Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 10
10 13. mars 2006 MÁNUDAGUR NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 8 9 Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr. FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI! HRAÐAKSTUR Frá morgni og fram á miðjan dag í gær hafði lögreglan á Akureyri afskipti af hátt á þriðja tug ökumanna sem óku á 70 til 97 km hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 50 km á klukku- stund. Hermann Karlsson, varð- stjóri á Akureyri, segir að fyrstu daga marsmánaðar hafi fimm öku- menn verið teknir á svo miklum hraða að þeir verði sviptir ökuleyfi en það sem af er ári hefur Akur- eyrarlögreglan kært sex sinnum fleiri ökumenn fyrir of hraðan akstur en á sama tímabili í fyrra. Á þessu ári hefur lögreglan á Akureyri tekið 350 ökumenn fyrir of hraðan akstur en á sama tíma- bili í fyrra voru 58 ökumenn kærð- ir fyrir hraðakstur. Hermann segir lögregluna á Akureyri leggja mikla áherslu á eftirlit á þjóðvegum í nágrenni bæjarins en einnig í íbúðarhverf- um á Akureyri og við grunnskól- anna. „Við notum bæði merktar og ómerktar lögreglubifreiðar við eftirlitið, sem og hraðamyndavél sem virkilega hefur sannað gildi sitt,“ segir Hermann. - kk Kærur vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akureyri: Sex sinnum fleiri en í fyrra ÁREKSTUR Á AKUREYRI Lögreglan á Akureyri notar bæði merktar og ómerktar lögreglubif- reiðar við umferðareftirlit en einnig hraðamyndavél. FRÉTTABLAÐIÐ/KK GEIMFARAR Brasilíumaðurinn Marcos Pontes (t.h.), Rússinn Pavel Vinogradov og Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Williams búa sig nú undir geimferð sem hefst 30. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Straumur vestrænna ferðamanna til Egyptalands hefur snarminnkað í kjölfar mótmæla landsmanna vegna myndbirtinga Jótlandspóstsins og annarra fjöl- miðla á teiknimyndum af spá- manninum Múhameð. Hafa ferðamálayfirvöld af þessu þungar áhyggjur enda er ferðamannaiðnaðurinn ein af undir- stöðuatvinnugreinum í landinu. Hefur vestrænum ferðalöngum þannig fækkað það sem af er þessu ári um þrjátíu prósent og munar mikið um fólk frá Norðurlöndum en 314 þúsund ferðamenn þaðan sóttu landið heim á síðasta ári. Standa því mörg lúxushótelin að mestu auð þessa dagana á tíma sem venjulega er háannatími á helstu ferðamannastöðum í land- inu og hyggjast egypsk ferðamála- yfirvöld standa að auglýsingaher- ferð í Danmörku og Svíþjóð næstu daga í þeirri von að lokka megi fleiri ferðamenn til landsins. - aöe TÓMLEGT Egyptaland er ekki efst á lista vestrænna ferðalanga þessa dagana en auglýsingaherferð á að lokka Dani og Svía aftur í heimsókn. NORDICPHOTOS/AFP Mikil fækkun ferðalanga til Egyptalands: Lúxushótel standa auð á háannatímaBJÖRGUNARMÁL Áhöfn Sifjar, björg-unarþyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á laugardag til að leita að neyðarsendi í Smáíbúða- hverfinu í Reykjavík. Stöðugar neyðarsendingar höfðu borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um gervihnött. Leitað hafði verið án árangurs að neyðarsendinum og var því brugðið á það ráð að óska aðstoðar þyrlu Landhelgis- gæslunnar til að miða út neyðar- sendinn. Leit þyrlunnar bar árangur og gat áhöfn þyrlunnar bent á svæð- ið þar sem sendirinn fannst. Var slökkt á honum í kjölfarið. Áhöfn Sifjar var svo aftur kölluð út stuttu síðar til að leið- beina flugvél til Reykjavíkur sem var eingöngu útbúin til sjónflugs, en skyggni var slæmt. - sag Þyrla Landhelgisgæslunnar: Leitaði að neyðarsendi SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar Húna- vatnshrepps og Áshrepps sam- þykktu sameiningu hreppanna í atkvæðagreiðslu á laugardag. Mikill áhugi var fyrir kosning- unni í Áshreppi og var þátttakan 95,3 prósent. Þar vildu 68,3 pró- sent sameiningu en 81 prósent í Húnavatnshreppi, þar sem rúmur helmingur nýtti kosningaréttinn. Húnavatnshreppur varð til við sameiningu fjögurra hreppa í árs- byrjun og bætist Áshreppur nú í þann hóp. Íbúum í Húnavatns- hreppi fjölgar um 66 og verða 471 talsins þegar sameiningin tekur gildi 27. maí næstkomandi. - rsr Kosningar í A-Húnavatnssýslu: Tveir hreppar sameinaðir STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON Forseti ASÍ 1939- 1940 BJÖRN JÓNSSON Forseti ASÍ 1972- 1980 HERMANN GUÐMUNDSSON Forseti ASÍ 1944- 1948 HANNIBAL VALDIMARSSON Forseti ASÍ 1954- 1971 JÓN BALDVINS- SON Forseti ASÍ 1916-1938 LEIÐRÉTTING Í greininni Alþýðusamband Íslands 90 ára í blaðinu í gær víxluðust myndatextar. INDÓNESÍA, AP Tvö börn í Indónesíu hafa orðið fuglaflensunni að bráð og hafa nú alls 22 manns dáið af völdum fuglaflensu í Indónesíu. Tólf ára stúlka lést í bænum Solo í Indónesíu og þriggja ára drengur í Semarang. Talið er að bæði börnin hafi komist í návígi við sjúka kjúklinga áður en þau veiktust. Siti Fadilah Supari, heilbrigðisráðherra Indón- esíu, fullyrti að stjórnvöld myndu bregðast við og herða varnir gegn flensunni. Einnig sagði hún að stjórnvöld hygðust flytja meiri birgðir af lyfinu Tamiflu til lands- ins. H5N1-afbrigði fuglaflensunnar hefur drepið eða leitt til slátrunar meira en 140 milljóna kjúklinga og anda í Asíu síðan 2003 og hefur nýlega borist til Evrópu, Afríku og Mið-Austurlanda. Alls hafa 97 manns látist af veikinni, þar af tveir þriðju hlutar í Indónesíu og Víetnam, samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar. Á sunnudag staðfestu stjórn- völd í Kamerún að fuglaflensuveir- an hefði greinst í önd þar í landi. Kamerún er fjórða Afríkuríkið sem tilkynnir um veiruna, sem greindist fyrst í Afríku í febrúar. Ekki er vitað til þess að veikin hafi borist í menn í álfunni. -bg/sdg Um 140 milljónum fugla fargað í Asíu: Tvö börn létust af völdum fuglaflensu FUGLAFLENSA Kjúklingum er hér slátrað í Indónesíu en þar hafa tvö börn orðið fuglaflensunni að bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.