Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 32
MARKAÐURINN
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Penninn er ekki með í ramma-
samningi Ríkiskaupa fyrir ríkis-
stofnanir um kaup á ritföngum
og skrifstofuvörum líkt og áður
hefur verið, meðan Oddi kemur
nýr inn. Samkvæmt útboðsgögn-
um veltir ritfangahluti ramma-
samningsins um 100 milljónum
króna á ári og því ljóst að um
er að ræða upphæðir sem skipta
máli fyrir rekstur fyrirtækjanna
sem þarna komast að.
Nýverið var skrifað undir
samninga í rammasamnings-
útboði Ríkiskaupa á ritföngum
og skrifstofuvörum, ljósritun-
arpappír og gagnageymslum.
Tilboðum í ritföng og skrif-
stofuvörur var tekið frá Office
One, Odda skrifstofuvörum og
Rekstrarvörum. Tilboðum í ljós-
ritunarvörur var tekið frá Office
One, Odda skrifstofuvörum,
Rekstrarvörum og Pennanum og
um gagnageymslur frá Office
One, Odda skrifstofuvörum og
Pennanum.
Einar Snorri Magnússon,
framkvæmdastóri fyrirtækja-
sviðs Pennans, segir menn teygja
sig ansi langt í afsláttum þegar
kemur að ritföngum og gagn-
rýnir í raun það vægi sem lagt
er á verð, á móti þjónustu og
gæðum í rammasamningnum.
„En við erum svo sem ekki að
missa svefn yfir þessu, ríkisfyr-
irtæki kaupa líka töluvert fyrir
utan rammasamninga.“
Valgeir Óskar Pétursson,
verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum,
sem sá um gerð rammasamn-
insins segir að frá upphafi hafi
verið ljóst hvernig útboðsgögn
yrðu metin og sá þáttur kynntur
vandlega fyrir bjóðendum, auk
þess sem gefinn hafi verið kost-
ur á að koma að athugasemdum.
„Penninn nýtti sér það ekki í
þessu tilviki. Staðan var bara sú
að Penninn var dýrastur allra
bjóðenda,“ segir hann en bætir
við að vissulega geti menn verið
ósammála um hversu mikið vægi
þjónusta eigi að fá á móti verði.
„En þarna eru hins vegar tveir
aðrir með sama þjónustustig og
Penninn,“ segir hann og bætir
við að gætt hafi verið að gæðum
varnings bjóðenda líka, allir hafi
þurft að senda inn sýnishorn.
„Við getum ekki samið við menn
bara út á að þeir séu stórir og
góðir, þeir verða að standa sig í
verði líka.“
Einar Snorri segir nýjungar á
döfinni hjá Pennanum, en fyrir-
tækið samdi nýverið við EJS um
að í þremur verslunum Pennans
yrði á boðstólum tölvubúnaður
EJS. „Þetta verður í Hallarmúla
2 í Reykjavík, í Keflavík og líka á
Akureyri. Við sjáum um að reka
þetta en þeir um vörustýringu og
þann hluta,“ segir Einar og bætir
við að nýjungin tengist samstarfi
Pennans við Símann, því nú geti
fyrirtækið boðið í einum pakka,
tölvur, internettengingar og
fleira til. Stefnt er að því að opna
tölvusöluna í Hallarmúla í lok
næstu viku og svo í framhaldinu
á hinum stöðunum.
1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
SELJENDUR KYNNA VÖRUR SÍNAR Ríkiskaup héldu fund á Grand hóteli Reykjavík með
stofnunum og seljendum vara til að kynna nýjan rammasamning. MARKAÐURINN/STEFÁN
VALGEIR PÉTURSSON Valgeir sá um útboð Ríkiskaupa vegna rammasamninga um kaup
á ritföngum og skrifstofuvörum, ljósritunarpappír og gagnageymslum, en þeir voru kynntir
nýverið. MARKAÐURINN/STEFÁN
Penninn tapaði
samningi við ríkið
Penninn féll út úr rammasamingi Ríkiskaupa fyrir stofnanir
um kaup á ritföngum. Samningurinn veltir um 100 milljónum
króna á ári hverju. Penninn hefur tölvusölu í næstu viku.
