Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 30

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 30
MARKAÐURINN 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Actavis Group -1% 14% Alfesca 2% 2% Atorka Group -2% -6% Bakkavör Group 2% 5% Dagsbrún 2% 11% Flaga Group -1% -16% FL Group -2% 39% Íslandsbanki 7% 20% KB banki -2% 28% Kögun 3% 8% Landsbankinn -6% 14% Marel 5% 5% Mosaic Fashions -4% -8% Straumur -5% 23% Össur 5% 0% *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Lysing_silfurfat_5x100mm Við viljum að þú náir árangri Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip “Vi› vitum a› me› réttum tækjum og tólum eiga vi›skiptavinir okkar meiri möguleika a› ná árangri í sinni starfsemi. Okkar markmi› er a› a›sto›a flá til gó›ra verka enda vitum vi› velgengni okkar byggist á velgengni vi›skiptavinanna.“ Gu›rí›ur Ólafsdóttir Yfirma›ur fyrirtækjasvi›s Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Á aðalfundi SPV í næstu viku mun stjórn sparisjóðsins óska eftir því að hún fái heimild til þriggja ára til þess að 30-falda stofnfé hans. „Stjórnin er að óska eftir heim- ild til að auka stofnfé sem myndi verða nýtt í tengslum við kaup eða samruna á öðrum fjármála- fyrirtækjum og til að styrkja eiginfjárstöðu sparisjóðsins,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, en tekur þó fram að hér sé einungis óskað eftir heimild en engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær hún verði nýtt. Stofnfé SPV er 3.205 hlutir, eða 131 milljón króna, og getur því farið í 3,9 milljarða nýti stjórn heimild sína að fullu. Mikil viðskipti hafa verið með stofnfé SPV frá áramót- um eins og greint hefur verið frá í Markaðnum. Tæpur helm- ingur stofnfjár hefur skipt um hendur frá því að MP Fjárfestingabanki hóf að kaupa hluti snemma í desember. Samkvæmt lista yfir stærstu s t o f n f j á r e i g - endur í SPV eiga Fleða ehf., félag í eigu Ásgeirs Þórs Árnasonar lögmanns, og MP Fjárfestingabanki hvort um sig tæp tíu prósent stofnfjár. Sólstafir, félag í eigu Þorsteins M. Jónssonar, kemur þar næst á eftir. Íslandsbanki er sá fjórði stærsti og félag í eigu Sparisjóðsins í Keflavík í sjötta sæti. Þótt tveir aðilar eigi um tíu prósent skiptist stofnfé í SPV á margar hendur og þannig eiga tíu stærstu eigendurnir um 34 prósent stofnfjár. Viðskipti með bréf SPV hafa farið hæst í gengið 70 en það var í kringum 30-35 um síðustu áramót. Kveðið er á um í samþykktum SPV að hámarkatkvæðisréttur miðist við sex stofnfjárbréf. Jón Þorsteinn segir að þrjár tillögur hafi borist frá þremur aðilum um a f n á m þessa ákvæðis þannig að atkvæðisrétt- ur miðist við stofnfjáreign þótt rétturinn geti aldrei farið yfir fimm prósent af heildarstofnfé. SPV skilaði methagnaði á síðasta ári, rúmum 1,1 milljarði króna, og jókst hann um 65 pró- sent á milli ára. Eigið fé SPV var í árslok tæpur 6,1 milljarður króna. Vilja þrjátíufalda stofnfé Tveir eiga tæp 10 prósent stofnfjár í SPV. Heimildin yrði nýtt til hugsanlegra kaupa og samruna við fjármálafyrirtæki. T Í U S T Æ R S T U S T O F N F J Á R E I G E N D U R Í S P V Þ A N N 2 2 . F E B R Ú A R Eignarhluti % 1 Fleða ehf. 9,50% * 2 MP Fjárfestingabanki 9,40% 3 Sólstafir ehf. 6,70% ** 4 Íslandsbanki hf 2% 5 Íbúðaleigan ehf. 1,60% 6 Víkur ehf. 1,30% *** 7 Sund ehf 1,30% 8 Guðjón Steingrímsson 0,50% 9 Jóna Gróa Sigurðardóttir 0,50% 10 Kaupthing Luxembourg 0,30% 10 Jón Leví Hilmarsson 0,30% 10 nb.is-sparisjóður 0,30% **** 10 Saxhóll ehf. 0,30% ***** * Í eigu Ásgeirs Þórs Árnasonar lögmanns ** Í eigu Þorsteins M. Jónssonar í Vífilfelli *** Í eigu Sparisjóðsins í Keflavík **** Í eigu SPRON ***** Í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar og systkina Iceland Express hefur verið tekið úr sölumeðferð hjá KB banka samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Örvar Kærnested hjá fyrir- tækjaráðgjöf KB banka segir að töluverður áhugi hafi verið fyrir Iceland Express