Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 16
1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
> Heildarþykkt ósonlagsins yfir Reykjavík í febrúar
Í dobsoneiningum. Ein dobsoneining er 0,001cm ósons, miðað við
loftkennt ástand, einnar loftþyngdarþrýsting og 0 ºC hita.
Svona erum við
SMITLEIÐIR VEIRUNNAR Fuglaflensu-
veiran lifir í görnum andfugla, þaðan
sem hún getur borist í hænsn og úr
hænsnunum í fólk og aðrar skepnur
sem komast í snertingu við sýkta fugla.
Stökkbreytist hún, eins og heilbrigð-
isyfirvöld telja líklegt, getur hún tekið
að berast frá manni til manns líkt og
spænska veikin gerði árið 1918. Enn
sem komið er verður fólk að hafa
komist í snertingu við dauða fugla til að
smitast.
36
6
33
3
27
8
2005
2000
1991
D
ob
so
ne
in
in
ga
r
35
9
1995
Heimild: Hagstofa Íslands
Starfshópur Landbúnaðar-
stofnunar um viðbrögð við
fuglaflensu ákvað að hækka
ekki áhættumat, þótt grun-
ur leiki á að tvær skúfendur
hafi drepist úr veikinni í
Svíþjóð. Veiran hefur enn
ekki greinst í sýnum í Bret-
landi. Sóttvarnarlæknir
segir Landlæknisembættið
ekki grípa til sérstakra
viðbragða.
Áhættumati vegna fuglaflensu
verður ekki breytt, þrátt fyrir
grun um að tveir fuglar hafi
drepist af hennar völdum í Sví-
þjóð. Fuglaflensa af H5 stofnin-
um fannst í tveimur skúföndum
við Oskarhamn í Svíþjóð í gær.
Sýni úr fuglunum hafa verið
send til rannsóknarstofu á Eng-
landi og er búist við endanlegri
niðurstöðu um hvort þær hafi
verið smitaðar af H5N1 stofnin-
um í næstu viku.
Að breyta ekki áhættumatinu
var niðurstaða starfshóps Land-
búnaðarstofnunar um viðbrögð
við fuglaflensu, að sögn Jerle
Reiersen dýralæknis alifugla-
sjúkdóma. Hann sat fund með
fuglafræðingum Náttúrufræði -
stofn unar áður en ákvörðunin
var tekin, í ljósi síðustu viðburða
í gær.
„Skúfendur, eins og þær sem
fundust dauðar, halda til í suð-
austurhluta Svíþjóðar. Þær eru
ekki líklegar til að koma hingað
til lands. Því sjáum við ekki
ástæðu til þess að færa okkur
upp í áhættustig II enn sem
komið er,“ segir Jarle. „Ef þetta
hefði komið upp vestar í Skandin-
víu, til dæmis í vesturhluta Nor-
egs þá hefði málið horft allt öðru-
vísi við. Þá skiptir máli við gerð
áhættumats hvaða fuglategundir
er um að ræða. Matið sem við
gerðum var meðal annars byggt
á að um skúfendur væri að
ræða.“
Engin flensa í Bretlandi
Jarle kveðst hafa verið í sam-
bandi við Bretland í gærmorgun
og þeir hafi tekið mikið af sýnum
á undanförnum vikum og mánuð-
um. Ekki eitt einasta sýni hefði
greinst með flensuveiruna H5N1.
Bretar hafi ekki hækkað viðbún-
aðarstig sitt.
„Við erum búnir að senda út
tilmæli um það sem fólk þurfi að
huga að. Þegar við færum okkur
upp á áhættustig II þá verða til-
mælin að tilskipun í reglugerðar-
formi þar sem þess er krafist að
allir alifuglar verði haldnir innan
dyra.“
Spurður um hvort það dugi
með tilliti til þess að alifuglar
hafi smitast í Frakklandi, þrátt
fyrir tilskipun þess efnis að halda
þeim inni, segir Jarle að það taki
ákveðinn tíma fyrir fólk að koma
fuglunum inn. Svo séu alltaf ein-
hverjir sem framfylgi ekki regl-
um, sama hvernig sem þær séu
útbúnar.
