Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 40
MARKAÐURINN 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR12
Ú T T E K T
Þrátt fyrir að þekktar kempur hafi á undan-
förnum árum lagt skóna á hilluna dregur fátt
úr vexti NBA-deildarinnar og malar hún gull
á öllum vígstöðum.
Ýmsar ástæður eru fyrir því. Þegar deild-
in gerði sjónvarpssamning við fjölmiðlaris-
ana Walt Disney og Time Warner
jukust sjónvarpstekjur hennar um
fjórðung frá fyrri samningi. Nýjar
stórstjörnur eins og LeBron James
og Dwayne Wade hafa ruðst fram á
sjónarsviðið og flutningur liða frá
litlum markaðssvæðum til tekju-
meiri svæða eykur virði deildarinn-
ar og liðanna.
Þá er útrás NBA ekki síður
veigamikill þáttur í vexti hennar
en deildarleikjum er sjónvarpað til
215 landa. Mikill áhugi er fyrir
NBA í Evrópu en nú sjá forráða-
menn NBA-deildarinnar fram á
mikil tækifæri annars staðar og
að velta deildarinnar á körfubolta-
varningi verði meiri í Kína en
Bandaríkjunum innan fárra ára. „Í
raun og veru sjáum við engan endi á
vextinum hér,“ segir Mark Fischer,
sem fer fyrir NBA-deildinni í Kína.
Forbes hefur tekið saman verð-
mæti, tekjur, launakostnað og aðrar tölur
úr rekstri þeirra 30 liða sem spila í NBA-
deildinni. Meðallið í NBA var metið á 21
milljarð króna á síðasta keppnistímabili sem
var níu prósenta aukning frá fyrra leikári.
Heilarvirði allra NBA-liðanna er um 645
milljarðar króna sem samsvarar verðmæti
KB banka.
Þar sem NBA-liðin eru ekki skráð á hluta-
bréfamarkað byggjast útreikningar Forbes
bæði á huglægum og fjárhagslegum þáttum
er snúa að staðsetningu og markaðssvæði,
stöðu körfubolta gagnvart öðrum íþróttalið-
um á því svæði sem liðið er staðsett, samn-
ingum við styrktaraðila og auglýsendur og
síðast en ekki síst samningum félaganna við
íþróttahallirnar. Íþróttahúsin eru ýmist í eigu
liðanna sjálfra eða leigð út til þeirra. Ljóst er
að íþróttahöll í eigu liðs getur skapað gríð-
arlegar aukatekjur ef samningar nást við lið
úr öðrum íþróttagreinum eins og íshokkí auk
annarra viðburða.
MÖRG LIÐ SKILA TAPI
Þótt gríðarlegir peningar komi við sögu í NBA
þá er ekki þar með sagt að rekstur allra liða
gangi eins og í sögu. Ellefu lið af 30 skiluðu
tapi af reglulegri starfsemi keppnistímabilið
2004-2005. Phoenix Suns, sem átti góðu gengi
að fagna á síðustu leiktíð, skilaði mestum
rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagns-
liði og skatta (EBITDA) á síðustu leiktíð eða
rúmum 2,6 milljörðum. Hlutfall launakostn-
aðar af heildartekjum hjá Suns var einnig það
lægsta af öllum NBA-liðum.
Portland Trail Blazers tapaði hins vegar
mestu eða yfir tveimur milljörðum króna.
EBITDA gefur oft sterkar vísbendingar um
endanlega niðurstöðu rekstrarins og segir
mikið til um hæfi félaganna til að standa við
skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum.
Til að reka NBA-lið með góðum hætti þarf
að finna rétt sambland af launagreiðslum til
leikmanna og heildartekjum. Best reknu liðin
eiga það sammerkt að laun eru um helmingur
af tekjum þeirra.
Í fyrrasumar gerðu NBA-deildin og verka-
lýðsfélag leikmanna með sér samkomulag
um að 57 prósent tekna félaganna rynnu til
leikmanna. Ef launin fara umfram þetta mark
hafa leikmenn skuldbundið sig til að greiða
viðbótina til baka og rennur sú fjárhæð inn á
geymslureikning. Launakjör NBA-leikmanna
hafa batnað hröðum skrefum á undanförnum
fimmtán árum. Þannig voru þeir launahæstu
um 1990 með 3 til 4 milljónir dala í árslaun
en sumir af toppunum í dag eru með margra
ára milljarða samninga. Shaquille O´Neal
er launahæstur á þessari leiktíð með um 20
milljónir dala fyrir leiktíðina.
KNICKS STÆRSTIR
Þrátt fyrir hörmulegt gengi New York Knicks
innan vallar á undanförnum árum fylgja
kröfuharðir stuðningsmenn liðinu sínu í gröf-
ina. Knicks er verðmætasta lið NBA að mati
Forbes. Félagið, sem varð síðast NBA-meist-
ari árið 1973, er metið á rúma 543 milljarða
dala, það er 36 milljarða króna, og byggist
verðmætið að stórum hluta á því að eigend-
ur liðsins eiga jafnframt Madison Square
Garden, hina heimsfrægu íþróttahöll.
New York Knicks er í eigu Cablevision
Systems sem keypti liðið árið 1997 fyrir 300
milljónir dala. Félagið er tekjuhæsta félagið
í NBA og fékk 181 milljón dala í tekjur á
Meðallið í NBA metið á 21 milljarð króna
Vöxtur bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik virðist óendanlegur. New York Knicks er verðmætasta félag NBA
deildarinnar og skilar mestum tekjum þrátt fyrir hrakfarir á vellinum. Phoenix Suns skilar mestum rekstrarhagnaði samkvæmt
Forbes en Portland Trail Blazers mestu tapi. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í peningahliðina á NBA.
Launakjör NBA-leik-
manna hafa batnað
hröðum skrefum á und-
anförnum fimmtán árum.
Þannig voru þeir launa-
hæstu um 1990 með 3-4
milljónir dala í árslaun
en sumir af toppunum
í dag eru með margra
ára milljarða samninga.
Shaquille O´Neal er
launahæstur á þessari
leiktíð með um 20 millj-
ónir dala fyrir leiktíðina.
LEBRON JAMES GRÍÐARLEG-
UR FENGUR Verðmæti Cleveland
Cavaliers hefur aukist gríðarlega eftir
að LeBron James var valinn til liðsins.
Tekjur af miða- og auglýsingasölu
hefur vaxið mikið vegna hans. Við
hlið James í gulum búningi stendur
Kobe Bryant, stigakóngur NBA.