Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 8
8 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR
FASTEIGNAMAT Fasteignamat ríkis-
ins hefur hlotið vottun frá Bresku
staðlastofnuninni, BSI, sam-
kvæmt BS 7799-2:2002 staðlinum
um stjórnun upplýsingaöryggis.
Undirbúningur vottunarinnar
hefur staðið í þrjú ár og hefur
IMG ráðgjöf aðstoðað Fasteigna-
matið við undirbúning og innleið-
ingu.
Haukur Ingibergsson segir að
vottun frá faggildum aðila sýni
fram á að öryggi upplýsinga hjá
Fasteignamati ríkisins sé sett á
sama stall og öryggi upplýsinga
hjá fjármálastofnunum og öðrum
fyrirtækjum sem geri miklar
kröfur til öryggis upplýsinga.
„Vottunin sýnir fasteignaeig-
endum, yfirvöldum og hagsmuna-
aðilum að meðferð og varsla upp-
lýsinga um fasteignir og þinglýst
eignaréttindi er tryggð eins og
best verður á kosið,“ segir hann.
Fasteignamat ríkisins er eina
opinbera stofnunin hér á landi
sem hlotið hefur vottun sam-
kvæmt BS 7799-2:2002 staðlinum
en fimm íslensk fyrirtæki hafa
hlotið þessa vottun. - jss
VOTTUN Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, tekur á móti staðfestingar-
skjali um vottunina frá Árna H. Kristinssyni framkvæmdastjóra BSI á Íslandi. Á myndinni
eru einnig Jónas Sturla Sverrisson frá IMG ráðgjöf, Sólveig J. Guðmundsdóttir gæðastjóri,
Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri og Sigurjón Friðjónsson forstöðumaður tölvudeildar
Fasteignamats ríkisins.
Undirbúningsvinna í þrjú ár skilar árangri:
Fasteignamatið fær
alþjóðlega vottun
SVÍÞJÓÐ 20 ár voru í gær liðin frá
morðinu á Olof Palme, fyrrver-
andi forsætisráðherra Svíþjóðar,
og minntust
Svíar þess með
margvíslegum
hætti og fjöl-
miðlar voru
sneisafullir af
nýjum upp-
ljóstrunum um
morðið, meðal
annars birtist
grein um að
Christer Pett-
ersson hefði
myrt Palme.
Palme er
þjóðhetja og átrúnaðargoð í
augum margra Svía. Þannig prýð-
ir andlit hans stuttermaboli og
lampa og hann hefur orðið inn-
blástur að ljóðum, tónlist, kvik-
myndum og bókmenntum. „Hug-
rekki hans og alþjóðleg barátta er
fólki enn innblástur,“ sagði Zany-
ar Adami, ritstjóri í Svíþjóð.
- ghs
20 ár frá Palme-morðinu:
Palme orðinn
átrúnaðargoð
OLOF PALME Dáður
áratugum eftir dauða
sinn.
VEISTU SVARIÐ
1Hvar er Byggðastofnun staðsett?
2 Hvað heitir höfundur bókarinnar Da Vinci lykillinn?
3 Hver er þjálfari íslenska karla-landsliðsins í knattspyrnu?
SVÖR Á BLS. 38
KJARNORKUMÁL, AP Íranar munu
halda áfram að auðga úran jafnvel
þó þeir hefji samvinnu við Rússa
um hið sama. Manouchehr Mottaki,
utanríkisráðherra Írans, lýsti
þessu yfir í samtali við japönsku
fréttastofuna Kyodo í gær. Yfir-
lýsingin vakti ugg í brjóstum
margra, enda verða kjarnorkumál
Írana sífellt flóknari og heldur
Íransstjórn áfram að hunsa fyrir-
spurnir alþjóðlegra eftirlits-
manna.
Í byrjun febrúar samþykkti
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin,
IAEA, að vísa umfjöllun um kjarn-
orkuáætlun Írans til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna vegna ótta
við að Íranar ætli sér að framleiða
kjarnorkuvopn, en gáfu þeim frest
fram í mars til að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Öryggisráðið getur
ákvarðað refsiaðgerðir og við-
skiptaþvinganir gagnvart landinu.
Íranar hafa staðfastlega haldið
því fram að þeir ætli kjarnorkuna
eingöngu til raforkuframleiðslu
og í kjölfar ákvörðunar IAEA skip-
aði Mahmoud Ahmadinejad, for-
seti Írans, kjarnorkustofnun
landsins að hefja aftur auðgun
úrans, en fyrr í vetur setti Írans-
stjórn ný lög sem fyrirskipa bæði
þá vinnslu sem og samvinnuslit
við eftirlit SÞ með kjarnorku-
stöðvum landsins, komi til kasta
Öryggisráðsins.
Þó var vonast til þess að sam-
vinna milli Írans og Rússa um
auðgun úrans myndi auðvelda
alþjóðaeftirlit með kjarnorku-
áætlun Írana og gæti afstýrt
afskiptum Öryggisráðsins. Und-
anfarið hafa þjóðirnar tvær fund-
að um þau mál, en skiptar skoðan-
ir eru um árangurinn. Írönsk
yfirvöld hafa sagt fundina bera
góðan árangur, en á mánudag lýstu
Rússar því yfir að áður en til nokk-
urrar samvinnu kæmi, yrðu Íran-
ar að stöðva auðgun úrans á heima-
velli. Hingað til hafa Íranar neitað
því og staðfesta fréttirnar frá
Japan þá stefnu þeirra.
