Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 18
2. mars 2006 FIMMTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
■ HVUNNDAGSHETJA
BELINDA EIR ENGILBERTSDÓTTIR
Meðlimur í björgunarsveit á Akranesi.
Bjargaði manni sem hafði verið spark-
að í barkakýlið á í Vestmannaeyjum
sumarið 2005.
FREYJA HARALDSDÓTTIR Sýndi
mikinn dugnað með því að ljúka
stúdentsprófi á þremur og hálfu ári.
Er einnig með metnaðarfull framtíð-
arplön.
GUÐBJÖRN MAGNÚSSON Hefur gefið
blóð nálægt 150 sinnum og hefur
enginn Íslendingur oftar gefið blóð en
hann.
JÚLÍUS JÚLÍUSSON Kraftmikill og dríf-
andi maður sem fær margar hugmyndir
og hikar ekki við að hrinda þeim í
framkvæmd. Má þar nefna Fiskidaginn
mikla á Dalvík.
STEFÁN PEDERSEN Hefur mörg
undanfarin ár komið á dvalarheimili
aldraðra á Sauðárkróki og stytt heim-
ilisfólki stundir, oftast með upplestri
á kvöldin.
■ UNG HETJA
BJARKI JÓHANNSSON Brenndist
alvarlega í nóvember 2005 og lá á
sjúkrahúsi mánuðum saman. Kom þá
fram í fjölmiðlum og varaði börn og
unglinga við að leika sér að eldi.
DAGBJÖRT LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR
UNNUR ANDREA SÆVARSDÓTTIR
Vinkonur sem brugðust rétt við þegar
brjóstsykurmoli festist í hálsi bróður
Unnar.
GYLFI BRAGI GUÐLAUGSSON
Blaðberi sem varð snemma morguns
var við eld í íbúðarhúsi við Stigahlíð og
hringdi á Neyðarlínuna.
■ UPPFRÆÐARI ÁRSINS
ARNBJÖRG EIÐSDÓTTIR Einstaklega
metnaðarfullur grunnskólakennari og
námsefnishöfundur.
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON Til-
nefndur fyrir metnað við útgáfu sérlega
fræðandi bóka um náttúru Íslands,
síðast Fugla í náttúru Íslands sem kom
út á síðasta ári.
MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR
Höfundur Hjallastefnunnar sem miðar
að jafnréttisuppeldi. Stefnunni var fyrst
hrint í framkvæmd í leikskólum en nú
starfar einnig grunnskóli í anda hennar.
ÞRÁINN HAFSTEINSSON OG ÞÓRDÍS
LILJA GÍSLADÓTTIR Standa fyrir
framúrskarandi frjálsíþróttastarfi meðal
unglinga í ÍR og hafa haldið einstaklega
vel utan um hópinn.
ÖSSUR GEIRSSON Hefur sinnt metnað-
arfullu starfi með Skólahljómsveit
Kópavogs í tólf ár. Árið 2005 varð elsti
hópurinn í fyrsta sæti í hljómsveitar-
keppni í Gautaborg í Svíþjóð þar sem
hljómsveitir frá allri Evrópu kepptu.
■ FÉLAGASAMTÖK SEM HAFA SINNT
BÖRNUM AF SÉRSTÖKUM METNAÐI
OG ALÚÐ
BLÁTT ÁFRAM - FORVARNAVERK-
EFNI UMFÍ GEGN KYNFERÐISLEGU
OFBELDI Systurnar Svava og Sigríður
Björnsdætur hafa unnið einstaklega
óeigingjarnt og ötult forvarnastarf gegn
kynferðislegu ofbeldi á börnum.
REGNBOGABÖRN Hafa lagt mikið af
mörkum til að opna umræðuna um
einelti og stutt við marga sem hafa
orðið fyrir barðinu á því.
SKÁKFÉLAGIÐ HRÓKURINN Hefur
unnið umfangsmikið útbreiðslustarf á
skákkunnáttu meðal barna bæði hér
heima og erlendis.
■ TIL ATLÖGU GEGN
FORDÓMUM
COMPETO - JAFNINGJAFRÆÐSLA
HAFNARFJARÐAR Byggir á hugmynda-
fræðinni um að ungur fræði ungan.
Competo hefur vakið marga unga Hafn-
firðinga til umhugsunar um fordóma.
TOSHIKI TOMA Prestur innflytjenda
sem hefur unnið óeigingjarnt starf við
að bæta íslenskt samfélag með því að
benda á fordóma og koma með nýja
vinkla inn í umræðu, bæði um innflytj-
endamál og trúmál.
