Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 47
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
Fyrirtækið Netsamband boðaði
í lok síðustu viku til kynning-
arfundar með fulltrúum danska
hugbúnaðarfyrirtækisins Gate-
trade sem hefur hug á því
að hasla sér völl hér á landi.
Fyrirtækið býður umgjörð utan
um rafræn viðskipti og segir
hana stórlækka vörukostnað
fyrirtækja og stofnana. Lausn
fyrirtækisins er svo sniðin að
helstu upplýsingakerfum sem
fyrirtæki og stofnanir nota.
Ragnar Marteinsson er
í forsvari fyrir fyrirtæk-
ið Netsamband, en það hefur
umboð fyrir lausn Gatetrade
hér, og Stako AB í Svíþjóð sem
býður Gatetrade-lausnir þar.
Fyrirtækið var stofnað árið
2000 af Danske Bank, Post
Danmark, TDC og Mærsk Data.
Reksturinn gekk hins vegar
brösótt fyrstu árin, en eftir að
fyrirtækið var svo selt í heild
sinni til Consolidated Holdings
árið 2004 og nýir menn ráðn-
ir að stjórn þess fór rekstur-
inn að ganga betur. Claus
Johansen forstjóri segir heild-
arveltu Gatetrade í fjórum
Norðurlandanna nú nema um 40
milljörðum króna. Búnaðurinn
heldur utan um viðskipti á milli
fyrirtækja, svo sem tilboðs-
gerð, pantanir og reikningshald.
Claus tók dæmi af danska fyr-
irtækinu DLG sem náð hafi að
draga úr kostnaði við innkaup
á kaffi fyrir fyrirtækið um 30
prósent. Gatetrade aðstoðar við
innleiðingu og aðlögun búnaðar-
ins, sem er vefviðmót, þannig
að ekki þarf að koma til kaupa á
hug- eða vélbúnaði. Búnaðurinn
skiptist í þrjá hluta eftir virkni,
Marketplace, eAuction og eProc-
urement. - óká
Spara peninga rafrænt
Gatetrade vill hasla sér völl hér í viðskiptum
fyrirtækja og stofnana.
RAGNAR MARTEINSSON OG CLAUS JOHANSEN Ragnar er framkvæmdastjóri
Netsambands og Claus er forstjóri Gatetrade í Danmörku. MARKAÐURINN/GVA