Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 12
 13. mars 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Byrjendur 30 kennslustunda byrjendanám- skeið. Engin undirstaða nauð- synleg, hæg yfirferð með reglu- legum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa að nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til að skrifa texta og prenta, nota Inter- netið sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 16. mars og lýkur 6. apríl. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin Framhald I 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 15. mars og lýkur 5. apríl. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. ELDRI BORGARAR 60+ Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is „Það er allt ljómandi gott að frétta af mér. Ég er verkum hlaðin og þannig finnst mér lífið skemmtilegast,“ segir Akureyringurinn Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. „Störf dagsins hófust klukkan hálf sjö að vanda með gönguferð niður í fjöru með hundinn minn. Þar stunda ég mína líkamsrækt líkt og Þórbergur en ólíkt skáldinu er ég alklædd og Müllersæfing- ar kann ég ekki.“ Málefnavinna Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor tekur drjúgan tíma hjá Láru þessa dagana en hún telur þeim tíma vel varið. „Við göngum í fyrirtæki og stofnanir í bænum og hlustum á fólk. Þannig finnum við út hvað helst brennur á fólki og nú eru það atvinnumálin, skipulags- málin, öldrunarmálin og málefni fjölskyldnanna almennt.“ Helstu áhugmál Láru eru ljósmyndun, lagasmíð og lestur og sinnir hún þeim eins og tími gefst til. „Ég hef nýlokið við að semja baráttulag og texta fyrir unga jafnaðarmenn á Akureyri og er að fara í spennandi ljósmyndaferð með áhuga- ljósmyndurum á Mývatn.“ Lára hefur tekið þátt í mörgum ljósmyndakeppn- um á ljosmyndakeppni.is og í siðustu viku vann hún gullverðlaun fyrir mynd sem hún tók á fjölmenningarhátíð í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík. Komandi sunnudagur verður stór dagur hjá Láru en þá á að skíra þriðja barnabarnið hennar. „Litla prinsessan verður skírð í Akureyrarkirkju og á eftir verður fjölskylduboð,“ segir Lára og stoltið og tilhlökkunin leynir sér ekki í röddinni. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? LÁRA STEFÁNSDÓTTIR VARAÞINGMAÐUR Gerir æfingar í fjöruborðinu LÁRA STEFÁNSDÓTTIR Á HLAUPUM Í árlegu Iditarot-hundasleðakeppninni í Alaska þurfa hundar og menn að sýna útsjónarsemi, styrk og þol til að komast í mark. Keppnin stendur í nokkra daga og er sú þekktasta af nokkrum sem haldnar eru á norðlægum slóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hjálparsíma Rauða krossins bárust um 16.000 símtöl á síðasta ári. Símtöl frá börnum og unglingum voru um 2.500. Hjálparsíminn 1717 hefur starfað frá 2002 og þar er leitast við að ráða fram úr hvers kyns vanda- málum fólks. Sumir hringja til að leita sér upplýsinga um hvar aðstoð er að finna en aðrir þurfa einhvern til að tala við. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verk- efnisstjóri Hjálparsímans, segir flesta hringja vegna einmana- leika, þunglyndis og kvíða. „Marg- ir leita til okkar með þessi sál- rænu vandamál en aðrir þurfa að tala við einhvern sem hlustar.“ Flestir sem hringja eru mið- aldra og eldra fólk og næstfjöl- mennasti hópurinn er unglingar. „Sá yngsti sem hefur hringt var tíu ára og þetta nær upp í nírætt,“ segir Elfa Dögg. Svarað er í Hjálparsímann allan sólarhringinn, allan ársins hring. Að sögn Elfu Daggar er oftast hringt seinnipart dags og á kvöldin og mest er að gera um helgar. Nýliðnir janúar- og febrú- armánuðir voru annasamir hjá starfsfólki Hjálparsímans og það kom Elfu Dögg á óvart hve marg- ir hringdu yfir jólahátíðina. „Þá bárust um 200 símtöl,“ segir hún en að meðaltali hringja um fjöru- tíu manns á dag. Sumir hringja einu sinni en aðrir oftar, jafnvel nokkrum sinnum í viku. Á það við um fólk sem er einmana og félags- lega einangrað og finnst gott að heyra í einhverjum. Vill jafnvel deila sínu daglega lífi með ein- hverjum sem virkilega hlustar og sýnir áhuga. Öllum er tekið vel í Hjálparsímanum og ekki er skellt á neinn. Elfa Dögg segir helstu mál þjóðfélagsumræðunnar hverju sinni oft bera á góma í símtölum sem berast Hjálparsímanum. „Við finnum vel fyrir því ef heit mál eru umræðunni. Þá vill fólk ræða um þau og jafnvel hringir fólk sem tengist málunum með ein- hverjum hætti.“ Hátt í eitt hundrað manns svara í Hjálparsímann árið um kring og vinnur stór hluti störf sín í sjálf- boðavinnu. Það fólk kemur víða að úr samfélaginu en þarf að upp- fylla tilteknar kröfur og sitja nám- skeið áður en það sest við símann. „Það kemur mér á óvart hversu margt vel menntað og stætt fólk í þjóðfélaginu sinnir þessu og hefur áhuga á að gefa eitthvað til baka til samfélagsins,“ segir Elfa Dögg. Þrátt fyrir að flestir starfs- menn Hjálparsímans séu sjálf- boðaliðar er þjónustan kostnaðar- söm. Því kom nýlegur styrkur frá SPRON sér vel en sparisjóðurinn veitti Hjálparsímanum þriggja milljóna króna styrk á aðalfundi sínum á dögunum. bjorn@frettabladid.is Allt niður í tíu ára börn hringja í Hjálparsímann Verið er að grafa fyrir grunni íbúðarhúss á lóð við Tryggvagötu í Reykjavík. Lóðin er á milli Nausts- ins við Vesturgötu og Hafnarhvols við Tryggvagötu en hús sem þar stóð var rifið fyrir fáum misser- um. Í því var ýmis starfsemi í gegnum árin en síðast var þar kráin Skipperinn. 26 íbúðir verða í nýja húsinu, sem áætlað er að verði risið á næsta ári. Íbúðum í miðborginni mun fjölga á næstu árum en víða er byggt eða stendur til að byggja. Er það enda draumur margra að búa í miðborginni, ekki síst þegar hún fær á sig enn ríkari borgarsvip þegar tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður risið við höfnina innan nokkurra ára. GRUNNURINN GRAFINN Fornfrægi veitingastaðurinn Naustið gnæfir yfir grunninum við Tryggvagötuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íbúðarhús í bakgarði Naustsins ÖLLUM ER TEKIÐ VEL Í HJÁLPARSÍMANUM Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir flesta hringja vegna einmannaleika, þunglyndis og kvíða. Svo þurfa sumir bara einhvern til að tala við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVÍLDINNI FEGINN Líkt og mönnum finnst hundum gott að leggja sig eftir erfiðan og annasaman dag. Þessi hvutti fékk ábreiðu yfir sig þegar hann blundaði eftir átök dagsins í hundasleðakeppninni. Það mun annars heldur sjaldgæft að hundar leggi sig undir teppi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Framsókn í hnotskurn „Við hvetjum til umræðu en leggjum ekkert til.“ JÓNÍNA BJARTMARZ ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í FRÉTTA- BLAÐINU UM SKÝRSLU NEFNDAR UM HEILBRIGÐISKERFIÐ. Á ekki að renna sér niður? „Ég vona auðvitað að ég komist ofar og hef trú á því.“ DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR SKÍÐAKONA Í FRÉTTABLAÐINU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.