Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 13. mars 2006 11 Fasteignasalar standa fyrir ráðstefnu næsta föstudag. Fjallað verður um ýmis mál sem á fasteignasölum brenna. Fasteignasöludagurinn verður haldinn í fyrsta sinn næstkomandi föstudag. Fasteignasalar halda þá ráðstefnu á Grand hótel og ræða ýmis mál sem þeim við koma. Að sögn Grétars Jónassonar, for- manns Félags fasteignasala, er til- gangur þess að halda slíka ráð- stefnu fyrst og fremst sá að ræða málin frá ýmsum hliðum. Slík umræða hljóti að leiða til fram- þróunar í fasteignaviðskiptum og það sé neytendum til hagsbóta. Tilgangur dagsins er einnig að sameina fasteignasala og er von- ast til þess að slíkur dagur verði árlegur viðburður. Fasteignasalar fást við ýmislegt í sínu starfi. Á föstudaginn verður sjónum meðal annars beint að fyrirtækjasölu, sölu á bújörðum og skipasölu ásamt mörgu öðru. Félag fasteignasala hefur unnið að því hörðum höndum að bæði kaupendur og seljendur geti verið öruggir að fá fullkomna ráðgjöf í gegnum allt ferli fasteignavið- skipta. Fasteignasalar hafa þekk- ingu og kunnáttu til að veita slíka ráðgjör en oft getur það verið dýrt að fá ráðgjöf frá fólki sem hefur ekki þá kunnáttu sem til þarf. Þess má geta að fasteignasalar lúta ströngum siðareglum og á nýaf- stöðnum aðalfundi Félags fast- eignasala samþykktu þeir að breyta siðareglum sínum á þann veg að fasteignasalar tryggja að starfsmenn þeirra komi hvorki fram sem sérfræðingar á sviði fasteignaviðskipta né veiti sér- fræðiráðgjöf í þeim efnum nema þeir séu fasteignasalar. Dagsskrá ráðstefnunnar 13-13.10: Ávarp dómsmálaráð- herra 13.10-13-20: Ávarp formanns Félags fasteignasala 13.20-14.00: Geta fasteignasalar gætt þeirra lagaskilyrða að gæta hagsmuna bæði kaupanda og selj- anda? - Tveir fasteignasalar takast á um það. 14.00-14.30: Helsti munur á skyld- um og verkefnum fasteignasala á Íslandi annars vegar og hinum Norðurlöndunum hins vegar. 15.00-1700: Málstofur 15.00-16.00: Verðmat fyrirtækja 15.00-16.00: Sala bújarða og verð- myndun þeirra 16.00-17.00: Sala skipa og kvóta. Fasteignasöludagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á föstudaginn, segir Grétar Jón- asson, formaður Félags fasteignasala. Verkefni fasteigna- sala verða flóknari Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarin ár og mikið að gera hjá fasteigna- sölum. Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með stórum skápum. Inni af forstofu er flísalögð gestasnyrting og rúmgott parkettlagt svefnherbergi með skápum. Úr forstofu er gengið inn í flísalagt hol. Eldhús er með hvítri beykiinnréttingu, veggofni, keramikhelluborði og borðkrók við glugga. Inni af eldhúsi er rúmgott þvottahús og búr og útgengt er í garð úr þvottahúsi. Stofur eru tvær og samliggjandi með nýlegu eikarparketti og útgengi á pall og þaðan út í garð. Inni af holi eru þrjú parkettlögð svefnherbergi, tvö með skápum. Baðherbergi er nýlega endurnýjað og flísalagt með hvítri innréttingu, handklæðaofni, baðkari og sturtuklefa. Bílskúr er tvöfaldur með mikilli lofthæð. Úti: Stór og gróinn garður. Annað: Húsið er innst í botnlanga í fjölskylduvænu hverfi og stutt er í skóla og leikskóla. Fermetrar: 194,7 Verð: 48,9 milljónir Fasteignasala: Re/max 110 Reykjavík: Fjölskylduvænt hverfi Þingás 13: Einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. P E R L A i n v e s t m e n t s Falleg íbúd á annari hæð á Villamartin torginu. Eignin skiptist í svalir, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Staðsetningin er upplögð fyrir þá sem vilja hafa allt til alls. Til dæmis er mikið úrval af veitingarstöðum , búðum, skemmtistöðum og fleiru á torginu sjálfu. Glæsilegt útsýni er af svölum yfir á Villamartin golfvöllinn og einnig fylgir sameiginleg sundlaug eigninni. 