Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 72
2. mars 2006 FIMMTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Á þessum degi árið 1927 varð
íþróttamaðurinn skrautlegi, Babe
Ruth, hæst launaði hafnabolta-
leikmaður í heimi. Metupphæðin
hljóðaði upp á 70.000 dollara á
ári og var það lið hans, New York
Yankees, sem þurfti að reiða
fram launin.
George Herman „Babe“
Ruth var fæddur árið 1895 og
var frægasti hafnaboltamaður
síns tíma. Metin sem hann setti
í hafnaboltaheiminum standa
mörg enn þann dag í dag.
Sérgrein Ruths voru svokölluð
heimhlaup (home run) en hann
var sérlega leikinn við að slá
hafnaboltann út fyrir endimörk
leikvallarins.
Frægð hans og fjárráð leyfðu
Ruth að njóta til fullnustu að
vera maður lystisemdanna sem
Bandaríki þess tíma buðu upp
á. Hann lagði himinhá laun sín
ekki til hliðar heldur var duglegur
að eyða í allt sem hugur hans
girntist. Að margra mati varð
Babe Ruth holdgervingur neyslu-
hyggjunnar sem var að grípa um
sig í Bandaríkjum þess tíma og
virtist óseðjandi á mat, kynlíf og
yfir höfuð allt það sem hægt var
að kaupa.
Lífsstíll hans tók sinn toll
og Babe Ruth lést 16. ágúst
árið 1948, einungis fimmtíu og
þriggja ára að aldri, eftir baráttu
við krabbamein.
ÞETTA GERÐIST > 2. MARS 1927
Babe Ruth fær fúlgur fjár
MERKISATBURÐIR
1836 Texas lýsir yfir sjálfstæði frá
Mexíkó.
1923 Tímaritið Time er gefið út í
fyrsta sinn.
1939 Nýr páfi er kosinn sem velur
sér nafnið Pius XII.
1956 Bandarísk herflutningaflug-
vél með sautján mönnum
hrapar í sjóinn djúpt út af
Reykjanesi. Enginn kemst
lífs af.
1957 Heilsuverndarstöðin í
Reykjavík er vígð. Bygging
hennar tók sjö ár.
1982 Bíóhöllin í Reykjavík hefur
starfsemi og er stærsta
kvikmyndahús á Íslandi.
1999 Áburðarverksmiðja ríkisins
er seld Haraldi Haraldssyni.
DUSTY SPRINGFIELD (1939-1999)
LÉST ÞENNAN DAG
„Það er yndislegt að vera
vinsæll, en fáviska að
halda að það muni
endast.“
Dusty Springfield var bresk söngkona
og þekkt fyrir að vera ein besta hvíta
soul-söngkonan.
„Ég ætlaði að hafa opið hús í kvöld og
bjóða fullt af fólki en það endaði á því
að flestir voru uppteknir svo ég hætti
snarlega við,“ segir Carlos Ari Ferrer
sóknarprestur sem er 45 ára í dag.
Carlos er þó langt í frá svekktur.
„Þegar maður er kominn á minn aldur
þá hættir maður að svekkja sig á svona
hlutum,“ segir Carlos glaðlega sem
hafði ætlað að skrópa á héraðsfund í
kvöld vegna afmælisins. „Ætli ég mæti
þá ekki bara þangað með míníkökur,“
segir hann glettinn.
Carlos er nú að ljúka í annað sinn
námskeiði sem hann bjó til fyrir fólk
sem styður aðra eftir áföll. Námskeið-
ið ber nafnið Áfall og samfélag og
hefur að sögn Carlosar mælst vel fyrir.
„Ég hef verið að bjóða saman skóla-
fólki og fólki úr heilbrigðis- og félags-
málageiranum til að ræða hvað gerist
þegar stór áföll dynja yfir. Það hefur
skilað góðum umræðum og hugmynd-
um um hvernig við getum gert áfalla-
hjálparnetið þéttriðnara,“ segir Carlos
sem hefur verið viðloðandi þessi mál í
mörg ár og meðal annars unnið að
áfallaáætlunum fyrir Biskupsstofu.
Carlos er sóknarprestur í Tjarna-
prestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi
og ríkir yfir Kálfatjarnarkirkju í Vog-
unum. „En síðan er ég kirkjulaus í
Áslandi á Völlum,“ útskýrir Carlos sem
notast við skólann og íþróttasal fyrir
helgihald. „Það gengur bara ágæt-
lega,“ segir hann glaðlega en bendir þó
á að búið sé að gera ráð fyrir kirkju
sem verði byggð þó síðar verði.
Áhugamál Carlosar eru tónlist,
kvikmyndir, bækur og síðast en alls
ekki síst matur. „Ég er mikill matgogg-
ur og allt sem viðkemur mat hvort
heldur sem er að afla hans, búa hann til
eða pæla í uppskriftum er mikið áhuga-
mál hjá mér,“ segir Carlos sem gæddi
sér á saltkjöti og baunum að Íslend-
inga sið en segist samt ná litlu sambandi
við þann forna mat. „Ég er meira fyrir
súrkál og reykta svínaskanka ef út í
það er farið,“ segir Carlos sem er hálf-
bandarískur með ættir að rekja til
Púertó Ríkó og á þýska móður. Hann
flutti hingað til lands árið 1969 þegar
móðir hans giftist Íslendingi og hefur
verið hér síðan.
