Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 29
NBA
Meðalliðið
metið á
21 milljarð 12-13
Menning
Forsenda sjálf-
stæðrar tilvistar
12
ESB
Tækniflaggskipi
ýtt úr vör
6
SS þrefaldar | Hagnaður SS var
353 milljónir króna á síðasta ári
sem er 238 prósenta meiri hagn-
aður en árið 2004. Töluverður
hagnaður varð af sölu hlutabréfa.
Staðfestir mat | Matsfyrirtækið
Fitch staðfesti óbreytt lánshæf-
ismat allra íslensku bankanna í
kjölfar fréttar um að fyrirtækið
breytti horfum á lánshæfismati
ríkissjóðs.
Færri lán | Útistandandi lán
Íbúðalánasjóðs drógust saman um
tæp 13 prósent frá 2004 til 2005,
eða um 54 milljarða króna.
Kaupa félög | Nýsir hefur til-
kynnt um kaup á tveimur dönsk-
um fasteignafélögum og Samson
Partners um kaup á helmingshlut
í öðru.
Átta nýjar | Excel Airways, dótt-
urfélag Avion Group, hefur geng-
ið frá samningi um leigu á átta
nýjum flugvélum sem verða allar
leigðar til átta ára.
Spákaupmenn seldu | Nokkuð
var um að spákaupmenn og litl-
ir fjárfestar seldu bréf sín eftir
snarpa lækkun á markaði eftir
að matsfyrirtækið Fitch breytti
lánshæfismati ríkissjóðs.
Gera tilboð | Öflun, stærsti hlut-
hafinn í norska upplýsingafyrir-
tækinu Office Line, hefur gert
öðrum hluthöfum tilboð í hluti
þeirra.
Mikil eftirspurn | Á mánudag
fór fram fyrsta útboð ríkisvíxla
samkvæmt nýju fyrirkomulagi og
bárust tilboð upp á alls 16 millj-
arða króna.
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 1. mars 2006 – 8. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Sérfræðingar telja að markaður-
inn hafi brugðist óþægilega hart
við skýrslu Fitch í byrjun síðustu
viku þar sem breytt var horfum
á lánshæfis-
mati ríkisins.
Í gærmorgun
styrktist gengi
krónunnar í
kjölfar útgáfu
Rabobank á
svokölluðum
krónubréfum að andvirði nær
fimm milljarða króna. Útgáfan er
til eins árs og virðist Rabobank
því lítið gefa fyrir spár um veik-
ingu krónunnar.
Í síðustu viku veiktist krónan
hratt eftir útgáfu skýrslu Fitch
og fjárfestar innleystu hagnað
til að bregðast við gengistapi.
Óróaskotið sem varð í byrjun
síðustu viku er gengið til baka
að mestu.
Sjá síðu 10 / - óká
Gengisórói að
ganga niður
G E N G I S V Í S I T A L A
K R Ó N U N N A R
116
114
112
110
108
106
104
102
20 21 22 23 24 25 26 27
Febrúar 2006
Sjá má hvernig krónan veiktist (vísitalan hækk-
aði) í byrjun síðustu viku.
Ú R V A L S V Í S I T A L A
K A U P H A L L A R Í S L A N D S
6900
6800
6700
6600
6500
6400
6300
6200
20 21 22 23 24 25 26 27
Febrúar 2006
Þróunin 20.-27. febrúar 2006
Gott til síðasta dropa
Hafliði Helgason
skrifar
Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna
í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða,
skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3
milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti
hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið
átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í
fyrra.
Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs
hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta
hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á
markað og verulegur gengishagnaður var af eign
Exista í þeim á síðasta ári.
Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og
nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er
meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall
eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými
fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar.
Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkis-
ins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu.
Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaup-
virði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja
má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagn-
aður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og
er gjörbreytt félag að stærð og styrk.
Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare
Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla
endurskipulagningu að undanförnu.
Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir
fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir
á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri
tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut
í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun.
Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut
í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er
með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn
muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni.
Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega
frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi
aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116
milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri
ónýttri getu til frekari fjárfestinga.
Exista með Íslandsmet
í hagnaði á einu ári
Hagnaður Exista nam 50,3 milljörðum króna í fyrra.
Eignarhlutir í Símanum og VÍS eru færðir á kaupverði og
því má gera ráð fyrir duldum hagnaði í uppgjörinu.
Fjárfestar undir forystu Baugs
leggja nú lokahönd á að greiða
skammtímafjármögnun vegna
kaupa á Icelandkeðjunni sem
var hluti af kaupum á Big Food
Group, samkvæmt heimildum
Markaðarins.
Landsbankinn fjármagnaði
kaupin, en fjárfestarnir munu
auk þess greiða sér til baka upp-
haflega fjárfestingu með vöxt-
um sem nemur 78 milljónum
punda eða rúmum níu milljörð-
um. Algengt er að slíkur árang-
ur náist á tveimur til þremur
árum við skuldsettar yfirtökur
af þessu tagi, en innan við ár er
liðið frá því að kaupin gengu í
gegn.
Baugur, Milestone og Pálmi
Haraldsson stóðu að kaupum á
Iceland og höfðu með sér stofn-
anda félagsins Malcolm Walker.
Walker hafði verið gagnrýninn
á þróun félagsins og hefur nú
á innan við ári tekist að snúa
rekstri þess í átt að fyrra formi,
með þeim árangri að upphaf-
leg fjárfesting verður nú end-
urgreidd.
Félagið verður nú fjármagnað
í samræmi við eðlilegan rekstur.
Fjárfestingabankar horfa stíft á
hversu vel tekst í slíkum verk-
efnum og eru fjárfestar metnir
eftir slíkum árangri.
Umfang þessara greiðslna er
160 milljónir punda, eða 18 millj-
arðar króna. Kaupin á Iceland
voru talin þau áhættumestu í
heildarkaupum fjárfesta á The
Big Food Group, en viðsnún-
ingur rekstursins hefur gengið
betur en nokkurn óraði fyrir.
-hh
Endurgreiða sér kaupin á
verslunarkeðjunni Iceland
Kaupendur Iceland hafa greitt sér upphaflega fjárfestingu til baka og gert
upp fjármögnun vegna skuldsettra kaupa við Landsbankann.