Methagnaður SPV
Methagnaður varð af starfsemi
Sparisjóðs vélstjóra fyrir árið
2005 og jókst hann um 64,6 pró-
sent á milli ára. Nam hann 1.124
milljónum króna að teknu tilliti til
skatta samanborið við 682,6 millj-
ónir króna árið 2004. Eigið fé nam
6.088 milljónum króna og hefur
vaxið um 1.110,9 milljónir á árinu
eða um 22,3 prósent. Arðsemi eig-
infjár var 22,6 prósent.
Hreinar vaxtatekjur spari-
sjóðsins námu 914,9 milljónum
króna en voru 865,4 milljónir á
sama tíma árið 2004. Lítill vöxt-
ur vaxtatekna skýrist af minni
vaxtamun. Aðrar rekstrartekjur
námu 1.457,3 milljónum króna
í samanburði við 900,1 milljón í
fyrra og nemur aukningin 61,9
prósentum. Launakostnaður jókst
um 8,1 prósent frá fyrra ári og
námu greidd laun 443,2, milljón-
um króna. Annar rekstrarkostn-
aður minnkaði og nam 355,6 millj-
ónum króna samanborið við 365,1
milljón í fyrra.
Stjórn sparisjóðsins mun leggja
til að 18 prósenta arður verði
greiddur á uppreiknað stofnfé auk
þess sem nýttar verði heimildir
laga um endurmat og viðbótar-
endurmat þannig að nafnávöxtun
stofnfjár verði 27 prósent. - hhs
Föroya Sparikassi, stærsti stofn-
fjáreigandinn í SPRON, skilaði
methagnaði á síðasta ári eða 1,3
milljörðum króna. Hagnaður
fyrir skatta jókst um 47 prósent.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta
var um 12,8 prósent.
„Vaxtamunurinn er lítill og
samkeppnin á færeyskum verð-
bréfamarkaði er hörð. Því getum
við ekki verið annað en ánægð
með að Sparikassinn skili met-
hagnaði,“ segir Marner Jacobsen,
forstjóri bankans.
Eignir bankans voru um 90
milljarðar króna í árslok og
hækkuðu um þriðjung milli ára.
Eigið fé var um 9,6 milljarðar
króna.
Þriðjungur af hagnaði bankans
kemur erlendis frá en hann hefur
vaxið í Danmörku með kaupum á
Eik Bank sem áður var Kaupþing
í Danmörku. Bankinn stefnir á
skráningu í Kauphöll Íslands á
næsta ári. - eþa
Methagnaður Sparikassans
FRÁ FÆREYJUM Föroya Sparikassi skilaði metafkomu árið 2005.
Formlegum yfirtökuviðræðum í
Low & Bonar hefur verið slit-
ið eftir margra vikna viðræð-
ur stjórnar félagsins og þriðja
aðila.
Nafn Atorku Group var nefnt
í því sambandi en félagið er
stærsti hluthafinn í Low & Bonar
með um þriggja milljarða eign-
arhlut að marksvirði sem sam-
svarar um 22 prósentum af öllu
hlutafé.
Low & Bonar skilaði 3,3 millj-
arða tapi á síðasta ári sem kemur
til vegna sölutaps eigna, það er
Bonar Plastic sem var selt til
Promens, dótturfélags Atorku.
Rekstrarhagnaður samstæð-
unnar fyrir afskriftir (EBITDA)
jókst um fjögur prósent og var
yfir 1,5 milljarður króna. Velta
félagsins nam um 26 milljörðum
króna og jókst um þrettán pró-
sent á milli ára. - eþa
Yfirtökuviðræðum
slitið í Low & Bonar
Atorka Group var orðað við félagið
Hagnaður Old Mutual (OM) jókst
um 30 prósent milli áranna 2004
og 2005 sem skýrist af miklum
vexti á suður-afrískum banka-
markaði í gegnum Nedbank. Var
uppgjörið fyrir ofan spár mark-
aðarins en hafði ekki áhrif til
hækkunar á gengi bréfa félags-
ins.
Nam hagnaðurinn 143 millj-
örðum króna samanborið við 110
milljarða árið 2004.
Straumur-Burðarás á stór-
an eignarhlut í OM sem félagið
eignaðist í skiptum fyrir hlut í
Skandia. - eþa
Hagnaður
OM eykst