V-DAGS SAMTÖKIN V-dagurinn hefur
vakið mikla athygli og beint sjónum
bæði karla og kvenna að kynbundnu
ofbeldi.
■ SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN
BYRGIÐ LÍKNARFÉLAG Hefur veitt
mörgum alkóhólista skjól og líkn og
sýnt mjög góðan árangur í meðferð-
arstarfi.
FORMA - SAMTÖK ÁTRÖSKUNAR-
SJÚKLINGA Á ÍSLANDI Hafa sýnt
óvenjulegan dugnað og eljusemi í
baráttu sinni gegn átröskunarsjúk-
dómum og hjálp við þá sem glíma við
sjúkdóminn og aðstandendur þeirra.
GEÐHJÁLP Stöðugt vaxandi starfsemi
til stuðnings fólki með geðsjúkdóma og
aðstandenda þeirra.
KONUKOT - NÆTURATHVARF FYRIR
HEIMILISLAUSAR KONUR Reykjavíkur-
deild Rauða krossins hefur byggt upp
góða aðstöðu fyrir konur sem ekkert
annað heimili eiga.
ÓMAR RAGNARSSON Fáir einstakling-
ar hafa lagt meira af mörkum við að
kynna hálendi Íslands fyrir landsmönn-
um. Kynning hans hefur vakið áhuga
margra fyrir því að upplifa sjálfir þá
fegurð sem þar er að finna.
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
TILNEFNINGAR TIL SAMFÉLAGSVERÐLAUNANNA 2005
Hugmyndir Yoko
Ono um alþjóð-
lega friðarviku
í nafni Johns
Lennon hafa vakið
mikla athygli
hérlendis. Kolbrún
Halldórsdóttir
þingkona hefur
verið með fingur-
inn á púlsinum í
íslensku menning-
arlífi um árabil.
Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir
íslenskt menningarlíf? Ég held að
þetta geti haft mjög jákvæða þýðingu.
Svona stór nöfn í alþjóðlega menn-
ingarheiminum eru í auknum mæli
að sýna Íslandi áhuga og ég lít á það
sem viðurkenningu fyrir það sem við
stöndum fyrir í menningarlegu tilliti.
Hvað má það kosta að þínu mati
að fylgja þessum hugmyndum
eftir? Það má kosta talsverða fjármuni
að koma svona hlutum heilum í
höfn. Tækifærið sem um ræðir er svo
dýrmætt. Gleymum því heldur ekki að
suma hluti getum við ekki metið til
fjár. Kannski er þetta einn þeirra.
Hverjir eiga að koma að skipu-
lagningu viðburðar eins og þessa?
Reykjavík sem sveitarfélag hefur þarna
ákveðna forgöngu. Ég hvet borgar-
stjórn til að fara strax í samtal við þá
sem starfa á sviði lista og menningar
í borginni og leita eftir hugmyndum
þeirra.
SPURT & SVARAÐ
FRIÐARVERÐLAUN
Dýrmætt
tækifæri
KOLBRÚN HALL-
DÓRSDÓTTIR
Heildarloðnuafli íslenskra skipa.
Heimild: 1966-1996, Hagstofa Íslands. 2006, Fiskistofa.
Svona erum við
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar
1966 1986 1996
to
nn
1976 2006
89
4.
64
2
1.
17
9.
05
1
12
4.
93
3
19
3.
94
2
45
8.
76
8
Hvers vegna er nýting náttúruauðlinda á
Íslandi umdeild?
Auðlindir Íslands eru mikilvægur þáttur í sköp-
un atvinnutækifæra hér á landi en fáar þjóðir í
Evrópu búa yfir jafnmikilli orku á sviði jarðhita
og vatnsafls, og Ísland. Auk fengsælla fiskimiða
er nýting náttúruauðlinda hér á landi mikilvæg-
ur þáttur í lífi Íslendinga. Ekki eru þó allir lands-
menn á eitt sáttir um nýtingu þessara auðlinda.
Sérstaklega togast þar á sjónarmið þeirra sem
vilja virkja og selja raforku til stóriðju annars
vegar, og svo þeirra sem vilja varðveita íslenska
náttúru fyrir hvers kyns raski. Sérstaklega vilja
þeir sem aðhyllast seinni kostinn að íslensk
náttúra verði betur nýtt til ferðaþjónustu, en
þrátt fyrir mikinn vöxt í þeirri atvinnugrein á
síðustu árum telja margir að hægt sé að nýta
einstaka íslenska náttúru enn frekar í þágu
ferðaþjónustunnar.
