Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 34

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 34
MARKAÐURINN 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Sala á PSP-leikjatölvunni hefur verið langt undir væntingum í Evrópu, meðan tölvuleikjaunn- endur í Japan og Bandaríkjunum hafa tekið henni opnum örmum. Hér er sala á tölvunni sögð hafa gengið vel, enda tæknikauphegð- un Íslendinga líkari því sem ger- ist í Bandaríkjunum en í öðrum Evrópulöndum. Í Danmörku og víðar á Norðurlöndum sá Nordisk Film um sölu og markaðssetningu á PlayStation Portable tölvunni. Í frétt PC World í Danmörku kemur fram að fyrirtækið hafi ætlað að selja 75.000 stykki í Danmörku frá því í september og fram að jólum, en hafi ekki selt nema 35.000 eintök. Haft er eftir Allan M. Hansen forstjóra margmiðlunardeildar Nordisk Film að bið eftir efni fyrir tölv- urnar hafi dregið úr sölunni. „Til dæmis kemur ekki út fyrr en í sumar leikur á borð við Tekken, sem þegar hefur farið sigurför á PlayStation 2,“ segir hann og bætir um leið við að kvikmynd- ir sem seldar hafi verið fyrir PSP-tölvur hafi verið í dýrari kantinum, eða á svipuðu verði og DVD- myndir. Arthur Karlsson hjá Sony Center í Kringlunni segir að þótt sala á PSP-tölvum hafi verið dræm á meginlandi Evrópu hafi sú ekki verið raunin hér, fremur en í Bandaríkjunum og Asíu þar sem markaðurinn hafi staðið fyrir sínu. „Raunar mokseldust þessar tölvur fyrir jólin,“ segir hann og telur kauphegðan fólks hér líkari því sem gerist í Bandaríkjunum. „Við virðumst frekar horfa til þess sem þar er að gerast. Til dæmis hefur orðið þar mikil endurnýjun tengd flatskjám og plasmasjónvörpum og sambærileg við það sem þar er að ger- ast, en engin sprengja í þessu í Evrópu, nema kannski að eins í Bretlandi.“ - óká SIR HOWARD STRINGER Stringer er formaður og forstjóri Sony, en hann sýnir hér PSP-tölvuna á raftækjasýningunni í Las Vegas í byrjun ársins. NORDICPHOTOS/AFP Kauphegðanin líkari Bandaríkjunum Sala á PSP-leikjatölvum hefur brugðist í Evrópu. Hér er tölvan vinsæl líkt og í Ameríku og Japan. Breska viðskiptablaðið The Financial Times og ráðgjafafyr- irtækið Roland Berger Strategy Consultants veittu dönsku fyrir- tækjasamteypunni A.P. Møller- Mærsk evrópsku viðskiptaverð- launin fyrir að vera eitt af níu samkeppnishæfustu fyrirtækj- unum í Evrópu í síðustu viku. Fjárfestingar félagsins á síð- ustu árum þóttu afar vel heppn- aðar, að mati dómnefndar, auk þess sem félagið skilaði góðum hagnaði á síðasta ári. Jess Søderberg, forstjóri Mærsk, tók við viðurkenning- unni og hafði danska dagblað- ið Jyllands-Posten eftir honum að forsvarsmönnum fyrirtækja þætti afar ánægjulegt þegar tekið væri eftir því sem fyrir- tæki þeirra væru að gera. The Financial Times og ráð- gjafafyrirtækið skoðuðu sam- keppnishæfni 6000 fyrirtækja í Evrópu og völdu níu sterkustu fyrirtækin úr hópnum. Á meðal þeirra voru stálframleiðandinn Arcelor, þýski bílaframleið- andinn Audi, þýski efnafram- leiðandinn BASF, raforkufyr- irtækið RWE, norski olíurisinn Statoil, spænska símafyrirtækið Telefónica og svissneski bankinn UBS. - jab Mærsk verðlaunað Eitt af samkeppnishæfustu fyrirtækjum í Evrópu. SKIP MÆRSK VIÐ BRYGGJU NORDICPHOTOS/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur varpað fram hugmynd um að setja á laggirn- ar tæknistofnun sem auka muni samkeppnishæfni ESB-ríkja í samfélagi þjóðanna. Það var Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sem greindi frá áætlunum sambandsins á ráðstefnu um upplýs- ingatækni og frumkvöðlastarf á vegum Microsoft í Lissabon í Portúgal í janúarlok. Sagði hann m.a. að ESB hafi tækniháskólann í Massachusetts, MIT, í Bandaríkjunum að fyrirmynd. Yfirbygging evr- ópsku tæknistofnunarinnar, sem hlotið hefur heit- ið EIT (European Institute of Technology), verður fremur lítil í sniðum en hlutverk hennar verður að hafa umsjón með starfi sérfræðingahópa á vegum ESB. Framkvæmdastjórn ESB ákvað að setja stofnun sem þessa á laggirnar eftir að niðurstöður könnunar bentu til að sárafáir háskólar innan aðildarríkja ESB væru sambærilegir við virtustu háskóla í heimi á tæknisviðinu. