Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 38
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR20 Við hafnarbakkann í Hafnar- firði þjóta upp nýbyggingar í návígi við tvö hundruð ára gömul hús. Enda þótt Hafnarfjörður geti rakið sögu sína aftur á 16. öld sem ein helsta verslunarhöfn landsins fór hann ekki að byggjast að ráði fyrr en þilskipaútgerð hófst upp úr miðri 18. öld. Hann var hluti af Álftaneshreppi til 1908 er hann öðlaðist kaupstaðarréttindi og 32 ára aðskilnaðarferli lauk. Þá bjuggu þar 1.469 manns. Hafnfirð- ingar fengu fyrstir landsmanna rafmagn í hús sín árið 1904 og þeir voru líka fyrstir til að byggja sér- stakt ráðhús undir stjórnsýslu bæjarins 1944. Fyrsti heillegi skipulagsuppdrátturinn af Hafn- arfirði leit dagsins ljós 1933 og árið 1947 var ákveðin íbúðabyggð í Hvaleyrarholtinu norðanverðu og á svæðinu umhverfis Hamar- inn. Snemma á 6. áratugnum byggðust Kinnarnar og Börðin og á sjöunda áratugnum Arnarhraun og Smyrlahraun. Þar og víðar í eldri hverfum bæjarins eru for- kunnarfallegir garðar með hraun- bollum og náttúrulegum gróðri. Í byrjun 8. áratugarins hófst upp- bygging í Norðurbænum í átt að Álftanesinu. Þar risu einbýli, rað- hús og fjölbýlishús við götur sem flestar enda á -vangur, verslanir og skóli fylgdu í kjölfarið. Átta árum síðar var Norðurbærinn fullbyggður og víðfeðmt atvinnu- svæði risið á hluta Flatahrauns en næsta íbúðahverfi valinn staður í Hvömmunum í Suðurbænum laust eftir 1980. Þar sem bóndinn á Set- bergi hafði heyjað og beitt búpen- ingi sínum hófst uppbygging um 1985 sem varði fram undir aldar- lok. Vítt útsýni er ofan af berginu. Samtímis komu menn upp húsum í Mosahlíð og suðurhluta Hvaleyr- arholts. Nýr bæjarhluti Hafnarfjarðar byrjaði að myndast rétt fyrir alda- mótin er fyrstu íbúðir í Áslands- hverfi risu. Vellirnir voru lagðir undir upp úr aldamótum og eru í hraðri uppbyggingu. Fullbyggð munu þessi svæði, ásamt Hamra- nesi, rúma allt að 5.300 íbúðir eða um fimmtán til sautján þúsund íbúa í nálægð við ósnortið hraun. Jafnframt eru íveruhús í byggingu á Norðurbakkanum þar sem áður var unnið í fiski og olíutankar sem trónað hafa á Hvaleyrarholtinu skulu víkja fyrir byggð með útsýni til norðurs og vesturs. Íbúar í Hafnarfirði voru 22.451 talsins hinn 1. desember 2005. Mest hefur fjölgunin orðið undanfarin fimmt- án ár, rúm fimmtíu prósent. H ve rf ið m it t �� � ������ ���� ������� ��� ������� �������� ����� ����� ������� ���� ����� ������ ������ ������ �������������� ������� ������� ������� �������� ��������� ������� ������������ ��� ������ ������� ������� ����� �������� ���������� ������� ������ �������� ������������� ������ ������ �� �� ������ ����� ���� ������ ������ ������ ������ ���� ������ ����� ��� ��� ���������� ���� ��� �� ��������� ������ ����� ��������� ��� ������� ���� ���� ������ ������� ��������� ������������ ������� ����� ����� ������������� ��������� ������� ��������� ��������� �������� ������ ����� ��� ���� ��� ������ ���� ���������� ���������� ����� ������ �������� ���������� �������� ������� ��������� ������ ������������� ����������� ���� ������ ��������� ���� ��� ����� ������ ������� �������� ���������� ���������� �������� ������ ����� ����� ����� ����� ����� ������ ���� ���� ������������ �������� ���������� ����������� ��������� ���������� ������ ������������ ������������� �������� ������������� ��������� ����������� ��������� �������� �� ��� ���� ��� ��� �� ���� �� ��� �� �� ��� ��� ��� ��� �� �� LEYNISTAÐUR Stígur milli Arnarhrauns, Klettahrauns og