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum
árum beitt sér fyrir aukinni nýtingu á vatnsafli
til þess að byggja upp orkufrekan iðnað. Erlend
stórfyrirtæki í áliðnaði hafi því skotið hér rótum
og í framtíðinni, þegar uppbyggingu álvera hér
á landi er lokið, má búast við því að Ísland
verði einn mesti framleiðandi áls í heimi.
Er hægt að nýta jarðhita betur?
Hitaveitur víða um land sjá 80% af íslensku
þjóðinni fyrir heitu vatni til notkunar á heimil-
um og í fyrirtækjum. Þá er hitinn einnig nýttur
til ræktunar grænmetis og gróðurs í gróður-
húsum víða um land. Ýmsar erlendar tegundir
ávaxta og grænmetis, t.d tómatar og gúrkur,
eru í sífellt meira mæli ræktaðar hér á landi.
Þá er jarðvarmi einnig nýttur við fiskeldi, en
fiskeldi er töluvert stór atvinnugrein hér á landi.
Gríðarlega mikill jarðhiti er ónýttur í jörðu
niðri og hafa margsinnis komið fram hugmynd-
ir um að nýta hann betur til atvinnusköpunar.
Hugsanlegt er að jarðhiti verði notaður í sífellt
meira mæli sem orkugjafi fyrir orkufrekan
iðnað í framtíðinni.
FBL-GREINING: NÝTING ORKUAUÐLINDA Á ÍSLANDI
Hægt að nýta jarðhita enn betur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
A
R
PA
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, afhendir
Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins síðdegis í dag en
þetta er í fyrsta sinn sem
verðlaunin eru afhent. Þau
eiga að draga fram það góða
í samfélaginu.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðs-
ins verða afhent í fyrsta sinn í
dag. Hátt í 300 tilnefningar til
verðlaunanna bárust frá almenn-
ingi. Veitt verða verðlaun í fimm
flokkum, auk aðalverðlaunanna
sjálfra Samfélagsverðlaunanna,
sem Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, afhendir.
Steinunn Stefánsdóttir, for-
maður dómnefndar, segir að
þátttaka almennings hafi verið
framar öllum væntingum. „Þetta
er í fyrsta skipti sem við veitum
þessi verðlaun og því átti ég ekki
von á svona mikilli þátttöku,“
segir hún.
Dómnefndin átti úr vöndu að
ráða að velja úr þessum mikla
fjölda tilnefninga og segir Stein-
unn að hún hafi í sumum tilvik-
um viljað tilnefna tíu eða fleiri,
til dæmis í Hvunndagshetju-
flokknum.
Steinunn segir að dómnefndin
hafi reynt að hafa það að leiðar-
ljósi sem lagt hafi verið upp með,
að veita samfélagsverðlaun og
draga þar með fram það sem vel
er gert og gott í samfélaginu því
að alls staðar sé verið að gera
eitthvað gott.
„Við viljum líka benda sam-
borgurum okkar á allan þann
fjölda fólks sem lætur gott af sér
leiða á margvíslegan hátt og
er með því öðrum til eftirbreytni.
Tilgangurinn er þannig að breiða
út ákveðinn boðskap. Við getum
öll, hvert á sinn hátt, gert eitt-
hvað gott fyrir samfélagið.“
Steinunn segir að tilgangurinn
sé líka sá að leita uppi góðar og
fallegar sögur. „Fjölmiðlum er oft
legið á hálsi að segja helst frá því
sem er ljótt og leiðinlegt í samfé-
laginu og því viljum við nota tæki-
færið og segja frá því sem er gott
og fallegt,“ segir hún.
Samfélagsverðlaunin eru pen-
ingaverðlaun, ein milljón króna.
Aðrir verðlaunahafar fá ferða-
og tölvuverðlaun. - ghs
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR „Við getum öll, hvert á sinn hátt, gert eitthvað gott fyrir samfé-
lagið,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, formaður dómnefndar. Hátt í 300 tilnefningar bárust
frá almenningi og var því úr vöndu að ráða. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins síðdegis
í dag og er það mikill heiður, bæði fyrir
Fréttablaðið og þann sem verðlaunin
hlýtur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samfélagsverðlaunin afhent í dag
OPIÐ HÚS
HJÁ SVFR
Dagskrá:
1. Vegna fjölda áskorana endursýnum við hina 50 ára
gömlu veiðikvikmynd með Jóhannesi á Borg o.fl.
2. Veiðistaðalýsing - Norðlingafljót
3. Kynning á nýjungum í veiðivörum - Vesturröst
4. Stórbrotnar veiðisögur
5. Myndagetraun
6. Happahylurinn gjöfuli - í boði Vesturrastar
Föstudaginn 3. mars
ALLIR VELKOMNIR - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00