Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 25

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 25
[ ]Börn geta lært allt mögulegt fái þau góða kennslu. Ýmis námskeið eru í boði fyrir börn og foreldrar geta auðveldlega fundið eitthvað sem hentar börnunum þeirra. Hágæða húð- og hárvörur fyrir börn Börn og auglýsingar er yfir- skrift ráðstefnu sem haldin er á Grand hóteli í dag og er opin öllum. „Það er nauðsynin sem rekur okkur út í það að halda þessa ráð- stefnu,“ segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, en samtökin eru meðal þeirra sem efna til ráðstefnunnar. Hún segir þau hafa fengið margar ábendingar um að auglýsingum sé beint að börnum í vaxandi mæli. „Markaðssetning sem beint er gegn börnum er mun bein- skeyttari en hún var. Börn eru orðinn greinilegur markhópur og fólki finnst tímabært að staldra við og skoða hvað er að gerast. Sumir telja að hér á landi gangi markaðurinn lengra í því að höfða til barna en hann gerir í nágranna- löndunum og lagabókstafurinn sem um þessi mál fjallar sé teygj- anlegri hér.“ Elín segir líka óbein- ar auglýsingar sem sýna ákveðið gildismat verða til umræðu. „Þessar óbeinu auglýsingar eru oft í sjónvarpsþáttum og snerta útlit, klæðaburð og kynhegðun svo dæmi sé tekið. Áreiti af þess- um toga hefur aukist mikið und- anfarið og það hefur áhrif,“ segir hún. Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni eru Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Dr. Baldur Kristjánsson sálfræð- ingur, Páll Þórhallsson lögfræð- ingur í forsætisráðuneytinu og Halla Helgadóttir hönnuður á Fíton auglýsingastofu. „Við fjöll- um um hver staðan er, hvað fræði- menn og markaðsmenn segja um auglýsingar og börn og hvernig lögin taka á þeim málum,“ segir Elín og kveðst vona að ráðstefnan verði bara fyrsta skrefið í lengra ferli sem leiði til góðs. „Eflaust er umræðan þörf en það er alveg ljóst að þessi ráð- stefna er sett upp til höfuðs okkur markaðsfólki,“ segir Páll Líndal formaður Samtaka auglýsenda sem verður meðal ræðumanna á þinginu. Hann kveðst fyrst og fremst höfða til ábyrgðar for- eldra því það séu þeir sem stjórni því hvað börnin horfi á. Reyndar á hann sjálfur 6 ára dreng sem hann situr stundum hjá á morgn- ana og horfir á barnaefni með. Sumt af því efni telur hann mun óhollara en auglýsingar. „Boð og bönn eru erfið í þessu efni og hvar á að draga mörkin? Væru sjón- varpsstöðvarnar með barnaefni á morgnana ef þær mættu ekki aug- lýsa þar líka?“ spyr Páll. Hann viðurkennir að börn séu mikil- vægur markhópur enda séu þau framtíðarneytendur. Aðgangur er ókeypis á ráð- stefnuna og stendur hún frá klukkan 12.30-16.45 en upplýsing- ar og skráning er hjá Gestamót- tökunni ehf www.gestamottakan. is og í síma 551 1730. Auglýsingum beint að börnum í vaxandi mæli Elín Thorarensen framkvæmdastjóri Heim- ilis og skóla mun taka þátt í pallborðsum- ræðum. Myndu sjónvarpsstöðvarnar vera með barnaefni á morgnana ef þær mættu ekki auglýsa þar líka? spyr Páll Líndal formaður samtaka auglýsenda. SKEIFAN 8 • Sími 568 2200 • Fax 568 2203 SMÁRALIND • Sími 534 2200 • www.babysam.is Skeifan opið laugardag 10-16 Smáralind opið laugardag 11-18 Smáralind opið sunnudag 13-18 Verið velkomin í krúttlegustu barnabúðina í bænum Börn geta lært um liti og form á netinu. Listavefur krakka er sniðug vef- síða þar sem börn geta lært ýmis- legt um list og listamenn. Á lista- vefnum eru margs konar verkefni og þrautir sem auka skilning barn- anna á formum, litum og tækni. Þar má einnig finna fjölmörg þekkt verk íslenskra myndlistarmanna og ítarlegan fróðleik um þá. Slóðin á listavefinn er www. namsgagnastofnun.is/isllistvefur/ og ættu flest börn sem hafa gaman af því að teikna og leika sér með liti og form að hafa gaman af því að skoða síðuna. Listavefur fyrir börn Flest börn hafa gaman af því að teikna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.