Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 41
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Ú T T E K T síðasta ári sem er átján prósentum meira en næsta lið. Miðaverð er hátt á heimaleikina, sæti við völlinn kostar yfir 120.000 krónur á leik, og ársmiði í lúxussvítu kostar um 30 milljónir króna. Samningar við styrktaraðila gefa einnig vel af sér. En ekki er allt gull sem glóir. Launakostnaður er í engu samræmi við spilamennsku innan vallar. Á þessari leiktíð greiðir félagið yfir átta milljarða í laun, sem er það mesta í deildinni, auk þess sem hár reikningur frá skattayfirvöldum er á leiðinni. Forbes spáir því að Knicks muni tapa þremur milljörðum króna á yfirstandandi leiktíð. VELGENGNI BÝR TIL PENINGA Ekki kemur á óvart að stórveldið Los Angeles Lakers komi næst á eftir Knicks en þessi tvö félög bera fjárhagslega höfuð og herðar yfir önnur félagslið. Jerry Buss eignaðist Lakers árið 1979 fyrir aðeins 20 milljónir dala um sama leyti og Magic Johnson gekk í liðið og hefur séð félagið margfaldast í verði. Lakers hefur verið sigursælasta lið NBA undanfarna áratugi og hampaði titlinum á árunum 1999- 2001. Þessi mikla velgengni í úrslitakeppn- um hefur skapað félaginu miklar aukatekjur umfram keppinautana og gert það að því arðsamasta. Til dæmis eru skuldir þess ekki nema einn tíundi af áætluðu markaðsverði. Félagið leigir aðstöðu í Staples Center og þarf að borga háa leigu. Stærstur hluti tekna af miðasölu fer beint í vasa leigusalans Philip Anschutz sem á um 30 prósenta hlut í Lakers auk þess að eiga íshokkíliðið L.A. Kings. 400 MILLJÓNA DALA HÓPURINN Fjögur lið eru metin á yfir 400 milljónir dala, Houston Rockets, Chicago Bulls, Dallas Maverics og Detroit Pistons. Verðmæti Houston Rockets byggist að hluta til á tíu ára sjónvarpssamningi sem það og hafnaboltaliðið Houston Astros gerðu árið 2004 og er metinn er á 600 milljónir dala. Chicago Bulls hefur ekki riðið feitum hesti eftir að Michael Jordan yfirgaf meistaraliðið árið 1998 en samt sem áður hefur liðinu tek- ist að halda miðaverði óbreyttu allan þennan tíma. Stjórnendum hefur einnig tekist að halda launakostnaði í skefjum sem er sjald- gæft afrek nú á síðustu og verstu tímum. Dallas, sem er í eigu hins umdeilda Marks Cuban, hefur risið úr öskustónni á síðustu árum þökk sé öflugu markaðsstarfi, frábær- um heimavelli og góðu liði. Liðið losaði sig við Michael Finley og sparar sér yfir 50 milljónir dala í skattgreiðslur á næstu árum. Fastlega er búist við miklum viðsnúningi í rekstri þess eftir mikið rekstrartap á síðasta keppnistímabili. Tvö af sigursælustu félagsliðum seinni ára, Detroit Pistons og San Antonio Spurs, sitja í 6. og 12. sæti og sjá fram á góða tíma, enda eru þetta mjög vel rekin félög og hafa innanborðs öfluga og óeigingjarna leikmenn. Launakostaður þessara félaga er um 43 pró- sent af heildartekjum sem er ekki mikið í ljósi þess að hér er um tvö af bestu liðum NBA að ræða. Öldungurinn William Davidson keypti Pistons árið 1974 fyrir átta milljónir dala og getur því vart kvartað yfir uppskerunni. Hann á félagið skuldlaust. Detroit hefur verið að bæta við sig tekjum af