Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 10
1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR
PAKISTAN, AP Um 5.000 börn fylktu
liði um götur Karachi, stærstu
borgar Pakistans, í gær og
hrópuðu „Hengjum þá sem móð-
guðu spámanninn“. Börnin, á
aldrinum sex til tólf ára, brenndu
líkneski af danska forsætisráð-
herranum Anders Fogh Rasmuss-
en og líkkistur með þjóðfánum
Danmerkur, Bandaríkjanna og
Ísraels. Óeirðalögregla stóð
álengdar á meðan á þessu gekk.
Uppákoman var skipulögð af
Jamaat-el-Islami, stærstu samtök-
um heittrúaðra múslima í landinu.
Börnin voru mörg í skólabúning-
um, enda gefið frí úr skóla til að
taka þátt. Sum voru með ennisband
með áletruninni „Guð er mikill“.
Jamaat-el-Islami er hluti af
fylkingu sex heittrúarflokka
sem hafa róað í múslimum út um
allt Pakistan að taka þátt í fjölda-
mótmælum vegna Múhameðs-
teikninganna, þvert á bann við
slíkum mótmælafundum sem
sett hefur verið í nokkrum borg-
um. Á undanförnum vikum eru
mörg dæmi þess að slík mót-
mæli hafi breyst í hamslaus
skrílslæti gegn öllu sem minnti
á Vesturlönd.
Liaqat Baluch, liðsmaður
Jamaat-el-Islami og þingmaður í
stjórnarandstöðu, ítrekaði að
Danir yrðu að biðjast afsökunar;
þeir hefðu „enn ekki gengist við
misgjörðum sínum“. - aa
BÖRNIN MÓTMÆLA Frá göngu skólabarnanna í Karachi í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Börn í Pakistan mótmæla Múhameðsteikningum:
Vilja dauðadóm
yfir teiknurunum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
5
9
NISSAN MICRA
ÖLLU MICRA
VERÐUR
ÞAÐ EKKI!
Verð frá 1.360.000 kr.
6 diska geislaspilari, lyklalaus,
sjálfvirkar rúðuþurrkur.
MICRA er betra!
Nissan Micra
ÞÚ
BO
RGAR AÐEINS*
ÞÚSUND Á MÁN
UÐ
I!
17
*Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
9
6
*Mánaðarleg greiðsla 16.367 kr. miðað við
20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði
KAUPMANNAHÖFN, AP Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, fagnaði í gær yfirlýs-
ingu sem utanríkisráðherrar Evr-
ópusambandsins samþykktu um
Múhameðsteikningamálið í fyrra-
dag. Sagði hann ESB-yfirlýsing-
una fyllilega í takt við afstöðu
dönsku ríkisstjórnarinnar.
Í yfirlýsingu ESB-ráðherranna
segir að Múhameðsteikningarnar
séu „álitnar móðgandi“ af mús-
limum víða um heim, en þar segir
jafnframt að tjáningarfrelsið sé
„grundvallarréttur og nauðsyn-
legur hluti lýðræðislegrar
umræðu“. ■
Múhameðsteikningamálið:
Utanríkisráðherrar
ESB verja birtingu
SÁTTIR VIÐ ESB Per Stig Möller utanríkisráð-
herra og Anders Fogh Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, ræða við fjölmiðla
um Múhameðsteikningamálið.
NORDICPHOTOS/AFP
STÓRIÐJA Hreppsnefnd Tjörnes-
hrepps er andsnúin álversfram-
kvæmdum á Bakka við Húsavík
þar sem slík starfsemi myndi
binda endi á fasta búsetu tíu ein-
staklinga á Héðinshöfða. „Vilji
ábúendur á Héðinshöfða ekki láta
af fastri búsetu þá mun hrepps-
nefndin verja ákvörðun þeirra,“
segir Jón Heiðar Steinþórsson,
oddviti Tjörneshrepps.
Alcoa tilkynnir í dag hvort
félagið hyggist reisa álver á Norð-
urlandi en verði Bakki fyrir val-
inu áskilur hreppsnefnd Tjörnes-
hrepps sér allan rétt til
athugasemda og aðgerða á síðari
stigum.
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir Húsavíkurbæ hafa
skipulagsvald á Bakka og því sé
staða þeirra sterk. Athugasemdir
Tjörnesinga verði hins vegar
vegnar og metnar. Reinhard Reyn-
isson, bæjarstjóri á Húsavík, seg-
ist virða athugasemdir Tjörnes-
inga en segir það myndi koma sér
verulega á óvart ef eitt sveitarfé-
lag geti stöðvað framkvæmdir í
öðru sveitarfélagi. - kk
Hreppsnefnd Tjörneshrepps andæfir álvershugmyndum:
Vilja ekki álver á
Bakka við Húsavík