Fréttablaðið - 13.03.2006, Qupperneq 10
10 13. mars 2006 MÁNUDAGUR
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
HRAÐAKSTUR Frá morgni og fram á
miðjan dag í gær hafði lögreglan á
Akureyri afskipti af hátt á þriðja
tug ökumanna sem óku á 70 til 97
km hraða á klukkustund þar sem
hámarkshraði er 50 km á klukku-
stund. Hermann Karlsson, varð-
stjóri á Akureyri, segir að fyrstu
daga marsmánaðar hafi fimm öku-
menn verið teknir á svo miklum
hraða að þeir verði sviptir ökuleyfi
en það sem af er ári hefur Akur-
eyrarlögreglan kært sex sinnum
fleiri ökumenn fyrir of hraðan
akstur en á sama tímabili í fyrra.
Á þessu ári hefur lögreglan á
Akureyri tekið 350 ökumenn fyrir
of hraðan akstur en á sama tíma-
bili í fyrra voru 58 ökumenn kærð-
ir fyrir hraðakstur.
Hermann segir lögregluna á
Akureyri leggja mikla áherslu á
eftirlit á þjóðvegum í nágrenni
bæjarins en einnig í íbúðarhverf-
um á Akureyri og við grunnskól-
anna. „Við notum bæði merktar og
ómerktar lögreglubifreiðar við
eftirlitið, sem og hraðamyndavél
sem virkilega hefur sannað gildi
sitt,“ segir Hermann. - kk
Kærur vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akureyri:
Sex sinnum fleiri en í fyrra
ÁREKSTUR Á AKUREYRI Lögreglan á Akureyri notar bæði merktar og ómerktar lögreglubif-
reiðar við umferðareftirlit en einnig hraðamyndavél. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
GEIMFARAR Brasilíumaðurinn Marcos
Pontes (t.h.), Rússinn Pavel Vinogradov og
Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Williams búa
sig nú undir geimferð sem hefst 30. mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Straumur vestrænna
ferðamanna til Egyptalands hefur
snarminnkað í kjölfar mótmæla
landsmanna vegna myndbirtinga
Jótlandspóstsins og annarra fjöl-
miðla á teiknimyndum af spá-
manninum Múhameð.
Hafa ferðamálayfirvöld af
þessu þungar áhyggjur enda er
ferðamannaiðnaðurinn ein af undir-
stöðuatvinnugreinum í landinu.
Hefur vestrænum ferðalöngum
þannig fækkað það sem af er þessu
ári um þrjátíu prósent og munar
mikið um fólk frá Norðurlöndum
en 314 þúsund ferðamenn þaðan
sóttu landið heim á síðasta ári.
Standa því mörg lúxushótelin
að mestu auð þessa dagana á tíma
sem venjulega er háannatími á
helstu ferðamannastöðum í land-
inu og hyggjast egypsk ferðamála-
yfirvöld standa að auglýsingaher-
ferð í Danmörku og Svíþjóð næstu
daga í þeirri von að lokka megi
fleiri ferðamenn til landsins.
- aöe
TÓMLEGT Egyptaland er ekki efst á lista
vestrænna ferðalanga þessa dagana en
auglýsingaherferð á að lokka Dani og Svía
aftur í heimsókn. NORDICPHOTOS/AFP
Mikil fækkun ferðalanga til Egyptalands:
Lúxushótel standa
auð á háannatímaBJÖRGUNARMÁL Áhöfn Sifjar, björg-unarþyrlu Landhelgisgæslunnar,
var kölluð út á laugardag til að
leita að neyðarsendi í Smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík. Stöðugar
neyðarsendingar höfðu borist
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
um gervihnött. Leitað hafði verið
án árangurs að neyðarsendinum
og var því brugðið á það ráð að
óska aðstoðar þyrlu Landhelgis-
gæslunnar til að miða út neyðar-
sendinn.
Leit þyrlunnar bar árangur og
gat áhöfn þyrlunnar bent á svæð-
ið þar sem sendirinn fannst. Var
slökkt á honum í kjölfarið.
Áhöfn Sifjar var svo aftur
kölluð út stuttu síðar til að leið-
beina flugvél til Reykjavíkur sem
var eingöngu útbúin til sjónflugs,
en skyggni var slæmt.
- sag
Þyrla Landhelgisgæslunnar:
Leitaði að
neyðarsendi
SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar Húna-
vatnshrepps og Áshrepps sam-
þykktu sameiningu hreppanna í
atkvæðagreiðslu á laugardag.
Mikill áhugi var fyrir kosning-
unni í Áshreppi og var þátttakan
95,3 prósent. Þar vildu 68,3 pró-
sent sameiningu en 81 prósent í
Húnavatnshreppi, þar sem rúmur
helmingur nýtti kosningaréttinn.
Húnavatnshreppur varð til við
sameiningu fjögurra hreppa í árs-
byrjun og bætist Áshreppur nú í
þann hóp. Íbúum í Húnavatns-
hreppi fjölgar um 66 og verða 471
talsins þegar sameiningin tekur
gildi 27. maí næstkomandi. - rsr
Kosningar í A-Húnavatnssýslu:
Tveir hreppar
sameinaðir
STEFÁN JÓHANN
STEFÁNSSON
Forseti ASÍ 1939-
1940
BJÖRN JÓNSSON
Forseti ASÍ 1972-
1980
HERMANN
GUÐMUNDSSON
Forseti ASÍ 1944-
1948
HANNIBAL
VALDIMARSSON
Forseti ASÍ 1954-
1971
JÓN BALDVINS-
SON Forseti ASÍ
1916-1938
LEIÐRÉTTING
Í greininni Alþýðusamband Íslands 90 ára í blaðinu í gær víxluðust myndatextar.
INDÓNESÍA, AP Tvö börn í Indónesíu
hafa orðið fuglaflensunni að bráð
og hafa nú alls 22 manns dáið af
völdum fuglaflensu í Indónesíu.
Tólf ára stúlka lést í bænum Solo í
Indónesíu og þriggja ára drengur í
Semarang.
Talið er að bæði börnin hafi
komist í návígi við sjúka kjúklinga
áður en þau veiktust. Siti Fadilah
Supari, heilbrigðisráðherra Indón-
esíu, fullyrti að stjórnvöld myndu
bregðast við og herða varnir gegn
flensunni. Einnig sagði hún að
stjórnvöld hygðust flytja meiri
birgðir af lyfinu Tamiflu til lands-
ins.
H5N1-afbrigði fuglaflensunnar
hefur drepið eða leitt til slátrunar
meira en 140 milljóna kjúklinga
og anda í Asíu síðan 2003 og hefur
nýlega borist til Evrópu, Afríku og
Mið-Austurlanda. Alls hafa 97
manns látist af veikinni, þar af
tveir þriðju hlutar í Indónesíu og
Víetnam, samkvæmt upplýsingum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar.
Á sunnudag staðfestu stjórn-
völd í Kamerún að fuglaflensuveir-
an hefði greinst í önd þar í landi.
Kamerún er fjórða Afríkuríkið
sem tilkynnir um veiruna, sem
greindist fyrst í Afríku í febrúar.
Ekki er vitað til þess að veikin hafi
borist í menn í álfunni. -bg/sdg
Um 140 milljónum fugla fargað í Asíu:
Tvö börn létust af
völdum fuglaflensu
FUGLAFLENSA Kjúklingum er hér slátrað í Indónesíu en þar hafa tvö börn orðið
fuglaflensunni að bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP