Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 70
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR52 Barátta Íslendinga fyrir frelsi í viðskiptum hefur staðið í hundruð ára. Þróunin hefur verið afar jákvæð en draugar fortíðarinnar eru þó lífseigir. Sem dæmi um þá fjötra, sem nú eru við lýði í íslensku samfélagi, má nefna að hjá ýmsum bankastofnunum tíðkast að setja fram þvingandi skilyrði um önnur viðskipti í allt að 40 ár vilji menn taka hjá þeim íbúðalán. „Búið þér við fullt frelsi?“ Íbúðalán SPRON eru háð útlánareglum SPRON. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON, í síma 550 1200, 550 1400 eða á spron.is Opin íbúðalán SPRON eru án slíkra skilyrða. Fórnaðu ekki frelsinu, kynntu þér málið á spron.is Opin íbúðalán A RG U S / 0 6- 01 20 Skólastarf í Hlíðahverfi hófst árið 1954 með kennslu 7 til 8 ára barna í húsnæði leikskólans við Eskihlíð, sem þá var útibú frá Austurbæjarskóla. Árið 1960 var hafist handa við uppbygg- ingu nýs skólahúss sem Sigvaldi Thordarson arkitekt teiknaði. Fullbúið átti byggingin að verða fjölmennasti skóli landsins með pláss fyrir 1.700 til 1.800 nemendur. Þegar skólinn flutti í bygginguna hlaut hann núverandi nafn sitt, Hlíðaskóli. Fyrstu árin voru tæplega 200 börn í skólanum en þeim fjölgaði ört. Flest urðu þau veturinn 1964-65, 1.321 alls. Nú stunda tæplega 600 börn nám í skólanum, meðal annars 23 á táknmálssviði. Vegna einsetningar og sameiningar Hlíða- og Vesturhlíðarskóla var nýtt 1.900 fermetra viðbótarhúsnæði við skólann vígt haustið 2003. Teiknistofan Arkþing sá um hönnun nýbyggingarinnar en arkitektar hennar eru Guðmundur Kr. Guð- mundsson og Hjörtur Pálsson. Undanfarin ár hefur Hlíðaskóli verið móðurskóli í verk- og listgreinum. Mikil áhersla er lögð á tónmennt, dans og leiklist og vinna nemendur í 8. til 10. bekk stóran söngleik þriðja hvert ár. HLÍÐASKÓLI Kjartan vill helst búa uppi í sveit í stóru húsi. „Það verður að vera stórt en ekki of stórt,“ segir Kjartan. „Ég vil hafa stórt eldhús og herbergi fyrir börnin mín fjögur. Húsið má vera svona 250-300 fermetrar en ekki mikið minna eða stærra en það.“ Kjartani er sama hvort húsið er gamalt eða nýtt. Þar sem hann er smiður skiptir það engu máli. „Ég laga bara það sem þarf að laga sjálfur,“ segir Kjartan og hlær. Hann dreymir líka um að eiga stóran bílskúr með góðri vinnuaðstöðu og eitt herbergi fyrir sjálfan sig. „Þetta verður svona strákaherbergi, leikherbergi fyrir sjálfan mig,“ segir Kjartan og það er ekki laust við að glott færist yfir varir hans. „Ég verð líka að sjá sjóndeildarhringinn,“ segir Kjartan. „Ég væri líka til í að sjá sólarupprásina og sólarlagið frá húsinu en ég veit að það er erfitt því ég vil líka hafa fjall í nágrenninu. Það skyggir að öllum líkindum á annað hvort.“ Blaðamaður stakk þá upp á að hann byggði hús ofan á fjalli en Kjartan hlær að því og segir að það sé full hátt fyrir sig og sína. DRAUMAHÚSIÐ MITT KJARTAN BJARGMUNDSSON LEIKARI & SMIÐUR Verð að sjá sjóndeildarhringinn KJARTAN BJARGMUNDSSON FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Yfir hundrað íbúðir eru í burð- arliðnum á Ísafirði. Eitt hundrað íbúðir eru í bygg- ingu eða á undirbúningsstigi á Ísafirði ef allt er talið, samkvæmt fréttamiðlinum BB. Verið er að breyta eystra Norðurtangahúsi, sem er gamalt fiskvinnsluhús- næði við Sundstræti, í íbúðarhús- næði með 27 íbúðum og bíla- geymslu og áformað er að efra Norðurtangahúsið fái svipaða meðferð. Við Hafnarstræti er unnið við nýbyggingu með fjór- um íbúðum ásamt verslunum og í Bræðratungu er verið að breyta húsi sem áður var sambýli fyrir fatlaða í átta íbúðir. Í Lundahverfi á Tunguskeiði er gert ráð fyrir lóðum undir 54 íbúðir. Þar af eru 24 einbýlishúsalóðir, sem flestum hefur þegar verið úthlutað. Tuttugu og fjórar íbúðanna eru í fjórum fjölbýlishúsum og afgang- urinn, sex íbúðir, í þremur par- húsum. Mikið byggt á Ísafirði Silfurtorg í vetrarbúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 20/1- 26/1 131 27/1- 2/2 180 3/2- 9/2 203 10/2- 16/2 185 17/2- 23/2 181 24/2- 2/3 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.