Á fundi dýralækna frá 50 lönd-
um sem funduðu í París í gær
kom fram að ekkert land getur
talið sig öruggt gegn fuglaflensu.
Jafnframt telja dýralæknarnir
að flensan muni halda áfram að
dreifast meðal villtra fugla og
alifugla.
Heldur sínu striki
Ekki er um sérstök viðbrögð að
ræða að hálfu Landlæknisemb-
ættisins þótt grunur leiki á að
fuglaflensan hafi stungið sér
niður í Svíþjóð, að sögn Haraldar
Briem sóttvarnarlæknis.
„Við lítum á þetta sem sjúk-
dóm í dýrum, sem í algjörum und-
antekningum getur sýkt menn“
segir Haraldur. „Til þess hefur
þurft náin samskipti við alifugla.
Við höfum engin dæmi þess að
fólk hafi smitast af villtum fugl-
um. Almenningi stafar ekki nein
hætta af þessu hvort sem það er í
Svíþjóð eða Tyrklandi. Okkar
almennu ráðleggingar til ferða-
manna ganga ekki út á að þeir
geti ekki ferðast til landa þar sem
flensan er í gangi. Okkar ráðlegg-
ingar eru þær að ferðafólk sé
helst ekki innan um fugla, forðist
fugladrit og svo framvegis. Þetta
myndi gilda hér á landi ef flensan
bærist hingað.“
Haraldur bendir á að þeir sem
starfi við kjúklingarækt í löndum
þar sem flensan hefur látið á sér
kræla hafi ekki smitast, heldur
börn og ungt fólk sem hefði verið
að handfjatla fiðurfénað sem
gengi út og inn í híbýli eða væri
haldið í bakgörðum.
„Þetta berst því ekki auðveld-
lega frá fugli til manns og alls
ekki frá manni til manns.“
H5N1 veirustofninn fannst í
dauðum ketti á á Rügen eyju í
Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn
sem flensan finnst þar í landi í
öðru dýri en fuglum. Á eyjunni
hafa um 100 fuglshræ fundist
sýkt af veirunni. Eins fannst
H5N1 veiruafbrigðið í Bæjara-
landi í Þýskalandi, og verið var að
kanna hvort H5 veira sem fannst
í alifuglum í Rúmeníu væri af
H5N1 afbrigðinu.
Enn er verið að leita fugla-
flensu í Finnlandi, en engar nið-
urstöður höfðu borist í gær.
Yfir 90 manns hafa farist úr
fuglaflensu síðan árið 2003 sam-
kvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, og óttast yfirvöld
að veiran geti stökkbreyst svo
hún smitist á milli manna og geti
þá valdið heimsfaraldri. Enn sem
komið er virðist fólk þurfa að
handfjatla sýkta fugla til að
smitast.
Áhættumat verður ekki hækkað
FRÉTTASKÝRING
JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR
jss@frettabladid.is
Áhættustig I:
• Lítil hætta á að fuglaflensa berist til
landsins.
• Fuglaflensa (H5N1) hefur ekki greinst á
Bretlandseyjum eða í öðrum
nágrannaríkjum.
Viðbrögð
Tryggja að alifuglar hafi ekki aðgang að
yfirborðsvatni.
Ekki fóðra alifugla utandyra.
Tryggja að ekkert í umhverfi alifuglabúa
laði að villta fugla.
Skerpa umgengnisreglur.
Tryggja góðar meindýravarnir. Mikil hætta
á að fuglaflensa berist til landsins.
Áhættustig II
• Fuglaflensa (H5N1) greinist á Bretlands-
eyjum eða í öðrum nágrannaríkjum.
• Fuglaflensa greinist í villtum fuglum hér
á landi.
Viðbrögð
Til að forða því að smit berist inn á ali-
fuglabú er lagt til að:
Hýsa alla alifugla.