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum, samkvæmt könnun- inni. Gagnrýnendur EIT óttast hins vegar að rót komist á fjármagn innan ESB og verði styrkveit- ingar færðar frá öðrum verk- efnum á vegum sambandsins til starfsemi á vegum hinnar nýju tæknistofnunar. „Yfirburðir þurfa flagg- skip. Þess vegna þurfa Evrópubúar sterka tækni- stofnun þar sem helstu hugsuðir og fyrirtæki í álfunni geta komið saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, fram- kvæmdastjóri ESB, á miðvikudag í síðustu viku og bætti við að lögð verði áhersla á frumkvöðlastarf hjá tæknistofnuninni. Jan Figel, sem fer með menntamál á vegum ESB, sagði stofnunina eiga að tengja saman nám, rannsóknir og frumkvöðlastarf. Sagði hann háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir í Evrópu hafa ekki náð að tengja þessa þætti saman fram til þessa og því hefðu aðildarríki sambandsins dregist aftur úr öðrum þjóðum. Chris Patten, fyrrverandi framkvæmdastjóri ESB, sem nú er heiðursrektor við Oxfordháskóla í Bretlandi, sagði að framkvæmdastjórn ESB ætti fremur að beina sjónum sínum að því að styrkja rannsóknarstofnanir sambandsins sem nú þegar væru til staðar en að setja enn eina stofnunina á laggirnar. Sagði hann að EIT, sem búist er við að muni kosta um tvo milljarða evra, grafi undan hinu evrópska rannsóknarráði ESB (ERC), sem var stofnað á sínum tíma til að gegna svipuðu hlutverki og EIT. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft, finnski farsíma- framleiðandinn Nokia og Pirelli á Ítalíu lýst yfir áhuga á evrópu tæknistofnuninni. Frekari áætlan- ir um EIT verða ræddar á næsta leiðtogafundi ESB síðar í mánuðinum. Tækniflaggskipi ESB ýtt úr vör Á að efla samkeppnishæfni aðildarríkja ESB JOSE MANUEL BARROSO, FRAM- KVÆMDASTJÓRI ESB. Hann segir nauðsynlegt að setja á laggirnar tækni- stofnun innan ESB til að efla frumkvöðlastarf og samkeppnis- hæfni sambandsins. Bandaríska netuppboðsfyrir- tækið Ebay greindi frá því á þriðjudag fyrir viku að nýr fjár- málastjóri hefði verið ráðinn til starfa. Fjármálastjórinn heitir Robert H. Swan og var hann áður fjár- málastjóri bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Electronic Data Systems, sem forsetaframbjóðandinn fyrrver- andi og auðmaðurinn Ross Perot stofnaði árið 1962. Um 117.000 manns vinna hjá fyrirtækinu í yfir 50 löndum en tekjur fyr- irtækisins námu 20 milljörðum dollara á síðasta ári. Swan tekur við starfi Rajiv Dutta, fyrrverandi fjármálastjóra Ebay. Ákveðið var að Dutta yrði gerður að forstjóra Skype, sem sinnir fjarskiptum á netinu, eftir að Ebay keypti fyrirtækið um miðjan september á síðasta ári. Swan hóf störf í netgeiranum hjá net- versluninni Webvan í hápunkti netbólunnar árið 1999 og gegndi ýmsum æðstu stöðum hjá fyr- irtækinu í 18 mánuði. Webvan varð hins vegar illa úti þegar netbólan sprakk skömmu eftir aldamótin og var lýst gjaldþrota árið 2001. -jab Nýr fjármálastjóri Ebay Hagen Jørgensen, umboðsmaður neytendamála í Danmörku, sagði í upphafi vikunnar að mörgu væri ábótavant í tengslum við uppboðs- vefi á netinu. „Ég er stórundr- andi á því sem við fundum,“ sagði hann og benti meðal annars á að forsvarsmönnum flestra uppboðs- vefja hefði verið gert ljóst fyrir tveimur árum að vefirnir heyrðu undir sömu reglugerð og versl- anir og því ættu viðskiptavinir þeirra rétt á að skila vörum sem þeir keyptu. Í könnun sem dönsku neytendasamtökin gerðu á síðasta ári kom í ljós að víða var pottur brotinn í sambandi við starfsemi uppboðsvefjanna er varðaði meðal annars greiðslur, endurgreiðslur og sendingar á vörum til fólks. Þá virtist erfiðara að hætta skrán- ingu á uppboðsvef en að skrá sig á hann, að sögn Jørgensens. Hnýtt í danska uppboðsvefi ������������ ������������������������������ ���������������������� ��� ����� ���� ����������������������������� ����������� � ��������� H im in n o g h a f / SÍ A Söluvagnar á göngum Kringlunnar Upplýsingar um verð og leyfilegar vörutegundir veitir þjónustustjóri Kringlunnar í síma 568 9200 eða á netfanginu soluvagnar@kringlan.is. Kringlan leigir söluvagna í eina til fjórar vikur í senn!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.