Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 64

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 64
 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Okkar einlægur og ástkær unnusti, sonur, bróðir, tengdasonur, barnabarn og mágur, Tómas Ýmir Óskarsson til heimilis að Keilusíðu 6h, Akureyri, lést af slysförum laugardaginn 25. febrúar sl. Útför auglýst síðar. Ásdís Hanna Bergvinsdóttir Óskar Snæberg Gunnarsson Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir Lene Zacharíassen Íris Björk Óskarsdóttir Eyþór Freyr Óskarsson Bergvin Jóhannsson Sigurlaug Anna Eggertsdóttir Gunnar Rögnvaldsson Kristín Óskarsdóttir Björg Zacharíassen Sigríður Valdís, Anna Bára og Berglind Bergvinsdætur og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, Kristbjörg Pétursdóttir fv. kennari, Holtagerði 84 Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 21. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Hjálmarsson Magni Hjálmarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Maríasdóttir Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. febrúar. Jarðarförin fer fram mánudaginn 6. mars kl. 15.00 í Neskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Ragnheiður Ása Ragnarsdóttir María Ragnarsdóttir Eiríkur G. Ragnarsson Þórir S. Ragnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. HARRY BELAFONTE (1927) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þú getur fangelsað söngvarann en ekki sönginn.“ Harry Belafonte er söngvari sem kannski er þekktastur fyrir bananasönginn þar sem hann syngur Dey-O með innlifun. Hann starfar nú að mannúðarmálum. Á þessum degi árið 1989 var leyfð sala og framleiðsla á áfengu öli eftir 74 ára hlé. Þennan dag seldust 340 þúsund dósir af bjór en þar af keyptu höfuðborgarbúar stærstan hluta, eða 213 þúsund dósir. Egils Gull og Löwenbrau virtust eiga miklum vinsældum að fagna enda seldust þær tegundir upp á stuttum tíma. Segja má að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi komist vel frá þessum viðskiptum enda komu um sextíu milljónir króna í kassa verslunarinnar á þeim fyrstu þremur dögum sem bjórinn var leyfður. Langar biðraðir mynduðust við verslanir ÁTVR og létu margir það ekki á sig fá að standa í lengri tíma í miklum kulda til að komast inn í búðirnar. Mikil gleði ríkti á þeim veitingastöðum þar sem sýnd hafði verið sú fyrirhyggja að sækja um og fá söluleyfi fyrir bjór. Lögreglan hafði þó tals- verðan viðbúnað af ótta við að ölóðir menn myndu ráfa um bæinn. Allt fór þó vel fram. Dagurinn vakti nokkra athygli útlendinga og höfðu erlendir fjölmiðlar sent frétta- menn á staðinn til að fylgjast með umskiptunum og drykkju- venjum Íslendinga. Gert var ráð fyrir að milljarður króna rynni til ríkisins á þessu ári af bjórsölunni og var sú tala sett í fjárlögin. ÞETTA GERÐIST > 1. MARS 1989 Langþráður bjórdagur rennur upp MERKISATBURÐIR 1692 Nornaveiðar hefjast í þorp- inu Salem í Bandaríkjunum. 1905 Talsímaskrá Reykjavíkur, fyrsta símaskráin, er gefin út. Í henni voru nöfn 99 símnotenda. 1932 Syni flugkappans Charles Lindbergh er rænt af heimili hans. 1964 Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi andast, 69 ára. 1968 Sveitasöngvararnir Johnny Cash og June Carter ganga í það heilaga. 1970 Ísland gerist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. 1988 Skylt verður að aka með ljósum allan sólarhringinn á Íslandi. Sigríður Erlendsdóttir, Hæðar- garði 33, Reykjavík, lést laugar- daginn 25. febrúar. Teitur Kristjánsson, Digranes- heiði 13, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 24. febrúar. Halldór Guðmundsson, fyrr- verandi rafvirkjameistari Pósts og Síma, Suðurengi 30, Selfossi, andaðist á Landspítala við Hring- braut sunnudaginn 26. febrúar. Rannveig Sigurðardóttir, Lautasmára 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landakots föstudag- inn 24. febrúar. Þorvaldur Óskarsson, Mánagötu 3, Grindavík, lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja föstudaginn 24. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Elísabet Sigurbjörg Thorarensen, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.00 Steinunn Magnúsdótt- ir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 15.00 Ágústa María Ahrens, áður til heimilis í Barmahlíð 19, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. „Þetta er bara dagur eitt en auðvitað er maður fullur bjartsýni,“ segir Her- mann Guðmundsson nýráðinn forstjóri Olíufélagsins. Hermann hefur síðast- liðið þrjú og hálft ár starfað sem fram- kvæmdastjóri Bílanausts sem keypti ásamt öðrum fjárfestum allt hlutafé í Olíufélaginu í byrjun febrúar. „Eftir að hópurinn sem keypti félagið var búinn að ráða ráðum sínum fannst þeim eðlilegast að biðja mig um að taka að mér þetta starf þar sem ég hafði unnið með þeim í nokkur ár á sama tíma og ég er einn af stærri hlut- höfum í þessu félagi,“ útskýrir Her- mann en segir allt of snemmt að segja hvort nýi forstjórinn vilji breyta ein- hverju. „Félagið er geysilega vel rekið og engin aðkallandi þörf á breyting- um. Nýjum mönnum fylgja nú samt alltaf einhverjar áherslubreytingar,“ segir hann og hlakkar til að takast á við það verkefni að stýra Olíufélaginu sem er í dag stærsti söluaðili eldsneyt- is á Íslandi og seldi á síðasta ári um 350 milljónir lítra af eldsneyti. Hann mun þó sakna margs úr sínu gamla starfi. „Þar er mikið af skemmti- legu fólki og ég var á kafi í alls konar verkefnum sem við vorum að undir- búa fyrir sumarið en ég missi af að ganga í gegnum og klára,“ segir Her- mann sem verður þó áfram með putt- ana í málum Bílanausts enda er hann einnig framkvæmdastjóri móðurfé- lagsins sem á bæði Olíufélagið og Bíla- naust. Mikið er um að vera hjá Hermanni bæði í vinnu og einkalífi en hann hefur verið að hamast við að flytja undan- farið. Fyrir hálfu ári keypti fjölskyld- an hús við Sævang í Hafnarfirði og hefur verið að dunda sér við að breyta og innrétta upp á nýtt. Í Hafnarfirði hefur Hermann búið í sextán ár og líkar vel. „Konan mín er innfæddur gaflari en ég er aðfluttur andskoti eins og þeir segja heimamenn,“ segir hann glettinn. „Ég er mikill fótboltasjúklingur,“ segir Hermann inntur eftir áhugamál- um. „Ég er Manchester United-maður en Frammari inn við beinið,“ segir hann hlæjandi en Hermann spilaði sjálfur með Haukum í Hafnarfirði í tuttugu ár en hætti fótboltaiðkun síð- asta sumar þegar hann sleit vöðva í læri. „Þá sá ég fram á að þetta væri orðið gott enda hættur að taka fram- förum,“ segir hann kíminn. ■ HERMANN GUÐMUNDSSON: RÁÐINN FORSTJÓRI OLLÍUFÉLAGSINS Frammari inn við beinið FÓTBOLTASJÚKLINGUR OG AÐFLUTTUR ANDSKOTI Hermann hefur búið í Hafnarfirði í sextán ár. Hann segist vera mikill fótboltasjúklingur og heldur mikið upp á Manchester United. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI Salmann Tamimi, for- maður Félags múslima á Íslandi, er 51 árs. Árni Johnsen, fyrrver- andi þingmaður, er 62 ára. Afmæli 70 ára afmæli Í dag, 1. mars, er sjötugur WILLARD FISKE ÓLASON fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík. Hann og eiginkona hans, Valgerður Gísladóttir, bjóða ættingjum og vinum að gleðjast með fjölskyldunni föstudaginn 3. mars kl. 19-23 í Eldborg, húsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Gjafir vinsamlega afþakkaðar, en söfnunarkassi ætlaður líknarsjóði Lionsklúbbs Grindavíkur verður á staðnum. ANDLÁT Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.