Tryggja að fuglar sleppi ekki út úr
húsum.
Tryggja að ekkert í umhverfi alifuglabúa
laði að villta fugla.
Setja hatta á allar loftræstitúður.
Setja fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op
og glugga.
Öllum óviðkomandi verði bannaður
aðgangur.
Aðeins einn inngangur með fordyri verði
í hverju eldishúsi.
Hlífðarföt verði notuð fyrir nauðsynlega
gesti.
Þvottur og sótthreinsun handa verði í
fordyri.
Sótthreinsimottur eða -bakkar verði við
inngang í fordyri.
Rjúfa smitleiðir á milli dýrategunda.
Tryggja góðar meindýravarnir.
Tryggja góðar smitvarnir við vatnsból.
Almennum hreinlætisreglum verði fram-
fylgt.
Tvö stig áhættumats
FRÉTTASKÝRING
SIGRÚN MARÍA KRISTINSD.
smk@frettabladid.is
Þótt heilir tveir áratugir séu liðnir frá því Olof Palme, þáverandi forsæt-
isráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana á götu í Stokkhólmi er þetta
umtalaðasta allra norrænna morðmála enn óupplýst. Alls kyns samsæris-
kenningar lifa því góðu lífi og setja mark sitt á alla opinbera umræðu og
stjórnmál í Svíþjóð.
Hvað gerðist?
Síðla kvölds þann 28. febrúar 1986 fóru Palme-hjónin í bíó í miðborg
Stokkhólms. Er þau komu út úr bíóinu vatt sér að þeim maður sem því
næst skaut Palme í bakið og hleypti af öðru skoti að eiginkonu hans,
Lisbet, en lét sig svo hverfa út í nóttina. Vitað er að hann hljóp inn í
húsasund þar hjá en þar sleppir líka sporinu. Lögregla leitar enn morð-
ingjans, morðvopnsins og ástæðunnar fyrir morðinu. Verðlaunafé upp á
andvirði rúmlega 400 milljóna króna er enn í boði fyrir þann sem veitt
getur upplýsingar sem leitt geti til lausnar málsins.
Hver er staða rannsóknarinnar?
Vitað er að Palme var skotinn með stórri skammbyssu, með hlaupvídd-
inni .357 magnum, sem er sjaldgæft vopn í Svíþjóð. Þó hefur morðvopn-
ið aldrei fundist. Í sjónvarpsþætti
um Palme-málið sem sýndur var á
sænsku ríkissjónvarpsstöðinni SVT2
á sunnudag kemur fram að byssa
af þessu tagi hafi verið gerð upp-
tæk af lögreglu í íbúð fíkniefnasala
skammt frá morðstaðnum, en þeir
sem rannsökuðu Palme-morðið
hefðu aldrei frétt af þessari byssu.
Henni var eytt. Í þættinum er sú kenning rakin að Christer Pettersson,
eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið en var sýknaður í
hæstarétti vegna skorts á sönnunargögnum, hafi í reynd skotið Palme, en
hann hafi farið mannavillt.
Er enn unnið að rannsókninni?
Yfir 500.000 skjöl tengd rannsókninni fylla heilu skjalageymslurnar í
höfuðstöðvum sænsku lögreglunnar í Stokkhólmi. Unnið hefur verið úr
yfir 20.000 ábendingum sem lögreglunni hafa borist vegna málsins. Enn
eru fjórtán lögreglumenn að vinna að málinu, ekki þó í fullu starfi.
FBL-GREINING: RANNSÓKNIN Á PALME-MORÐINU
Böndin beinast enn að Pettersson
Laminn
ítrekað
með felgulykli
í hefndarskyni
MÁL FREYGARÐS JÓHANNSSONAR
TEKIÐ FYRIR Í HÉRAÐSDÓMI
„DJÖFULL Í MANNSMYND,“
SEGIR FYRRVERANDI
FÓSTURDÓTTIR
2x15 28.2.2006 21:15 Page 1