Bækur eru Carlosi hugleiknar en
þar sem hann er mikið á ferðinni eftir
Reykjanesbrautinni hefur hann vanið
sig á að hlaða niður hljóðbókum á net-
inu til að hlusta á í bílnum. Um þessar
mundir hlustar hann á bók eftir
Desmond Tutu og segir hann Reykja-
nesbrautina ansi drjúga til hlustunar.
CARLOS ARI FERRER SÓKNARPRESTUR: ER 45 ÁRA
Matgoggur og bókaormur
MATGOGGUR, BÓKAORMUR OG SÖNGFUGL Carlos Ferrer sóknarprestur syngur með kórnum Vox Academica milli þess sem hann hlustar á bækur í bílnum
og kennir á námskeiðum um áfallahjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ANDLÁT
Ragna Lísa Eyvindsdóttir (Góa),
Borgarheiði 13v, Hveragerði, lést
á sjúkrahúsi á Spáni laugardaginn
25. febrúar.
Jón Jónasson tannlæknir, Suð-
urhlíð 35, Reykjavík, lést á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 27. febrúar.
Guðrún Jónsdóttir, Bakkaflöt
14, Garðabæ, lést af slysförum
þriðjudaginn 28. febrúar.
JARÐARFARIR
13.00 Tove Rigmor Guðmunds-
son, Eyjabakka 1, Reykjavík,
verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju.
15.00 Anna Steindórsdóttir
Haarde, Aflagranda 40,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni.
BABE RUTH
Níu ljóðskáld úr grunnskól-
um Reykjavíkur fengu viður-
kenningu fyrir verk sín í til-
efni af Vetrarhátíð í
Reykjavík. Ljóð ungmennana
voru valin úr hópi 200 ljóða
sem send voru inn í ljóðasam-
keppnina Dýr í norðri sem
hátíðin efndi til ásamt Eddu
útgáfu og Rithöfunda-
sambands Íslands. Þetta er í
annað sinn sem keppnin er
haldin en Þátttökurétt hafa
nemar í fimmtu bekkjum
grunnskóla Reykjavíkur.
Verðlaunahafarnir voru
þau Birna Rós Gísladóttir,
Emil Hilmuson og Hekla
Geirdal Arnardóttir úr Borga-
skóla, Björn Víkingur Þórðar-
son, Viktor Freyr Ólafsson og
Viktor Ásgeirsson úr Víkur-
skóla, Selma Skúladóttir úr
Foldaskóla, Páll Ársæll Haf-
stað úr Vogaskóla og Andrea
Björk Pétursdóttir úr Hlíða-
skóla, en þau tóku á móti við-
urkenningaskjali og bóka-
verðlaunum fyrir
frammistöðuna.
Á sigurljóðunum má sjá að
mikil fjölbreytni er í skáld-
skap ungu kynslóðarinnar. ■
Ung ljóðskáld verðlaunuð
FIMMTUBEKKINGAR Í REYKJAVÍK
Tóku á móti verðlaunum fyrir
skáldskap.
AFMÆLI
Viðar Víkingsson,
kvikmyndagerðar-
maður er 55 ára.
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson, dag-
skrárgerðarmaður er
42 ára.
Ilmur María Stef-
ánsdóttir, myndlist-
arkona er 37 ára.
Kolbrún Anna
Björnsdóttir, leik-
kona er 32 ára.
Vetur
Það er snjór,
það er frost,
það er vetur.
Hreindýrin hlaupa eftir veginum
og það koma spor í snjóinn.
-Emil Hilmuson, Borgaskóla
Selurinn
Selurinn oft um sjóinn fer
með svakalegum krafti
og vippar sér upp á hin votu sker
með vænan lax í kjafti.
-Páll Ársæll Hafstað. Vogaskóla
Í dag heldur Heiða Jóhanns-
dóttir bókmenntafræðingur
erindi um menningarlega
mótun Reykjavíkur. Hún
beinir sjónum sínum að
ímynd borgarinnar sem
villtrar næturlífsborgar
sem hefur verið gegnum
gangandi í markaðssetningu
borgarinnar erlendis. Að
mati Heiðu er miðpunktur
orðræðunnar bein og óbein
loforð um aðgang að „lauslát-
um“ konum og ætlar hún að
velta fyrir sér hvernig rót-
gróin orðræða ferðamanns-
ins, sem hverfist í kring um
andstæður elds og íss, er
yfirfærð á borgarlandslag-
ið.
Í fyrirlestrinum verður
velt upp spurningum hvern-
ig staðalímynd eins og þessi
verður til, hvernig henni er
viðhaldið og hvers konar
átök verða um hana. Hann
hefst klukkan 12.15 í Öskju,
stofu N132 og er í boði Rann-
sóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum.
Næturlífsborgin
Reykjavík
Ósk Guðmundsdóttir
læknamiðill
lést í Svíþjóð 26. febrúar s.l. Jarðarförin auglýst síðar.
Björgvin Kristjánsson
Guðmundur Björgvinsson Andrea Elísdóttir
Indriði Björgvinsson
Trausti Björgvinsson Sigrún Ásgeirsdóttir
Halldór Björgvinsson Jóna Elísdóttir
90 ára. Níræður er í dag
Indriði Guðjónsson
Vogatungu 3, Kópavogi.
Eiginkona hans er
Selma Friðgeirsdóttir
og eru þau að heiman í dag.
Afmæli