögn í þessu máli í fyrsta skipti þegar ég fór í skýrslu- töku hjá ríkislögreglustjóra. Hefðu gögn málsins verið skoðuð nánar, og úr þeim unnið með fag- legri hætti, hefði komið í ljós að ég starfaði að heilindum í mínu starfi.“ magnush@frettabladid.is Hart deilt um mál- efni Nota bene hf. Karl Sigurðsson, sem var stjórnarmaður í Nota bene hf., sagði áætlanir Mar- teins Jónassonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, óraunhæfar. Þeir tveir og Eyjólfur Sveinsson eru í kæru sagðir ábyrgir fyrir vanskilum fyrirtækisins. LÖGMENN ÁKÆRÐU Í DÓMSSAL Tíu lögfræðingar ákærðu hafa setið í dómssal við aðal- meðferð málsins en hér sjást sex þeirra koma sér fyrir. Alls eru tíu einstaklingar ákærðir fyrir brot á lögum um opinber gjöld, lög um virðisaukaskatt og umboðssvik.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAKAMÁL Enn hefur rannsókn lög- reglu á morðinu á Jóni Þór Ólafs- syni og Brendu Salinas Jovel ekki leitt til handtöku. Engar upplýs- ingar fást um framgang hennar. Að sögn ættingja Brendu hefur fjölskyldufyrirtæki þeirra, sem vinnur að öryggismálum, hafið eigin rannsókn á þessu sakamáli. Að sögn Lárusar Elíassonar, framkvæmdastjóra Enex, hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvenær íslensku starfsmenn- irnir tveir snúi aftur til El Salva- dor en fyrirtækið mun halda sínu striki við verkefnið þar í landi. Jón Þór Ólafsson var borinn til grafar í gær. - jse Morðin í El Salvador: Enginn hand- tekinn enn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.