og hefði verið lítið mál að selja félagið á fínu verði. Mikill viðsnúningur varð á rekstri Iceland Express á síð- asta ári. Hagnaður varð af rekstri félagsins og búast stjórnendur við því að hann verði fjórfalt meiri á þessu ári eða um 600 milljónir króna. Enginn fær Express Væntingarvísitala Gallup hækk- aði í febrúar um rúmlega ell- efu stig og fór í sitt hæsta gildi síðan byrjað var að mæla vænt- ingar neytenda með þessum hætti árið 2001. Í Morgunkorni Íslandsbanka er talið líklegt að mikil umfjöllun um gott gengi íslenskra fyrirtækja í ársbyrj- un, hækkanir í Kauphöllinni og umræðan um frekari álversfram- kvæmdir hafi virkað til hækkun- ar vísitölunnar. Mat almennings á núverandi ástandi hækkaði um tæp fimm stig milli mánaða en væntingar til sex mánaða hækkuðu þrefalt meira, eða um rúm fimmtán stig. Mat neytenda á efnahagsástand- inu hækkaði tvöfalt meira en mat þeirra á vinnumarkaði, eða um sextán stig á móti átta. Yngra fólk og það tekjuhærra virðist bjart- sýnna en aðrir. Þannig hækkaði væntingarvísitala fólks með 550 þúsund króna mánaðarlaun eða meira um tæp 19 stig á meðan að væntingar þeirra sem höfðu laun undir 250 þúsund krónum á mánuði jukust aðeins um rúm þrjú stig. - hhs Aldrei bjartsýnni ALMENNINGUR HEFUR GÓÐA TRÚ Á EFNAHAGSÁSTANDINU Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni síðan útreikningar á væntingarvísitölunni hófust árið 2001. Stjórnendur sjávarútvegsfyrir- tækisins American Seafood hafa keypt yfir helming fyrirtækisins ásamt fjárfestum. Íslandsbanki fjármagnar kaupin og nemur umfang viðskiptanna á sjötta milljarð króna. Íslandsbanki hefur verið að byggja upp sérþekkingu í sjáv- arútvegi og eru viðskiptin nú afrakstur þeirrar stefnu að sögn Helga Antons Eiríkssonar við- skiptastjóra hja Íslandsbanka sem hafði umsjón með kaupun- um ásamt Tim Spano sem kom til Íslandsbanka frá Bank of America. „Við höfum unnið lengi með fyrirtækinu. Þetta fyrirtæki er ekki aðeins eitt stærsta fyrir- tæki í heimi, heldur hefur einn- ig verið mjög vel rekið.“ Hann segir þessi viðskipti styrkja enn stöðu bankans í alþjóðlegum sjávarútvegi. American Seafood er með höfuðstöðvar í Seattle og veiðir fyrirtækið 175 þúsund tonn af alaskaufsa á ári sem er meira í tonnum talið en allur þorskkvóti á Íslandsmiðum. Fyrirtækið veiðir árlega þrjátíu þúsund tonn af þorski, auk umfangsmik- illar vinnslu og sölustarfsemi. Íslandsbanki komst fyrst í kynni við American Seafood með þátttöku í sambankaláni, en sam- starfið hefur farið stigvaxandi. Bankinn hefur byggt upp mikla sérþekkingu í sjávarútvegi og ráðið til sín jafnt stjórnendur með mikla fjármálaþekkingu og stjórnendur með þekkingu á alþjóðlegum sjávarútvegi. -hh Fjármagna stjórnendakaup í USA Stjórnendur American Seafood kaupa fyrirtækið með hjálp Íslandsbanka. Vextir ríkisvíxla lækkuðu um rúma 50 punkta frá síðasta útboði, en í gær, þriðjudag, voru boðnir út eins mánaðar víxlar í flokknum RIKV 06 0405. Alls bárust 19 gild tilboð upp á 16 milljarða króna, en aðeins var tekið tilboðum að upp- hæð fimm milljarðar. Í vegvísi greiningar- deildar Landsbankans segir að mikill skortur sé á skammtíma rík- isbréfum. Eftirpsurn eftir ríkisvíxlum er sögð hafa vaxið undan- farið en peningamark- aðssjóðir hafi skilað mikilli ávöxtun og vin- sældir þeirra aukist. „Meðan Seðlabankinn berst við að toga upp skamm- tímavexti leiðir góð staða rík- issjóðs til hins gagnstæða. Tilgangur með útgáfu ríkisbréfa og ríkisvíxla er ekki aðeins að afla ríkinu lánsfjár heldur jafn- framt að mynda grunn fyrir verðmyndun á skulda- bréfamarkaði. Ef pen- ingastefna ríkisstjórnar- innar og Seðlabankans á að hafa áhrif á mark- aðsvexti þarf að vera nægjanlegt framboð ríkisbréfa,“ segir grein- ingardeildin og bendir á að samdráttur í fram- boði ríkisbréfa og -víxla jafngildi á vissan hátt markvissri vaxtalækk- un. - óká Skortur jafngildir vaxtalækkun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.