Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 21

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Kristján Rúnarsson er að læra hótelstjórnun í Neuchatel í Sviss en er heima á Íslandi núna þar sem hann er í starfsnámi á þessari önn. Hótelstjórnun er þriggja ára nám til B.A. prófs og annirnar skiptast í bóklegt nám og starfsnám. „Þessa önn erum við í starfs- námi en svo fer ég aftur í skólann í haust,“ segir Kristján. Kristján segist hafa stefnt á þetta nám lengi. „Ég er búinn að vera í þessum bransa síðastliðin tíu ár. Ég hef unnið sem þjónn og í gestamóttökum á hótelum og þess háttar. Ég hef alltaf haft áhuga á því að læra þetta og ákvað bara að drífa mig.“ Kristján segir að ekki sé boðið upp á sambærilegt nám hérna heima og því hafi hann ákveðið að fara til Sviss. „Sviss er þekkt fyrir góða hótelskóla og flestir hérna heima sem vilja læra þetta virðast skoða Sviss. Stúdentaferðir er umboðsaðilinn fyrir þennan skóla og fleiri skóla þarna úti og starfsfólkið þar benti mér á skólann.“ Kristján er mjög ánægður í skólanum. „Það sem er langskemmtilegast er hvað maður hittir mikið af ólíku fólki frá ýmsum þjóðlöndum. Það er fólk í skólanum frá þrjá- tíu og fjórum þjóðlöndum og ég á orðið vini úti um allan heim.“ Kristján segir að krakkarnir sem eru með honum í skólanum séu núna í starfs- námi í ýmsum löndum. „Það er ein íslensk vinkona mín núna í Taílandi og svo er einn íslenskur strákur í Frakklandi og annar í London. Ég fór sjálfur til Taílands í starfs- nám en aðstaðan sem var boðið upp á þar var ekki ásættanleg svo ég ákvað að koma heim.“ Kristján segir að það sé venjulega ekki erfitt að komast í starfsnám á hótelum. „Flestir hótelstjórar hafa staðið í okkar sporum og skilja mikilvægi starfsnámsins og oft er nemendunum boðið starf að námi loknu í kjölfar þess.“ emilia@frettabladid.is Á orðið fjölda vina úti um allan heim Kristján Rúnarsson lærir hótelstjórnun í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagur 1. mars, 60. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.36 13.40 18.46 Akureyri 8.25 13.25 18.26 Utsala´ Neonlljós, sportstýri, græjur, bílhátalarar, bassabox o. fl. Neonljós, Xenon perur,gírhnúar ofl. Bíltæki, bassabox ofl. Sportstýri, petalar, felgur ofl. Full búð af aukahlutum allt á útsölu Opið virka daga 8-18 30% 40% 20% AGMótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is ´ MENTOR-VERKEFNIÐ Katrín Dagmar Jónsdóttir og Elínborg Lorens eru þátttakendur í Mentor- verkefninu Vináttu. Þær hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur í vetur og Fréttablaðið fylgist með því af áhuga. NÁM 6 LISTAVEFUR FYRIR BÖRN Börn hafa mörg gaman að því að lita og mála. Listavefurinn er sniðug síða fyrir þau. BÖRN 5 Alþjóðlega bílasýningin í Genf hefst á morgun. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og skoða myndir á heimasíðu sýn- ingarinnar, www.salon-auto.ch. Flugferðir á sérstöku tilboði má nú fá hjá Iceland Express í tilefni af afmæli flugfélagsins. Um er að ræða nokkrar vel valdar ferðir og eins og áður gildir fyrstir koma, fyrstir fá. Krakkar á öllum aldri hljóta að fagna deginum í dag, sjálfum öskudeginum. Þeir mega þó ekki gleyma að borða yfir sig af nammi og muna að bursta vel tennurnar í lok dagsins. Doktorsvörn Hákons Hrafns Sigurðssonar í lyfjafræði verður klukkan 13 í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Doktorsritgerð Hákons nefnist Lyfjagjöf í auga og slímhimnuvið- loðandi fjölliður. ALLT HITT [FERÐIR, BÖRN, BÍLAR OG NÁM]

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.