Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 4
4 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 1.3.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 64,56 64,86 Sterlingspund 113,33 113,89 Evra 77,03 77,47 Dönsk króna 10,326 10,386 Norsk króna 9,604 9,66 Sænsk króna 8,155 8,203 Japanskt jen 0,5552 0,5584 SDR 92,98 93,54 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 108,3552 ÍRAK, AP Saddam Hussein, einræð- isherrann fyrrverandi, viður- kenndi fyrir dómi í gær að hafa fyrirskipað réttarhöld yfir sjía- múslimum sem síðar voru teknir af lífi. Hann hélt því jafn- framt fram að þetta hefði ekki verið glæpur. Saddam og sjö aðrir eru ákærðir fyrir aftökur 148 sjía-múslima eftir að Sadd- am var sýnt banatilræði árið 1982. „Er það glæpur að vísa til yfirvalda máli sakbornings sem skotið hefur á þjóðarleiðtoga, sama hvert nafn hans var?“ spurði Saddam, og bætti við að hann væri einn ábyrg- ur; hinir hefðu eingöngu fylgt skipunum. Réttarhöldunum var frestað til 12. mars. - smk Réttað yfir Saddam Hussein: Segist vera einn ábyrgur SADDAM Einræðis- herrann fyrrverandi í réttarsal í gær. SKOÐANAKÖNNUN Samfylkingin í Reykjavík bætir við sig fimm pró- sentum en fylgi Sjálfstæðisflokks- ins dalar lítillega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 52 prósent en mældist 55 prósent fyrir mánuði. Samfylkingin fær nú 34,5 pró- sent en Vinstri grænir um sjö pró- sent og Framsóknarflokkurinn fimm prósent. Fylgi Frjálslyndra er tvö prósent. Yrðu þetta úrslit kosninga fengi Sjálfstæðisflokk- urinn hreinan meirihluta eða átta menn kjörna, Samfylking fengi sex menn og Vinstri grænir einn. -shá Ný skoðanakönnun Gallup: D-listinn með meirihluta MÓTMÆLI Um fimmtán ungmenni mótmæltu í gær stóriðjuáformum Alcoa á Íslandi á skrifstofum fyr- irtækisins að Suðurlandsbraut 12. Mótmælendurnir, sem flestir voru á grunnskólaaldri, gengu inn á skrifstofurnar eftir að þeim var hleypt inn og létu ófriðlega. Ingi Kristján Sigmarsson, einn mótmælendanna, sagði lögreglu hafa beitt ungmennin töluverðu harðræði þegar hún skipaði ung- mennunum að fara út af skrif- stofu Alcoa. „Lögreglan beitti ekki ofbeldi en hún henti okkur út af skrifstofunum í bókstaf- legri merkingu.“ Erna Indriða- dóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi, sagðist fagna því að íslensk ungmenni tækju þátt í þjóðfélagsumræðu. „Það er ánægjulegt þegar ungmenni láta skoðanir sínar í ljós og nýta lýð- ræðislegan rétt sinn til þess að mótmæla. Í þessu tilfelli var þeim hleypt inn eftir að þau spurðu um stefnu Alcoa varðandi ráðningar fatlaðs fólks í vinnu. Það er stefna Alcoa að ráða fólk til vinnu eftir hæfileikum.“ Eftir að ungmennin höfðu verið inni á skrifstofunum í skamma stund var lögregla kölluð til vegna óláta. „Því miður var ekki vinnu- friður vegna ólátanna og því var lögreglan kölluð á vettvang.“ - mh Ungmenni mótmæltu stóriðjuáformum Alcoa á skrifstofum Fjarðaáls og Alcoa: Stóriðjuáformum mótmælt UNGMENNI MÓTMÆLA Ungmenni mót- mæla stóriðjuáformum Alcoa á Íslandi með plaströri sem tengir saman tvo einstaklinga. Átti þetta að tákna ofurtrú á stóriðju. FRÉTTALBLAÐIÐ/HARI STÓRIÐIJA Áform um að reisa álver með að minnsta kosti 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári eru háð því að áætlanir um orkuöflun standist. Bernt Reitan, aðstoðarfor- stjóri Alcoa, sagði í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðun félagsins var kynnt í New York í gær að ef vel tækist til og næg orka yrði fáanleg á verði sem um semdist stæði vilji Alcoa til þess að framleiða meira en 250 þúsund tonn af áli ár hvert. „Þetta gæti mögulega orðið fyrsta álver í heimi sem nýtir rafmagn frá jarð- varmaorkuveri til álframleiðsl- unnar,“ sagði Reitan og lýsti ánægju með samstarfið við íslensk stjórnvöld og viðtökur almennings hér á landi. Hann áréttaði að ekki væri búið að taka ákvörðun um að reisa álver á Bakka og næst yrði að huga að orkuöflun og orkuverði. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að næg orka eigi að vera fyrir hendi, ekki síst ef ákvörðun yrði tekin um að taka álver í notkun í tveimur áföngum. „Við rekum jarðvarma- orkuver í Kröflu sem ætlunin er að stækka. Við könnum orkuöflun auk þess í Gjástykki, Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Við teljum okkur vita að svæðið geti gefið 400 til 450 megawatta afl eða allt að 4.000 gígawattstundir á ári,“ segir Friðrik. Meiri óvissa ríki um jarðvarmann en vatnsaflið sem unnt sé að mæla og rannsaka með þekktum aðferðum. „Við leggjum traust okkar á þá þekkingu sem við höfum aflað. Auk þess verða boraðar þrjár tilraunaholur strax á þessu ári. Til þess að fá glögga mynd af svæðinu þarf að bora fyrir um tvo milljarða króna, en sumar holurnar nýtast væntan- lega til orkuframleiðslu. Landsvirkjun hefur ekki átt aðild að staðarvalsathugun á Norðurlandi með stjórnvöldum, sveitarstjórnum og Alcoa. „Næsta skref Alcoa verður líklega að ræða orkuþörf og raforkuverð. Við leggjum ekki í dýrar rann- sóknir nema fyrir liggi nokkur vissa fyrir því að haldið verði áfram. Ef menn verða ásáttir um verðhugmyndir höldum við áfram og leggjum verulega fjármuni í undirbúning.“ Friðrik segir að hraðinn ráðist mjög af því hvernig ganga muni að kanna svæðið og með tilliti til orkuöflunar væri fýsilegra að taka álver við Húsavík í notkun í tveimur áföngum fram til ársins 2015. johannh@frettabladid.is Alcoa vill framleiða meira en 250 þúsund tonn á ári Forstjóri Landsvirkjunar segir að meiri vissa verði að fást um álframleiðslu við Húsavík áður en fyrirtækið stofnar til milljarða útgjalda við undirbúning orkuöflunar. Alcoa vill framleiða meira en 250 þúsund tonn. IÐNAÐARRÁÐHERRA OG AÐSTOÐARFORSTJORI ALCOA Valgerður Sverrisdóttir og Bernt Reitan sjást hér eftir fundinn í New York. Alcoa telur jafnvel fýsilegra að framleiða árlega meira en 250 þúsund tonn af áli við Húsavík náist um það samningar. FRIÐRIK SOPHUS- SON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR „Ef menn verða ásáttir um verðhug- myndir höldum við áfram og leggjum verulega fjármuni í undirbúning.“ ÁLVER Árni Mathiesen fjármála- ráðherra segir að með viljayfir- lýsingu sinni hafi Alcoa ákveðið að halda áfram með verkefnið og þá á Bakka. Það sé auðvitað stór frétt fyrir Húsvíkinga og nágranna en tíðindunum beri að taka með vara. „Við höfum upplifað það áður að verkefni hafa verið komin langt og hætt við þau. Álver á Bakka er ekkert sem við tökum með í okkar útreikninga eða áætlanir enn sem komið er,“ segir hann. - ghs Fjármálaráðherra: Tíðindunum tekið með vara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.