Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Hortensía Hydrangea macrophylla Notkun: Blómstrandi planta. Góð í gróðurskála. Birta: Mikil birta en ekki sterkt sólskin á pottinn. Hiti: 18-24°C vor og sumar. 15-18°C haust og vetur. Þolir ekki frost, en ef vetrarhitinn er lægri en 15°C bitnar það á blómguninni, sem verður rýrari. Vökvun: Haldið moldinni síblautri meðan plantan er í vexti, vökvið minna á veturna. Umpottun: Eftir þörfum í stærri pott. Notið ókalkaða (kalksnauða) mold. Áburður: Gefið daufa blöndu vikulega á sumrin. Hortensían hefur líka verið kölluð hindarblóm á íslensku, en ég sé ekki ástæðu til að gera því nafni hátt undir höfði því hortensíunafnið á sér tengsl við ákveðna persónu og örlög hennar. Sú persónusaga er hluti af Evrópusög- unni og þar með hluti af okkar eigin sögu. Hortensíunafnið var plöntunni gefið til að heiðra Hortense de Beauharnais. Hortense þessi var dóttir Jósefínu fyrri konu Napóleons Frakka- keisara. Napóleon gerði Hortense að kjördóttur sinni og gifti hana síðan bróður sínum Louis (Lúðvík Bonap- arte) sem hann svo aftur gerði að kóngi yfir Hollandi sem þá var undir stjórn Frakka. En Louis átti við margt að stríða. Í fyrsta lagi var hið þvingaða hjónaband þeirra Hortensu enginn dans á rósum – þótt tvö eignuðust þau saman börnin. Og í öðru lagi svall Louis móður við að leiðrétta hag Hollend- inga og gætti lítt að hvað bróðir hans ætlaðist fyrir. Það líkaði Napóleoni illa og svipti bróður sinn hinum hollenska konungdómi. Þá hörfaði Louis til Ítalíu, þar sem hann bar svo beinin. En þessi umskipti urðu til þess að hjónaband þeirra Hortensu fjaraði út og hún sneri sér að öðrum, líklega skemmtilegri, mönnum og átti eitt barn til viðbótar. En þessi stutti drottningardómur Hortensu (1806-1811) varð þó til þess að hollenskir garðyrkjumenn heiðruðu hana með því að nota nafn hennar á þessa fallegu plöntu þegar hún kom fyrst á markað. Þá eins og nú hafði gott „lógó“ sitt að segja í markaðssetningu og Hydrangea macrophylla var alls ekki söluvænt nafn. Vísindaheitið þýðir reyndar „þorstlát með stórum blöðum“. Upphaflega hafði sænski grasafræð- ingurinn Carl Peter Thunberg komist yfir nokkrar plöntur í þeim japönsku sveitum þar sem nú er borgin Tókýó í leiðangri sem hann fór á vegum Hollendinga nokkrum árum fyrr. Japanir voru þá búnir að rækta og kynbæta tegundina í margar aldir. Það voru þessi ræktuðu afbrigði sem bárust til Hollands undir lok átjándu aldar. Hollenskir garðyrkjumenn tóku fagnandi við og voru búnir að læra á hana í þann mund sem Hortense settist í hið hollenska hásæti. Hortensían er í eðli sínu fjölær runni sem dafnar ekki inni í stofum nema rétt á meðan hún blómstar. Á öðrum tímum árs er hún betur sett í frostfríum gróðurskála, og þá gjarna sem runni í víðu keri. Ef rækta á plöntuna áfram þarf að stytta allar greinar um helming eftir blómgun og setja hana í 5-7 lítra pott eða stærra ílát. Hortensíur þurfa kalksnauða mold og mikla vökvun meðan þær bera lauf. Í gróðurskálanum þarf hún að fá áburðarvatn vikulega til að vöxtur haldist kröftugur. Á haustin er plöntunum eðlilegast að fella öll lauf og fara í vetrardvala. Blómbrumin þroskast á haustin og þá er áríðandi að halda um 18°C hita á plöntunum til að hafa blómskúfana myndarlega að vori. Þegar brum byrja að þrútna og vöxtur hefst að nýju á vorin má taka hortensíuna inn í glugga aftur. Þar blómgast hún um það bil mánuði síðar og stendur mjög lengi í blóma. Hortensíur eru merkilegar fyrir það að blómlitur þeirra breytist eftir ástandi jarðvegs. Hinn eðlilegi litur þeirra er frá grænhvítu og yfir í skærbleikt. En með því að vökva bleiku afbrigðin með efnasamböndum sem sýra moldina á sérstakan hátt geta garðyrkjumenn kallað fram ýmsa tóna af bláu. Í blómabúðunum er til sérstakur „súr“ áburður sem hentar ef óskað er eftir bláum blómum. ■ Vorboðinn ljúfi - óhamingjusöm drottning C M Y CM MY CY CMY K 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 Útsölulok um helgina Allt að 70% afslátturútsala útsalaútsa la út sa la
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.