Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 78
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR38 ! Dans hefur höfðað til fremur afmarkaðs hóps eða réttara sagt finnst mörgum sem listdans sé þeim hulinn heimur. Öðru hverju spretta fram hópar sem vilja kynna þessa list fyrir almenningi án þess að hún glati þokka sínum. Þann 6.maí er væntanlegur hing- að til lands dansflokkurinn James Sewell Ballet og heldur hann sýn- ingu í Austurbæ. Það er Event sem hefur veg og vanda af komu hópsins sem farið hefur sigurför um heiminn á síðastliðnum fimmtán árum. Að sögn Ísleifs B. Þórhallssonar, hjá Event, hefur fyrirtækið reynt að leita að atrið- um sem eru öðruvísi. „Einhverj- um hámenningarlegum atburð- um sem líka eru skemmtilegir,“ segir Ísleifur en það var í gegn- um samstarfsfélaga hans í Banda- ríkjunum sem Event komst fyrst í tæri við hópinn. „Við fluttum inn Pilobolus sem mæltist mjög vel fyrir hjá áhorfendum og höfum því verið að leita að ein- hverju svipuðu,“ segir Ísleifur. „Kosturinn við að vera gestgjafi á Íslandi er sá að allir vilja koma hingað,“ bætir hann við. James Sewell Ballet hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og Ísleifur telur komu hópsins vera hvalreka á fjörur listunnenda. „Flokkurinn heldur fast í þá hefð sína að fara ótroðnar slóðir, sýna frumlega dansa sem storka tæknilegum takmörkunum ball- etsins,“ ústkýrir Ísleifur en bætir við að flokkurinn leitist við að skemmta og hreyfa við áhorfend- um. „Þetta er mjög líklega eini ballettflokkurinn sem getur stát- að sig af því að áhorfendur bæði gráta og hlæja á sömu sýning- unni,“ segir Ísleifur. Ballett hefur hingað til átt mjög traustan en ef til vill lokað- an aðdáendahóp en Sewell-ball- ettinn hefur reynt að fá fleiri til að skilja listformið. „Flokkurinn hefur hlotið ótal alþjóðlegar við- urkenningar fyrir mikilvægt og frumlegt framlag til nútímaball- etts og er mjög eftirsóttur til sýn- inga um allan heim,“ segir Ísleif- ur en ráðgert er að miðasala hefjist um miðjan mars. -fgg Framúrstefnulegur flokkur BENJAMIN SKUGGI James Sewell Ballet hefur vakið mikla athygli fyrir nálgun sína á nútímaballet og hlotið fjöldan allan af alþjóðlegum viðurkenningum. Kl. 12.05 Ken Farø heldur fyrirlestur á dönsku um samanburð á orðatiltækjum í ólíkum málum á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í Lögbergi, stofu 102. Um þessar mundir á Harmonikufélag Reykjavíkur 20 ára afmæli og efnir í tilefni þess til tónleika í Salnum í Kópavogi. Þar koma fram tveir margverðlaunaðir har- monikuleikarar, Lars Karlsson frá Svíþjóð og Øivind Farmen frá Noregi. Þessir tveir glæsilegu listamenn flytja fjölbreytta og spennandi tónlist úr öllum áttum. Báðir leika þeir jöfnum höndum klassíska tónlist, djass og dægurlög af ýmsu tagi. Heimsókn þeirra verður án efa lyftistöng og menningarauki fyrir starfsemi félagsins sem og annarra harmonikufélaga á land- inu, sem eru fjölmörg. Markmið Harmonikufélags Reykjavíkur hefur frá upphafi verið að glæða áhuga fólks á harmonik- unni og þeim tónlistararfi sem henni sem hljóðfæri fylgir. Á umliðnum 20 árum hefur félagið fylgt markmiðum sínum ötullega fram meðal annars með fjölbreyttu tónleikahaldi hérlendis og þátttöku í tónleikahaldi og menningarhátíðum í öðrum löndum. Þess má geta að þeir félagar leika einnig fyrir dansi í Húnabúð annað kvöld. Tveir með harmonikur Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Gospelnámskeið Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í lifandi söng og tónlist! Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík ásamt Hrönn Svansdóttur, söngkonu og leiðtoga tónlistarstarfs Fíladelfíu. Föstudagur 10. mars kl. 17.00-21.00 Laugardagur 11. mars kl. 10.00-16.00 Sunnudagur 12. mars kl. 10.00-15.00 Þetta námskeið hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum, sem langar að kynna sér og prófa að syngja í gospelkór undir styrkri handleiðslu reynds tónlistarmanns og kórstjórnanda. Námskeiðið er í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju og samanstendur af æfingum og tónleikum í kirkjunni. Ekkert aldurstakmark en börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. Skráning í síma 585-5860 menning@frettabladid.is > Ekki missa af ... ... Himnaríki Árna Ibsen, sem nú er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýningum lýkur í þessum mánuði. ... óperunni Öskubusku eftir Rossini sem sýnd er í Íslensku óperunni með Sesselju Kristjánsdóttur í aðalhlutverki. Aðeins þrjár sýningar eru eftir. ... Talaðu við mig, sýning- um Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu á nýjum verkum eftir Rui Horta og Didy Veldman. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 27 28 1 2 3 4 5 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Tveir margverðlaun- aðir harmonikuleikarar, Lars Karlsson frá Svíþjóð og Øivind Farmen frá Noregi, koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í tilefni af 20 ára afmæli Harmonikufélags Reykjavíkur.  21.00 Þórir heldur tónleika á Kaffi Vín, Laugavegi 73, einn og óstuddur með gítarinn. Frítt inn. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Ken Farø heldur fyrirlest- ur á dönsku um samanburð á orðatiltækjum í ólíkum málum á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í Lögbergi, stofu 102. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid. is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.