Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 26
[ ] “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.“ Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntöku- prófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig.“ Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ...næsta námskeið 13. mars Akureyri - 16. mars - þriggja vikna hraðnámskeið Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Skólatöskur eiga það til að fyllast af einhverju dóti sem þarf ekki að vera í þeim. Það er ágætt að taka annað slagið til í töskun- um og losa sig við það sem hægt er. NÁMSKEIÐ UM FÉLAGAFORM, SKATT- LAGNINGU FYRIRTÆKJA OG FRÁ- DRÁTTARBÆRAN REKSTRARKOSTNAÐ HEFJAST 28. FEBRÚAR. Það er Anna Linda Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður sem leiðbeinir á námskeiðunum sem skiptast í þrjá hluta en hægt er að velja á milli morgunnám- skeiðs og síðsdeg- isnámskeiðs. Hún kveðst taka fyrir efni sem fólk með lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi að kunna skil á. Meðal þess er, auk félagaforma og skattlagningar fyrir- tækja, útgáfa reikninga og réttarstaða fyrirtækja gagnvart skattyfirvöldum. Jafnframt er farið vel yfir ábyrgð stjórnenda í einkahlutafélögum og hlutafélögum. Hún kveðst tengja efnið raunveruleikanum með raunhæfum verkefnum og þannig gera efnið líf- legra og skiljanlegra en ella. Síðdegis- námskeiðið verður í Húsi iðnaðarins, en morgunnámskeiðið í Húsi verslun- arinnar, 2. hæð. Síðdegisnámskeiðið hefst 28. febrúar og stendur frá 17-20 og morgunnámskeiðið hefst 2. mars og er milli 8.30 og 11.30. Boðið verður upp á léttan málsverð í hléum. Nánari upplýsingar eru á www.isjuris.is Lögleg staða fyrirtækja Anna Linda tengir efnið dæmum úr daglega lífinu. Staðarverðir sjá um móttöku gesta á söfnum og sýningum sem byggjast á sögu og menningu þjóðarinnar til dæmis í friðuðum húsum og víðar þar sem minjar eru til sýnis. Markmiðið með námskeiðinu er að gera nemendur sjálfbjarga í öflun upplýsinga um minjavernd í víðasta skilningi og hæfari til að kynna söguna. Margar stofnanir standa að náminu sem er bæði bóklegt og verklegt og byggist meðal annars á vettvangsferðum. Helstu áhersluþættir í náminu eru Lesið í landið, Menningararfur og miðlun, Ferðamennska og móttaka gesta og Minjavernd. Nokkra þætti er hægt að taka í fjarnámi á tímabilinu 6. mars til 24. apríl en aðrir þættir verða teknir í tveggja daga lotu 10. og 11. mars. Verkþjálfun fer síðan fram á völdum stöðum og þar verður loka- verkefni unnið. Nánari upplýsingar eru á www.holar.is Læra að miðla menn- ingarsögunni NÁMSKEIÐ FYRIR STAÐARVERÐI VERÐUR HALDIÐ Á HÓLUM Á NÆSTUNNI. Katrín Dagmar Jónsdóttir og Elínborg Lorens eru þátttakend- ur í Mentor-verkefninu vináttu. Fréttablaðið hefur fylgst með því sem þær hafa tekið sér fyrir hendur í vetur en það er ýmislegt. Kallý og Ella eru búnar að gera ýmislegt skemmtilegt saman síð- ustu vikur. Þær fóru meðal annars í óvissuferð í Keiluhöllina í Öskjuhlíð ásamt öðrum mentorum og börnum í janúar. „Það var rosalega gaman,“ segir Kallý. Hún segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti í vetur sem allur hópurinn gerði eitthvað saman. „Ég vissi ekki að það væru svona margir í verkefninu en þetta voru öruggleg milli hundrað og tvöhundruð manns,“ segir Kallý. „Það var mjög gaman að sjá alla hina og það voru tveir þarna sem eru með mér í bekk,“ segir Ella. Stelpurnar ákváðu síðan að fara bara tvær saman í keilu stuttu eftir að þær fóru með hópnum. „Þá spil- uðum við tvo leiki en þegar við fórum með hinum spiluðum við bara einn,“ segir Ella. „Við fórum svo á sleða í Ártúns- brekkunni,“ segir Kallý og bætir því við að hún hafi mætt galvösk í skræpóttum snjógalla. „Hún fór ekkert smá hratt og einu sinni datt hún og fór svona í hring en ég ætlaði fyrst ekkert að þora niður,“ segir Ella. „Þetta var alveg geðveikt og ég hef ekki skemmt mér svona síðan ég var bara pínulítil,“ segir Kallý . Stelpurnar fóru líka saman á Idol-keppnina í Smáralind þann 10. febrúar. „Það var rosalega gaman,“ segir Kallý og Ella tekur undir það. Kallý og Ella segjast alltaf vera að verða betri vinkonur en þær náðu strax mjög vel saman. „Við erum farnar að hugsa svo svipað að við gáfum hvorri annarri eins jólagjaf- ir,“ segir Kallý. „Okkur langar báðar í hund svo við gáfum hvorri annarri svona hundabangsa,“ segir Ella. Það er ýmislegt á dagskrá hjá Ellu og Kallý á næstunni og það verður örugglega gaman að fylgjast með þeim áfram. emilia@frettabladid.is Óvissuferð í Öskjuhlíð með öðrum mentorum Kallý og Ella skemmtu sér vel í keilu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ella er mjög góð í keilu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Katrín Dagmar Jónsdóttir og Elínborg Lórens. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Safnasvæðið á Akranesi laðar til sín bæði þá yngri og hina eldri. ENSKUNÁM Í ENGLANDI fyrir 12-16 ára Hvað segja foreldrar? “Okkur foreldrum langar að þakka þér og þínu fólki kærlega fyrir þessa frábæru ferð til Broadstairs. Hún sagði okkur að það hafi verið "allt gaman" kennslan, kennara, farastjórar, frjálsi tíminn á daginn og á kvöldin. Ég tala nú ekki um þá frábæru krakka sem hún kynntist. Að þau hafi allir verið svo góðir vinir. Ég held að hún hafi alveg viljað vera í skólanum í mánuð. Hún var að auki mjög ánægð með þá fjölskyldu sem hún dvaldist hjá. Að vísu fannst henni "tedrykkjan" með morgunmatnum og kvöldmaturinn ekki sérlega góð. Hún hafði nú bara gott af kynnast annari matarmenningu. Við erum þakklát að hún fékk tækifæri á að kynnast betur enskri tungu (okkur finnst hún núna töluvert öruggari í talmálinu og lesskilningnum), annarri menningu og fá að vera svolítið sjálfstæð fjarri foreldrum sínum.” Skráning er hafin í vinsælu námsferðina fyrir 12-16 ára þann 30.6-19.8. Uppl. og skráning í síma 8917576 og erlaara@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.