miðasölu og miða- verð fer hækkandi í bílaborginni vegna frá- bærs árangurs. RÉTTIR LEIKMENN BREYTA MIKLU Miami Heat hefur rokið upp lista Forbes á síð- ustu árum, aðallega eftir að tröllið Shaquille O´Neal kom frá Lakers árið 2004. Verðmæti félagsins jókst um 30 prósent milli leiktíða. Þótt O´Neal sé kominn af léttasta skeiði hafði koma hans veruleg áhrif á rekstur liðsins, bæði á miðasölu og sölu á auglýsingasamn- ingum. O´Neal fær 20 milljónir dala á þessari leiktíð og er fyrir vikið sá hæst launaði í deildinni. Annar klúbbur sem naut góðs af nýjum leikmanni er Cleveland Cavaliers en verð- gildi þess hefur aukist eftir að stórstjarnan LeBron James hóf að spila með því. Þrátt fyrir ungan aldur hefur LeBron verið settur á sama stall og Michael Jordan − ef það er hægt. Daniel Gilbert eignaðist Cavs um svip- að leyti og James var að stíga sín fyrstu skref og veðjar á að ungi maðurinn leiði félagið til fyrirheitna landsins í fyrsta sinn. Næst á eftir Cavs kemur Boston Celtics, hið fornfræga og sigursæla lið, sem má muna sinn fífil fegri. Liðið sætir mikilli samkeppni frá sigursælum borgarliðum úr hafnabolta og amerískum fótbolta og hefur dregið úr aðsókn á leiki Celtics. Ekkert lið hefur verið lengur í eigu sama aðila og Washington Wizards. Eigandi þess, Abe Pollin, keypti félagið árið 1964 fyrir aðeins eina milljón dala en verðmæti þess í dag er yfir 300 milljónir dala eða um 20 milljarðar króna! Til greina kom að Michael Jordan keypti hlut í Wizards en ekkert varð úr því. Það hafði hins vegar lítil áhrif á rekst- ur félagsins á síðustu leiktíð og komst liðið í aðra umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti í langan tíma. LIÐIN Í KJALLARANUM Listinn bendir óneitanlega til þess að félags- lið frá stærri borgum séu verðmætari en lið frá smærri markaðssvæðum. Gott eða slæmt gengi virðist ekki endilega skila sér eins og sannast í tilviki Knicks. Þannig eru sigursæl lið í gegnum tíðina, til dæmis Utah Jazz, Portland Trail Blazers og jafnvel Seattle SuperSonics, mjög neðarlega á lista, enda gefa samningar af íþróttaleikvöngum og styrktaraðilum minni fjárhæðir. Utah Jazz hefur ekki náð sér á strik eftir að tvíeyk- ið ótrúlega, John Stockton og Karl Malone, yfirgaf herbúðir félagins og hafa tekjur af miðasölu dregist saman. Trail Blazers, sem eru í eigu milljarðamærings Pauls Allen, eins stærsta hluthafans í Microsoft, er í næstsíð- asta sæti. Félagið er metið á 227 milljónir dala (14,8 milljarða króna), en ekkert lið í deildinni skilaði meira tapi af reglulegri starfsemi keppnistímabilið 2004-05. Los Angeles Clippers hefur verið versti brandarinn í Englaborginni svo árum skiptir. Þrátt fyrir ömurlegt gengi innan vallar hefur félagið verið rekið með hagnaði en eigandinn Donald Sterling heldur fast um budduna. Þetta kann nú að breytast; launakostnaður hefur rokið upp og árangurinn sömuleiðis. Botnsætið vermir New Orleans Hornets en félagið leikur í Oklahoma í vetur eftir að náttúruhamfarir lögðu New Orleans í rúst í fyrrasumar. Á meðan liðið lék í New Orleans rak það lestina í fjölda áhorfenda á hvern leik en aðeins 14.200 manns sóttu leiki