Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 68
1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR
Dagskrá Listahátíðar hefur
verið gerð opinber. Um sex
hundruð listamenn taka
þátt í hátíðinni í vor og
boðið verður upp á um 50
viðburði.
„Þarna verður rjóminn af öllum
þeim sem eru á leiðinni á toppinn –
eða eru þar nú þegar,“ segir Guðrún
Kristjánsdóttir, sem er kynningar-
stjóri Listahátíðar í Reykjavík og
þekkir dagskrána ofan í kjölinn.
Þegar hún er spurð hvað henni
finnst markverðast af öllum þeim
aragrúa dagskrárliða sem í boði
eru, þá nefnir hún fyrst frönsku
óperuna Föðurlandið, sem franska
tónskáldið Joseph-Guy Roarts skrif-
aði í byrjun 20. aldar. Þetta er eina
ópera heimsbókmenntanna sem
gerist á Íslandi samin af erlendu
tónskáldi. Hún fjallar um franskan
sjómann sem lifir af sjóslys úti
fyrir ströndum landsins og verður
ástfanginn af íslenskri stúlku.
Það er Sinfóníuhljómsveit
Íslands sem flytur Föðurlandið
ásamt söngvurunum Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Bergþóri Pálssyni
og Gunnari Guðmundssyni.
„Mér finnst þetta ákaflega
spennandi, ekki síst af því að þessi
ópera gleymdist svo lengi. Þetta
hefur verið vel geymt leyndarmál
um ástir íslenskrar stúlku og
fransks sjómanns, því auðvitað var
slíkt byrjað löngu áður en Kaninn
kom.“
Eitt stærsta atriði dagskrárinn-
ar verður síðan að teljast tónleikar
með afrísku söngkonunni Miriam
Makeba, einum áhrifamesta lista-
manni 20. aldar.
„Hún ætlar að halda grand finale
á Íslandi, klára ferilinn hér. Henni
fannst það við hæfi, enda er hún
mikill friðarhöfðingi og Ísland er
eina landið í Evrópu sem hún hefur
ekki sungið í,“ segir Guðrún.
Dagskrá hátíðarinnar verður
óvenju fjölbreytt í ár, alls eru um 50
atriði á dagskránni og fram koma
400 íslenskir listamenn og 200
erlendir. Meðal nokkurra af
hápunktunum má nefna brasilíska
nútímadansflokkinn Grupo Corpo,
pólska harmonikutríóið Motion
Trio, sem lætur harmonikurnar
hljóma öðruvísi en áður hefur
þekkst, búlgarska kvennakórinn
Angelite, ensku endurreisnar-
söngsveitina I Fagiolini og djasstríó
Anders Widmark, sem flytur tónlist
úr óperunni Carmen í eigin djass-
útgáfu.
Listahátíð hefst 12. maí og stend-
ur til 2. júní. Í gær var opnuð ný
heimasíða Listahátíðar á slóðinni
www.listahatid.is þar sem lesa má
um alla dagskrárliðina, skoða mynd-
ir og hlýða á tónlist. ■
pörupiltar
á Kringlukránni miðvikudagkvöld kl. 22:00
Uppistand, dans, söngur, glens og mikið grín!
Leikkonur: Alexía, Arnbjörg Hlíf, Halldóra Geirharðs, Ólafía Hrönn,
Halla Margrét, Hildigunnur, Ingrid, Sólveig og María.
Aðgangseyrir 1200 kr.
Fös. 3. mars. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 10. mars. kl. 20
Lau. 18. mars. kl. 20
SÝNINGUM LÝKUR Í MARS!
Ef
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
Þri. 28. feb. kl. 09.00 UPPSELT
Mán. 6. mars. kl. 09.00 UPPSELT
Þri. 7. mars. kl. 09.00 UPPSELT
Mið. 8. Mars. kl. 09.00 UPPSELT
VIÐTALIÐ
eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur
fim. 2. mars kl. 20 - forsýning
lau. 4. mars kl. 20 - frumsýning
sun. 5. mars kl. 20
lau. 11. mars kl. 20
sun.12. mars kl. 20
fös. 17. mars kl. 20
sun. 19. mars kl. 20
fös. 24. mars kl. 20
sun. 26. mars kl. 20
Hátíðin tekur á sig mynd
DAGSKRÁIN KYNNT Efnt var til blaðamannafundar í Iðnó í gær þar sem Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og fleiri
aðstandendur hennar kynntu fjölskrúðuga dagskrá Listahátíðarinnar í vor.
MIRIAM MAKEBA Ætlar að ljúka sögulegum
ferli sínum með tónleikum í Laugardals-
höllinni.
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar