Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 16
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Lestur dagblaða á heims- vísu hefur tekið miklum breytingum með tilkomu fríblaða og aukins fram- boðs frétta á veraldarvefn- um. Fríblöð hér á landi eru vandaðari en fríblöð annars staðar í heiminum, segir Þorbjörn Broddason prófessor. Með betra aðgengi að fjölmiðlum, sérstaklega á veraldarvefnum, hefur lestur fólks á dagblöðum breyst. Margir sérfræðingar á sviði fjölmiðla á heimsvísu spáðu því í kringum síðustu aldamót að lestur á dagblöðum í heiminum ætti eftir að dragast stórlega saman vegna góðs aðgengis af fréttaflutningi á veraldarvefnum sem ekki þyrfti að borga fyrir. Þvert á spár hefur lestur á dag- blöðum haldist nokkuð stöðugur, þrátt fyrir sífellt ítarlegri frétt- flutning á veraldarvefnum þar sem ljósvakamiðlar eru meðal annars farnir að senda út efni í stórum stíl. Hins vegar hafa mörg áskrift- arblöð í heiminum fundið sig knúin til þess að stokka upp í rekstri og stýringu, til þess að bregðast við nýjum aðstæðum. Fyrirmynd fríblaða er frá Svíþjóð Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræðum við Háskóla Íslands, segir hugmyndina að frí- blaði mega rekja til útgáfu á sænska blaðinu Metro. Hugmynd- in með því var að ná upp mark- vissri dreifingu með ódýrum hætti og selja svo auglýsingar í blaðið. „Metro heppnaðist afar vel. Því var dreift á lestarstöðum og á opinberum vettvangi, og á þeim tíma var það nýmæli.“ Erfiðasti þröskuldurinn fyrir fríblöðin að yfirstíga hefur til þessa verið að skapa sér virðingu meðal lesenda. Vegna þess hversu lítill tími fer í lestur blaðanna hjá fólki á lestarferðum sínum í borg- um Evrópu er ritstjórn þessara blaða oft þunnskipuð og meiri- hluti frétta í blððunum endur- flutningur annarra fjölmiðla. Faglegu fréttavinnunni er því ekki alltaf sinnt sem skyldi á frí- blöðunum. „Oftar en ekki eru þessi blöð ekki með sýnilega sjálf- stæða ritstjórnarstefnu, og í því felast oft á tíðum erfiðleikar blað- anna til lengri tíma,“ segir Þor- björn. Fríblaðahugmyndin endurbætt á Íslandi Fréttablaðið var fyrsta fríblaðið hér á landi sem var dreift í stóru upplagi út um allt land. Líkt og Metro var hugmyndin sú að ná til nógu stórs hóps les- enda til þess að auglýsendur sæu sér hag í því að auglýsa í blaðinu. Auk þess hefur frá upphafi verið mikið lagt upp úr faglegum frétta- skrifum. „Í upphafi átti Frétta- blaðið í erfiðleikum. Það endaði með því að það komst í þrot. Síðan komu að Fréttablaðinu nýir eig- endur sem biðu þolinmóðir eftir því að íslenska fríblaðshugmynd- in fengi að þroskast.“ Þorbjörn segir Fréttablaðið skera sig nokkuð frá mörgum frí- blöðum í Evrópu. „Ég lít svo á að hugmyndin að Fréttablaðinu sé endurbætt útgáfa af dæmigerðu fríblaði í Evrópu. Fréttablaðið hefur náð virðingu lesenda með því að leggja meira upp úr vand- aðri umfjöllun en mörg fríblöð erlendis. Þannig hefur það náð góðri fótfestu á markaði hér á landi, sem erfitt var að sjá fyrir í upphafi.“ Tvö fríblöð á íslenskum markaði Blaðið, sem er fríblað líkt og Fréttablaðið, bættist í hóp íslenskra dagblaða á síðasta ári. Karl Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Árs og Dags sem gefur út Blaðið, telur að fríblöð fái í framtíðinni sífellt stærri hluta af dagblaðamarkaði, bæði hér á landi og erlendis. „Mér finnst líklegt að fríblöð erlendis verði staðbundnari en sams konar blöð hér á landi. Það verður ekki mikið um fríblöð á landsvísu erlendis, heldur verður frekar einblínt á ákveðnar borgir eða landshluta. Hins vegar er hægt að haga dreifingarmálum hér á landi þannig að blöðin berist inn á heim- ili um allt land.“ Karl telur að Fréttablaðið og Blaðið verði um næstu áramót mest lesnu blöð landsins. Í dag hefur Fréttablaðið töluvert for- skot á keppinauta sína. Morgunblaðið, sem er áskrift- arblað, kemur næst á eftir Frétta- blaðinu með um 54 prósenta meðallestur. Karl telur Morgunblaðið líklegt til þess að halda stöðu sinni á markaði, en jafnframt muni aðlög- un blaðsins að breyttu landslagi fjölmiðla taka nokkurn tíma. „Ég held að það sé pláss fyrir tvö stór fríblöð en markaðurinn þolir hins vegar ekki fleiri fríblöð en það. Ég held að Fréttablaðið og Blaðið verði með svipaðan lestur um næstu áramót. Þar mun svipuð dreifing að sjálfsögðu ráða mestu.“ FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Fríblöðin eru mest lesnu dagblöðin ÍSLENSKU DAGBLÖÐIN Aukið aðgengi fólks að fréttaflutningi, bæði á innlendum og erlend- um fréttamiðlum, hefur haft mikil áhrif á lestu dagblaða í heiminum. Fríblöð verða sífellt vinsælli, á meðan áskriftarblöð þurfa að hafa meira fyrir því en áður að ná til lesenda. Athyglisverð ráðstefna sem bar yfirskrifina Skógar í þágu lýðheilsu fór fram um helgina en þar kynntu fjölmargir aðilar nýja sýn á skóga sem útivistarsvæði og gildi slíkra svæða fyrir líf og heilsu landsmanna. Erlendis hefur sama umræða átt sér stað lengi og telja margir að ekki finnist betri eða hollari útivist en í skóglendi. Brynjólfur Jónsson er fram- kvæmdastjóri Skógræktar- félags Íslands. Hvað er þarna um að ræða? Þetta er nýtt fyrir okkur hér en hefur lengi verið ofarlega á baugi erlendis víða og við viljum vekja athygli á hérlendis. Meiningin er að skóglendi hafi beinlínis jákvæð áhrif á lýðheilsu almennings með ýmsum hætti og að markmiðin eigi að vera meira í þá átt að byggja upp slíka staði nálægt þéttbýlum svæðum og leggja í staðinn minni áherslu á nytjaskóga eins og við til dæmis gerum hér. Hvernig eru áhrif skóganna jákvæð? Það er svo mikil fjölbreytni í skógunum. Þeir breytast eftir árstíðum en veita nær alltaf skjól og vernd fyrir veðri og vindum, jafnvel um hávetur. Skynjun fólks á skóg- unum er breytileg og þeir hafa mismunandi áhrif á hvern og einn en nær alltaf jákvæð áhrif. Þar má yfirleitt finna kyrrð og ró og í því samfélagi sem hér er orðið er það nokkuð sem við verðum að varðveita og helst auka. Erlendis sýna kannanir að sé til falleg gróðurvin nálægt borgum sækja allt að níutíu prósent íbúanna í skóginn á einhverjum tímapunkti. Er ætlunin að efla slíka skógrækt í framhaldinu? Sé fólk meðvitað um að dvöl í fallegum skógi er til heilsubótar og almennrar ánægju er ekki útilokað að almenningur kalli eftir fleiri slíkum svæðum í framtíð- inni. Víða er gott svæði til uppbyggingar og margir geta vart beðið eftir að vinnu- dagurinn endi svo hægt sé að taka göngutúr um gróið og fallegt svæði. Því fleiri sem komast á þá skoðun, því líklegra er að fjármagni verði veitt til slíkra verkefna. SPURT OG SVARAÐ: SKÓGAR Í ÞÁGU LÝÐHEILSU Skógar bæta líðan og geð október 2001 janúar 2005 janúar 2006 59% LESTUR DAGBLAÐA Á ÍSLANDI Meðallestur dagblaða frá október 2001 til janúar 2006 38% 37% 63% 50% 32% 15% 67% 49% 29% 16% Fréttablaðið Morgunblaðið Blaðið DV LESTUR FRÍBLAÐA Á ÍSLANDI 38% 63% 32% 29% Fréttablaðið Blaðið 44% 47%54% 67% Fyrsta könnun Fréttablaðsins okt. 2001 Fyrsta könnun Blaðsins júní 2005 Allt landið Fréttablaðið Blaðið Höfuðborgarsv. Mótorhjólasamtökin Vítisenglar hafa kært Disney fyrirtækið fyrir að nota nafn og merki klúbbsins, sem eru skráð vörumerki, í kvikmynd sem er fyrirhugað að hefja tökur á í vor. Forsvarsmenn samtakanna segjast ekki hafa fengið í hendur handrit kvikmyndarinnar en hún fjallar um hóp miðaldra mótorhjóla- kappa sem rekst á Vítisengla á ferð sinni um Bandaríkin. Alræmd samtök Mótorhjólasamtökin voru stofnuð í Bandaríkj- unum árið 1948 sem klúbbur áhugamanna um mótorhjól. Þetta eru elstu og stærstu samtök sinnar tegundar í heimi og eru klúbbar starfræktir í 26 löndum. Ekki er hægt að ganga í samtökin nema með því að vera boðið af félagsmanni. Fjölmiðlaumfjöllun um Vítisengla hefur í gegnum tíðina einkum snúið að umfangs- mikilli glæpastarfsemi á borð við vændi og fíkniefnasölu. Forsvarsmenn samtakanna hafa unnið að því að bæta ímynd Vítisengla og halda því fram að megnið af þeim sé löghlýðnir borgarar. Sjálfir kynna þeir sig sem 1 prósent samtök og eiga með því við að 99 prósent Vítisengla séu löghlýðnir og aðeins eitt prósent félagsmanna séu glæpamenn sem skapa það óorð sem fer af samtökun- um. Einnig saka þeir fjölmiðla um að kynda undir þessari slæmu ímynd með ósanngjarnri umfjöllun. Frægasti Vítisengillinn Ralph „Sonny“ Barger, stofnmeðlimur samtaka Vítisengla í Oakland í Bandaríkjunum er einna frægasti Vítisengillinn. Sjálfsævisaga hans, Hells Angels: The life and times of Sonny Barger and the Hells Angels motorcycle club, varð metsölubók í Bandaríkjunum. FBL GREINING: VÍTISENGLAR 99 prósent mótorhjólasamtök 1975 1985 1995 2005 K A R LA R K O N U R 94% 88% 75% 66% 6% 12% 25% 34% > SVONA ERUM VIÐ Hlutfall karla og kvenna sem eru prófessorar, dósentar og lektorar við íslenska háskóla Heimild: Hagstofa Íslands ARTHUR GEIR BALL VARÐ FYRIR FÓLSKULEGRI LÍKAMSÁRÁS Reyndi að drepa mig með straujárni „AUGAÐ Á HONUM STÓÐ ÚT Í LOFTIÐ,“ SEGIR MAMMA ARTHURS 2x15 12.3.2006 21:17 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.