Í gær tilkynnti utanríkisráðu-
neyti Rússlands að viðræður Írana
og Rússa myndu halda áfram í
Moskvu í dag, og gert er ráð fyrir
því að þeir haldi áfram í næstu
viku.
Starfsmenn IAEA tilkynntu á
mánudag að þeir telji lítinn sam-
starfsvilja Íransstjórnar benda
ískyggilega til þess að tilgangur
þeirra sé ekki með öllu friðsam-
legur. Á mánudag skilar IAEA
skýrslu um kjarnorkuáætlun
Írana og verður þá ákvörðun tekin
um afskipti Öryggisráðsins af
Íran. smk@frettabladid.is
AÐ STÖRFUM Rússneskur kjarnorkusérfræðingur vinnur í Bushehr-kjarnorkuverinu í Íran á
sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Íranar segjast ekki ætla
að hætta auðgun úrans
Íranar halda því staðfastlega fram að þeir muni halda áfram auðgun úrans, þó að Rússar hafi neitað sam-
vinnu við þá nema þeir hætti þeirri vinnslu á heimavelli. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur boðað
fund um mál Írana á mánudag þar sem ákvörðun um afskipti Öryggisráðsins verður tekin.
Endur og kráka rannsakaðar
Óttast er að fuglaflensan hafi borist
til Finnlands. Verið er að rannsaka 23
dauðar endur og dauða kráku sem
fundust í Kotka í Suður-Finnlandi með
tilliti til H5N1 vírussins. Sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar búa sig undir að
fuglaflensa geti breiðst út.
FINNLAND
ÓSLÓ, AP Norski olíusjóðurinn
skilaði 11,1 prósents hagnaði af
fjárfestingum sínum á árinu
2005.
Heildareignir sjóðsins eru þar
með komnar í 1.400 milljarða
norskra króna, að því er norski
seðlabankinn greindi frá í gær.
Sú upphæð samsvarar tæplega
14.000 milljörðum íslenskra
króna á núverandi gengi.
„Hin góða ávöxtun er aðallega
rakin til hækkunar á gengi hluta-
bréfa,“ segir í tilkynningu frá
bankanum.
Noregur er þriðji stærsti olíu-
útflytjandi heims á eftir Sádi-
Arabíu og Rússlandi. ■
Norski olíusjóðurinn:
Kominn í
14.000 milljarða
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Aðalfundur
Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis 2006
Komin er fram ósk um hlutfallskosningu til stjórnarkjörs
á aðalfundinum. Framboðslistum skal skilað til stjórnar
fyrir kl. 17.00 föstudaginn 3. mars á skrifstofu
sparisjóðsins, Ármúla 13a. Framboðslistum skulu fylgja
meðmæli fimm stofnfjáreigenda og samþykki
frambjóðenda.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á
fundarstað í fundarbyrjun.
Reykjavík 1. mars 2006
Sparisjóðsstjórnin.
Aðalfundur Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis
verður haldinn á Nordica-hóteli
við Suðurlandsbraut
í Reykjavík, mánudaginn
6. mars 2006 og hefst hann
kl. 16.30.
DÓMSMÁL Stefnur olíufélaganna
þriggja Olís, Essó og Skeljungs
gegn Samkeppniseftirlitinu og
íslenska ríkinu frá því í júlílok í
fyrra hafa verið sameinaðar í
eina fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Olíufélögin vilja að úrskurður
samkeppnisyfirvalda sem liggur
fyrir áfrýjunarnefnd verði felld-
ur úr gildi vegna formgalla á
rannsókn þeirra. Þau gera vara-
kröfu um að sektin verði felld
niður, því brotin hafi verið fyrnd.
Verði ekki fallist á þau sjónarmið
í héraði gera þau þrautakröfu um
að 1,5 milljarða sektin verði lækk-
uð þar sem félögin þrjú hafi ekki
haft eins mikinn ávinning af sam-
ráðinu og samkeppnisyfirvöld
hafa reiknað út.
Gísli Baldur Garðarsson, lög-
maður Olís, segir samkeppnisyf-
irvöld haf rekið málið sem eitt á
hendur félögunum og því ákveðið
að þau gerðu slíkt hið sama: „Allt
annað yrði margföldun á því verki
sem þarf að vinna.“ Hann vildi
ekki tjá sig frekar um málið.
Heimir Örn Herbertsson, lög-
maður Samkeppniseftirlitsins og
íslenska ríkisins, segir næstu
skref málsins að sérfræðingar
sem olíufélögin réðu skili niður-
stöðum sínum um ávinning félag-
anna af samráðinu. „Ekki er hægt
að taka ákvörðun um hvernig
málin þróast fyrr en mat sérfræð-
inganna liggur fyrir.“ - gag
OLÍUFÉLÖGIN SNÚA VÖRN Í SÓKN Heimir
Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppn-
iseftirlitsins, horfir hér á þrjá af fimm
lögmönnum olíufélaganna sem mættu fyrir
héraðsdóm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Beðið mats sérfræðinga á tjóni af olíusamráði Essó, Olís og Skeljungs:
Stefnurnar sameinaðar í eina