Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 22
[ ] Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Sjúkrabílar þurfa að komast greiðlega um göturnar þegar slys ber að höndum. Það er mikilvægt að ökumenn annarra bifreiða séu meðvitaðir um það og hleypi þeim framhjá. Margir kvíða því að fara með bílinn í skoðun. Það virðist alltaf vera eitthvað að. Bilað ljós, lélegar bremsur eða dautt slag í stýrinu. En hverjar eru algengustu bilanirnar sem hindra að bílar standist skoð- un og hvað geta bílaeigendur gert til að tryggja sér nýjan miða á bílinn? Jón Hjalti Ásmundsson er tækni- stjóri ökutækjasviðs hjá Frum- herja bifreiðaskoðun. Hann segir að það sé algengt vandamál að ljósabúnaður sé ekki í lagi. „Algeng- asta athugasemdin sem fólk fær frá okkur er bilun í númeraljósi. Þar á eftir fylgja stöðuljós, helst afturljós, bremsuljós og jafnvel þokuljós,“ segir Jón. Þegar um smávægileg vanda- mál er að ræða fær ökutæki fyrstu dæmingu. Þá þarf ekki að koma aftur í skoðun heldur að laga vanda- málið. Þetta á oft við um ljósa- vandamál. Það er tiltölulega auð- velt að skipta um ónýta peru. Þær fást á flestum bensínstöðvum og starfsfólk þar er yfirleitt liðlegt og tilbúið að hjálpa ökumönnum með peruskiptingar. Sjötta algengasta skoðunarat- hugasemdin snýr að dekkjabúnaði. Það segir sig sjálft að gatslitin og glerhál dekk standast aldrei skoð- un og því þarf að sjá til þess að dekkin séu í lagi. Einnig er algengt að pústkerfi standist ekki kröfur en ökumenn ættu ekki að vera í vandræðum með að meta ástand dekkja og pústkerfis og sjá hvort lagfæringa sé þörf. „Svo eru algeng vandamál sem fólk er að fá aðra dæmingu á og endurkomu,“ segir Jón. „Þetta eru vandamál við t.d. stýrisbúnað, spindilkúlur og bremsubúnað.“ Það eru fáir sem ráða við að gera við þessa hluti heima við og því mælir Jón með að fólk leiti sér aðstoðar fagmanna í þessum tilvikum. Fyrir nokkrum árum tíðkaðist það að fara með ökutæki í skoðun hjá bílaumboðunum áður en opin- ber skoðun fór fram. Jón segir hins vegar að þessi siður sé á undan- haldi. „Fólk vill heldur koma og láta skoða bílinn og fá nákvæmar upplýsingar um það sem þarf að laga. Það getur verið pirrandi að fá athugasemd á smáatriði sem bíla- umboðinu yfirsást,“ segir Jón Það er sjaldgæft að ökutæki fái á sig þriðju dæmingu sem sjálf- krafa hefur í för með sér aksturs- bann. Þó eru alltaf einhverjir sem freista gæfunnar í bjartsýniskasti og mæta í skoðun á bremsulausum eða númeralausum bílum. Þeim ökumönnum er lítið hægt að ráð- leggja annað en að leita sér fag- legrar aðstoðar, og þá er ekki átt við á sviði bílaviðgerða. tryggvi@frettabladid.is Biluð ljós algengasta orsök athugasemda Svanberg Sigurgeirsson, starfsmaður Frumherja, demparaprófar bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Suzuki SX4 er samstarfs- verkefni Suzuki og Fiat, vélin kemur frá Fiat en grindin og yfirvagninn frá Suzuki. Bíllinn verður einnig seldur af Fiat undir nafninu Fiat Sedici. Suzuki SX4 er háfættur jeppling- ur ætlaður fyrir Evrópumarkað. Bíllinn er búinn drifbúnaði sem leifir stöðugan akstur á fjór- hjóladrifi. Tölva sér um að skipta á milli framhjóladrifs, sítengds fjórhjóladrifs og mismunadrifs milli fram- og afturhjóla. Lægsti punktur bílsins er 19 cm. Suzuki SX4 er framleiddur í Ungverjalandi og er áætlað að framleiða 60.000 bíla, 40.000 sem seldir verða af Suzuki og 20.000 sem seldir verða af Fiat. Um hönnun bílsins sá Giorg- etto Giugiaro‘s Italdesign hönn- unarstofan. Þess má geta að grindin og yfirvagninn eru þróuð út frá nýjustu gerð Suzuki Swift sem var valinn bíll ársins á Íslandi 2006 af Bandalagi bíla- blaðamanna. ■ Hiroshi Tsuda, forstjóri Suzuki, og Janos Koka, efnahagsráðherra Ungverjalands, skoða hinn nýja Suzuki SX4. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Suzuki SX4 kynnt- ur í Ungverjalandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.