Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 20
[ ]
Þegar sett er upp eldhúsinn-
rétting getur verið snúið að
finna efni á svæðið milli borð-
plötu og efri skápa.
Finna þarf milliefni sem eru flott og
passa við eldhúsinnréttinguna. Ein-
faldast er að leyfa veggnum að
njóta sín og mála hann í skemmti-
legum lit. Margir bregða á það ráð
að flísaleggja, sem er einföld og oft-
ast ódýr lausn.
Sumir setja til dúk eða veggfóð-
ur milli skápa. Enn aðrir setja park-
ett sem tónar við borðplötuna. Einn
möguleiki er setja járnplötur, ekki
ósvipaðar þeim sem sjá má í stórum
matreiðslueldhúsum.
EPSON Stylus D68
ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími: 568-1581 | www.thor.is
9.900
* 4 aðskilin Hylki
* 5760 dpi upplausn
* Allt að 17bls á min
* Prentar útá jaðar
* USB 2
* Aðeins 990kr hylkið
* Windows & Mac Os
Hagkvæmur!
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
����������������
����������������������������������
����������������������� ������
����������������������������
���������
������������������������
�������������������������
�������������������������������
�����������������
������������������������
��������������������� �����
�
�
�
��
��
��
���
�
���������������������������������
534 1300
w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s
Útsýni með stíl
Vandað, einfalt og ódýrt
Hafðu samband og við
komum heim til þín
Uppáhaldshús arkitektsins
Freys Frostasonar er Ásmund-
arsafn í Sigtúni. Húsið er byggt
á árunum 1942 til 1950 og er
svo sannarlega hið eina sinnar
tegundar á Íslandi.
Húsið hýsir nú safn helgað
Ásmundi Sveinssyni myndhöggv-
ara. Bygginguna hannaði og
byggði Ásmundur að mestu sjálf-
ur en innblástur sótti hann suður
til Miðjarðarhafsins. „Kúluhúsin
komu fyrst en Ásmundur sótti inn-
blásturinn til kúluhúsa araba,“
segir Freyr. „Pýramídaformið er
einnig áberandi en það er fengið
beint frá Egyptalandi.“
Ásmundur bjó sjálfur í húsinu
en þegar hann lést 1982 ánafnaði
hann Reykjavíkurborg húsið og
verk sín. Það var gert að safni árið
eftir í virðingarskyni við Ásmund
og til að halda minningu hans á
lofti. Byggt var við safnið árið
1991 en þá voru stakar einingar
hússins, kúlan og boginn, tengd
saman. Viðbygginguna teiknaði
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt.
Ásmundur var mikill framfara-
maður og öflugur talsmaður
tækniframfara, uppbyggingar og
mannjöfnuðar. Hann fylgdist vel
með og var fljótur að tileinka sér
það sem var efst á baugi hverju
sinni. Þetta endurspeglast í nafn-
giftum verka hans, sem kallast
Geimdreki, Samhljómur hnatt-
anna og Röntgenminnisvarði svo
dæmi séu tekin. Ásmundur var
einn af fyrstu íslensku mynd-
höggvurunum til að vekja alþjóð-
lega athygli. Þrátt fyrir frægð
sína var honum illa við þá tilhugs-
un að verk hans lentu í höndum
fárra efnamanna. Hann vildi mun
fremur gera þau aðgengileg
almúganum og að sem flestir gætu
notið þeirra.
Árlega eru haldnar sýningar í
Ásmundarsafni á verkum Ásmund-
ar. Þessar sýningar eiga að draga
fram mismunandi áherslur í list
hans. Í safninu eru einnig haldnar
sýningar á verkum annarra lista-
manna en árið 1998 voru skráð
2.362 listaverk í eigu safnsins, þar
af 384 höggmyndir.
„Húsið er algjörlega einstakt.
Vegna þess að það er í miðjum
höggmyndagarði verður það að
listaverki í sjálfu sér,“ segir Freyr.
„Þetta er staður sem alltaf er gott
að koma á.“ tryggvi@frettabladid.is
Góður staður að heimsækja
Freyr og Ásmundarsafn. Húsið er svo sannarlega hið eina sinnar tegundar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Klassískar flísar sem fara vel við hvaða
eldhúsinnréttingu sem er.
FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTINN
Dæmi um vinsælt flísaefni sem notað er
sem milliefni í eldhúsinnréttingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTINN
Milliefni í eldhúsinnréttinguna
Flísar sem líkjast múrverki en múrverk getur orðið mjög flott milliefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hér hefur parkett verið sett á vegginn og kemur það einstaklega vel út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ný málning getur lífgað upp á heimilið. Hægt er að mála veggi,
stóla, borð og skápa eða bara allt sem þarfnast andlitslyftingar.
Útkoman getur orðið virkilega góð.