5-10 mín. akstur er á næstu strönd og til Torrevieja. Frábær eign til útleigu. Verð aðeins 105.000 € Þ Í N FA S T E I G N A S A L A Á S P Á N I S í m i : 0 0 3 4 9 6 6 7 6 4 0 8 6 w w w . p e r l a i n v e s t . c o m Frítt flug og gisting fyrir kaupendur hjá Perla Investments . . . þ i n n l í f s s t í l l Þ í n u p p l i f u n . . . A l l t a ð 1 0 0 % F j á r m ö g n u n Falleg íbúð í Algorfa. Eignin skiptis í 2 svefnherbergi, 1 baðherbergi stofu/borðstofu, eldhús og svalir. Íbúðinni fylgir einka þakverönd en hana er hægt að nota til dæmis til þess að sóla sig. Eignin er aðeins tvær mínútur frá La Finca golvellinum og á móti Algorfa íþróttasvæðinu. Stutt er í alla helstu þjónustu. Um 15 mínútur á hinar fallegu strendur Guardamar en þar er hægt að njóta sín í hvítum sandi. Verð frá 120 515€ Íbúð miðsvæðis í Jacarilla, fallegum spænskum smábæ þar sem göngufæri er í alla hugsanlega þjónustu. Íbúðin er fullbúin húsgögnum, að auki fylgir loftkælitæki ásamt hitun, eignin skipast í 2 svefnherb., 1 baðherb., stofu og eldhús. Verð frá 118.500 € Íbúð á jarðhæð á svæði þriggja golfvalla. Hreint frábær fjárfestingarmöguleiki. Íbúðin skipast í 2 svefnherb., og 2 baðherb., stofu með borðstofu, eldhús og rúmgóðar svalir. Í boði eru 3 týpur af íbúðum, frá 69 m2 til 76 m2. Stutt í golfið og stutt á strönd og öll þjónusta við hendina. Verð eru frá 137.300 € Vinsælar og ódýrar íbúðir milli stórborganna Murcia og Orihuela. Upplagt fyrir þá sem vilja sækja nám til háskólabæjarins eða njóta sín á fallegum stað frá ys og þys borganna. Íbúðirnar eru fullbúnar húsgögnum, 2 svefnherb. Og 1 baðherb., stofa og eldhús. Verð frá 86.000 € Fallegt raðhús við bæin Maracajau, Brasilíu. Þessi eign hefur 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi og hreint út sagt frábært sameiginlegt sundlaugarsvæði. Ásamt því að vera staðsett á fallegri strönd. Á þessu svæði bjóðum við einnig uppá nokkrar gerðir einbýlishúsa, sem sumhver hafa nuddpott á þakverönd. Stuttur gangur er til bæjarins þar sem allt það nauðsynlega fæst keypt. Og verðið er frá aðeins 91,600 € La Finca Golfvöllurinn er einn af glæsilegustu völlum suður Spánar. Hér bjóðum við upp á íbúðir í raðhúsalengju í grennd við sjálfan völlinn. Hér ræðir eign með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, rúmgóða stofu með arni og samiliggjandi eldhúsi. Draumur þeirra er unna golfi verður hér að veruleika á glæsilegasta golfvellinum á þessu svæði. Verð frá 174.500€ Hér ræðir fallegar íbúðir á frábærum stað Torrevieja, íbúðir skipast í 1 til 3 svefnherbergi með stofu og eldhúsi og 1-2 baðherbergi. Þess má geta að göngufæri er á alla staði og stutt að bregða sér á markað, veitingastaði eða í miðbæjinn þar sem ávallt er líf og fjör. Íbúðir eru frá 56m2 með rúmgóðum svölum og sumar hverjar með sér sólþaki. Íbúðum fylgir sameiginlegt sundlaugarsvæði og sólbaðsaðstaða á þaki blokkarinnar. Allt að 100% fjármögnun. Verð frá 125.000€
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.