Álfaskeiðs. Gott dæmi um heimili alþýðu- fólks í byrjun síðustu aldar. Siggubær stendur við Kirkjuveg 10 í Hafnarfirði. Hann var byggð- ur að stofni til árið 1902 en bætt við hann tvívegis eftir það, fyrst 1906 og aftur 1915. Siggubær er dæmigerður timburbær, klædd- ur bárujárni, allur undir súð og einungis með glugga á göflum. Samtals er hann um 24 fermetr- ar að stærð en þar bjó lengi þriggja manna fjölskylda sem leigði um tíma út eitt herbergi. Í garðinum vex heggur sem var gróðursettur 1913. Hann er elsta tré Hafnarfjarðar. Þau sem byggðu Siggubæ voru Erlendur Marteinsson og Sigurveig Ein- arsdóttir. Dóttir þeirra var Sig- ríður, kölluð Sigga sem bærinn er kenndur við. Hún var mikil jafnaðarkona sem lagði sitt lóð á vogarskálar verkalýðshreyfing- arinnar og barðist fyrir bygg- ingu dagheimilis fyrir börn. Hún lést 1980 en Byggðasafn Hafnar- fjarðar hefur tekið bæinn til varðveislu með öllum innan- stokksmunum og opnað hann almenningi. Siggubær Þjónusta LEIKSKÓLAR, GRUNNSKÓLAR, HEILSUGÆSLA, MATVÖRUMARK- AÐIR. Leikskólar ARNARBEREG Haukahrauni 1 ÁLFABERG Álfaskeiði 16 ÁLFASTEINN Háholti 17 HJALLI Hjallabraut 55 HLÍÐARBERG Hlíðarbergi 1 HLÍÐARENDI Úthlíð 1 HVAMMUR Staðarhvammi 23 HÖRÐUVELLIR Tjarnarbraut 30 KATÓ Hlíðarbraut 10 NORÐURBERG Norðurvangi 15b SMÁRALUNDUR Smárabarði 1 TJARNARÁS Kríuási 2 VESTURKOT Miklaholti 1 VÍÐIVELLIR Miðvangi 39 STEKKJARÁS Ásbraut 4 Grunnskólar ÁSLANDSSKÓLI Kríuási 1 ENGIDALSSKÓLI Breiðvangi 42 HRAUNVALLASKÓLI Ásvöllum 1 HVALEYRARSKÓLI Akurholti 1 LÆKJARSKÓLI Sólvangsvegi 4 SETBERGSSKÓLI Hlíðarbergi VÍÐISTAÐASKÓLI Hrauntungu 7 ÖLDUTÚNSSKÓLI Öldutúni Heilsugæslan HEILSUGÆSLAN FJÖRÐUR Fjarðargötu 13 HEILSUGÆSLAN SÓLVANGI Sólvangsvegi 2 Matvörumarkaðir BÓNUS Helluhrauni 18 og Tjarnarvöll- um 15 KRÓNAN Hvaleyrarbraut 3 10-11 Staðarbergi 24 og Firði FJARÐARKAUP Hólshrauni 1 NÓATÚN Reykjavíkurvegi 50 Vaxandi bær á gömlum grunni Siggubær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heimildir: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, fyrsta bindi. Höf. Ásgeir Guðmunds- son. Útg. Skuggsjá 1983. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005– 2025 – Drög að greinargerð. Horft ofan af hamrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bjart er yfir Áslandshverfi. Vitinn á Álfaskeiðinu er eitt af táknum Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Höfnin sem bærinn heitir eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jónatan Garðarsson fjöl- miðlamaður er Hafnfirðingur af Guðs náð. Það eru fimmtíu og eitt ár frá því ég kom fyrst í Hafnarfjörð því ég er fæddur hér og uppalinn. Bjó einn vetur í Reykjavík meðan ég var í MH og hafði svo mikla heim- þrá að ég fór á kvöldin upp í Öskjuhlíð og horfði heim! Næsta vetur tók ég strætó í skólann frek- ar en vera einn og yfirgefinn í stórborginni. Rætur mínar eru í Suðurbænum í Hafnarfirði og konunnar minnar líka. Þegar við fórum að búa vorum við bæði að vinna í Reykjavík og töluðum um það stundarkorn hvort við ættum að kaupa okkur húsnæði þar en ákvörðunin var fljóttekin. Við höfum búið hér í Firðinum á nokkrum stöðum en erum nú í Áslandinu þar sem við byggðum okkur hús fyrir fimm árum. Hafn- arfjörður er söguríkt og vinalegt samfélag. Mér finnst alltaf eins og ég búi í litlu þorpi, það gerir höfnin og hversu stutt er út í nátt- úruna. Þrátt fyrir að hér sé íþróttakritur og pólitískur krytur þá standa bæjarbúar þétt saman. Söguríkt samfélag Jónatan er meðal frumbyggja í Áslandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.