Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 10
 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR PAKISTAN, AP Um 5.000 börn fylktu liði um götur Karachi, stærstu borgar Pakistans, í gær og hrópuðu „Hengjum þá sem móð- guðu spámanninn“. Börnin, á aldrinum sex til tólf ára, brenndu líkneski af danska forsætisráð- herranum Anders Fogh Rasmuss- en og líkkistur með þjóðfánum Danmerkur, Bandaríkjanna og Ísraels. Óeirðalögregla stóð álengdar á meðan á þessu gekk. Uppákoman var skipulögð af Jamaat-el-Islami, stærstu samtök- um heittrúaðra múslima í landinu. Börnin voru mörg í skólabúning- um, enda gefið frí úr skóla til að taka þátt. Sum voru með ennisband með áletruninni „Guð er mikill“. Jamaat-el-Islami er hluti af fylkingu sex heittrúarflokka sem hafa róað í múslimum út um allt Pakistan að taka þátt í fjölda- mótmælum vegna Múhameðs- teikninganna, þvert á bann við slíkum mótmælafundum sem sett hefur verið í nokkrum borg- um. Á undanförnum vikum eru mörg dæmi þess að slík mót- mæli hafi breyst í hamslaus skrílslæti gegn öllu sem minnti á Vesturlönd. Liaqat Baluch, liðsmaður Jamaat-el-Islami og þingmaður í stjórnarandstöðu, ítrekaði að Danir yrðu að biðjast afsökunar; þeir hefðu „enn ekki gengist við misgjörðum sínum“. - aa BÖRNIN MÓTMÆLA Frá göngu skólabarnanna í Karachi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Börn í Pakistan mótmæla Múhameðsteikningum: Vilja dauðadóm yfir teiknurunum E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9 NISSAN MICRA ÖLLU MICRA VERÐUR ÞAÐ EKKI! Verð frá 1.360.000 kr. 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur. MICRA er betra! Nissan Micra ÞÚ BO RGAR AÐEINS* ÞÚSUND Á MÁN UÐ I! 17 *Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 9 6 *Mánaðarleg greiðsla 16.367 kr. miðað við 20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði KAUPMANNAHÖFN, AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fagnaði í gær yfirlýs- ingu sem utanríkisráðherrar Evr- ópusambandsins samþykktu um Múhameðsteikningamálið í fyrra- dag. Sagði hann ESB-yfirlýsing- una fyllilega í takt við afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar. Í yfirlýsingu ESB-ráðherranna segir að Múhameðsteikningarnar séu „álitnar móðgandi“ af mús- limum víða um heim, en þar segir jafnframt að tjáningarfrelsið sé „grundvallarréttur og nauðsyn- legur hluti lýðræðislegrar umræðu“. ■ Múhameðsteikningamálið: Utanríkisráðherrar ESB verja birtingu SÁTTIR VIÐ ESB Per Stig Möller utanríkisráð- herra og Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, ræða við fjölmiðla um Múhameðsteikningamálið. NORDICPHOTOS/AFP STÓRIÐJA Hreppsnefnd Tjörnes- hrepps er andsnúin álversfram- kvæmdum á Bakka við Húsavík þar sem slík starfsemi myndi binda endi á fasta búsetu tíu ein- staklinga á Héðinshöfða. „Vilji ábúendur á Héðinshöfða ekki láta af fastri búsetu þá mun hrepps- nefndin verja ákvörðun þeirra,“ segir Jón Heiðar Steinþórsson, oddviti Tjörneshrepps. Alcoa tilkynnir í dag hvort félagið hyggist reisa álver á Norð- urlandi en verði Bakki fyrir val- inu áskilur hreppsnefnd Tjörnes- hrepps sér allan rétt til athugasemda og aðgerða á síðari stigum. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir Húsavíkurbæ hafa skipulagsvald á Bakka og því sé staða þeirra sterk. Athugasemdir Tjörnesinga verði hins vegar vegnar og metnar. Reinhard Reyn- isson, bæjarstjóri á Húsavík, seg- ist virða athugasemdir Tjörnes- inga en segir það myndi koma sér verulega á óvart ef eitt sveitarfé- lag geti stöðvað framkvæmdir í öðru sveitarfélagi. - kk Hreppsnefnd Tjörneshrepps andæfir álvershugmyndum: Vilja ekki álver á Bakka við Húsavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.