liðs- ins. Eftir að það fór til Oklahoma hefur áhorfendafjöldinn aukist gríðarlega eða yfir átján þúsund manns á hvern leik. NBA leggur mikla áherslu á það að Hornets snúi aftur til New Orleans þegar uppbyggingarstarfi lýkur þar en borgaryfirvöld Oklahoma eru til í að bjóða gull og græna skóga til að halda í liðið. Þannig bjóða þau tíu milljóna dala rekstrar- framlag ef tekjur Hornets fara undir fjörutíu milljónir dala. N B A - E I G N A R H A L D O G R E K S T R A R T Ö L U R K E P P N I S T Í M A B I L I Ð 2 0 0 4 - 2 0 0 5 ( A L L A R U P P H Æ Ð I R Í M I L L J Ó N U M D A L A ) - H E I M I L D F O R B E S Rekstrarhagnaður Launa Félagslið Eigandi Verðmæti fyrir afskriftir (EBITDA) Tekjur kostnaður New York Knicks Cablevison Systems 543 25,2 181 100 Los Angeles Lakers Jerry Buss 529 38,2 156 66 Houston Rockets Leslie Alexander 422 25,8 141 64 Chicago Bulls Jerry Reinsdorf 409 34,7 136 61 Dallas Maverics Mark Cuban 403 -17,8 124 95 Detroit Pistons William Davidson 402 25 134 58 Phoenix Suns Robert Sarver 395 40,4 132 48 Miami Heat Micky Arison 362 11,5 119 63 Cleveland Cavaliers Daniel Gilbert 356 16 102 52 Boston Celtics Wycliffe Grousbeck 353 8,4 110 68 Philadelphia 76ers Comcast 351 0,7 110 71 San Antonio Spurs Peter Holt 350 23,7 121 51 Sacramento Kings Gavin og Joseph Maloof 345 10 119 64 Indiana Pacers Herbert og Melvin Simon 324 8,5 108 59 Washington Wizards Abe Pollin 318 14,3 106 53 Minnesota Timberwolves Glen Taylor 303 -5 101 73 Charlotte Bobcats Robert Johnson 300 9,8 73 28 Memphis Grizzlies Michael Heisley 294 -15,6 98 70 Denver Nuggets E. Stanley Kroenke 283 12,3 94 48 Toronto Raptors Ontario Teachers Pension Plan 278 -1,3 94 65 Utah Jazz Larry Miller 274 9,4 91 47 New Jersey Nets Bruce Ratners 271 -6,1 87 60 Atlanta Hawks Michael Gearon Jr. 262 8,9 87 44 Los Angeles Clippers Donald Sterling 248 14,6 83 44 Orlando Magic Richard DeVos 247 -9,5 82 71 Golden State Warriors Chris Cohan 243 -3,1 81 58 Seattle SuperSonics Howard Schultz 234 -7,8 81 57 Milwaukee Bucks Herbert Kohl 231 -1,5 78 61 Portland Trail Blazers Paul Allen 227 -31,5 78 87 New Orleans Hornets George Shinn 225 -3,9 78 56 9.782 234,3 3.185 1.842 Meðallið í NBA metið á 21 milljarð króna Vöxtur bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik virðist óendanlegur. New York Knicks er verðmætasta félag NBA deildarinnar og skilar mestum tekjum þrátt fyrir hrakfarir á vellinum. Phoenix Suns skilar mestum rekstrarhagnaði samkvæmt Forbes en Portland Trail Blazers mestu tapi. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í peningahliðina á NBA. WILLIAM DAVIDSON, EIGANDI PISTONS Keypti liðið árið 1974. Félagið hefur þrívegis orðið meistari á þeim tíma og er nú besta lið deildarinnar. AFP ABE POLLIN OG MICHAEL JORDAN Pollin, sem er eigandi Washington Wizards, keypti félagið fyrir eina milljón dala árið 1963. Félagið er nú metið á 318 milljón dali samkvæmt Forbes. AFP BRJÁLAÐUR EIGANDI Mark Cuban, eigandi Dallas Maverics, er mikill keppn- ismaður og lætur í sér heyra á leikjum. Lið hans skilar miklum tekjum en einnig miklu tapi. AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.