Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 82
30 13. mars 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 10 11 12 13 14 15 16 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  08.00 Helgaruppgjör á Enska boltanum.  16.00 Ensku mörkin á RÚV.  20.10 Skólahreysti á Sýn.  20.55 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.25 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin úr ensku 1. deildinni.  21.55 Spænsku mörkin á Sýn. HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson er greinilega búinn að ná sér eftir höfuðhöggið sem hann hlaut gegn Króatíu á EM í Sviss í síðasta mán- uði en hann átti sannkallaðan stór- leik og skoraði 11 mörk fyrir Gross- wallstadt sem sigraði Pfullingen í þýsku úrvalsdeildinni á laugar- dagskvöld, 30-24. Alexander Pet- ersson lék ekki með Grosswallstadt þar sem hann er ennþá að jafna sig eftir kjálkabrot. Aðrir íslenskir leikmenn í Þýskalandi höfðu heldur hægar um sig en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden, sem tapaði fyrir Düsseldorf 35-27. Markús Máni Michaelsson sneri aftur úr meiðslum í leiknum og skoraði einnig þrjú mörk. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshaven sem tapaði fyrir Flensburg, 33-15, og Þórir Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Lubbecke sem lagði Nordhorn. Þá skoraði Jaliesky Garcia eitt mark fyrir Göppingen sem vann Wetzlar 37- 27. Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Hvorki Sigfús Sigurðsson né Arnór Atlason skor- uðu fyrir Magdeburg í tapi gegn Kronau-Östrigen. - vig Þýski handboltinn: Einar skoraði ellefu mörk Þýska stórliðið Flensburg hefur áhuga á að fá landsliðsmanninn Sigfús Sigurðs- son til sín fyrir næstu leiktíð en liðið er í leit að leikmanni til að fylla skarð Glenn Solberg frá Noregi, sem mun hætta hjá liðinu í lok þessa leiktíðar. Solberg hefur verið lykilmaður í vörn Flensburg undanfarin ár og sjá forráðamenn félagsins Sigfús sem kjörin arftaka hans. Eins og kunnugt er á Sigfús á brattann að sækja hjá Magdeburg eftir að nýr línumaður var keyptur til liðsins og hefur honum verið sagt að hann megi fara frá félaginu. Fyrir hjá Flensburg er danski línumað- urinn Michael Knudsen, sem þykir einn besti sóknarlínumaður heims, svo að ljóst er að Sigfús yrði fyrst og fremst hugsaður í vörnina hjá liðinu. Sigfús sagði við Fréttablaðið að hann gæti vel hugsað sér að spila nánast eingöngu í vörn hjá liði sem væri í fremstu röð, en það hefur Flensburg verið í mörg ár. „Ég er kominn á aldur og skrokkurinn er farinn að segja til sín þannig ef ég kæmist í gott lið þar sem ég fengi að spila í vörn og stöku sinnum í sókninni þá yrði ég sáttur,“ sagði Sigfús. Flensburg er sem stendur í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í undan- úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real. Yfirstjórn Magdeburg í Þýskalandi mun hittast á næstu dögum til að ræða störf Bernd-Uwe Hildebrand, framkvæmdastjóra handboltaliðs félagsins. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins mun stjórnin vera að hittast til að athuga hvort Hilderbrand njóti nægilega mikils trausts til að halda starfi sínu áfram, en allt frá því að hann tók þá ákvörðun, nánast einsamall, að reka Alfreð Gíslason úr starfi sínu sem þjálfari liðsins hefur vaxandi ónægja gert vart við sig á meðal stuðningsmanna og nokkurra leikmanna félagsins. SIGFÚS SIGURÐSSON HJÁ MAGDEBURG: VERÐUR EKKI Í VANDRÆÐUM MEÐ AÐ FINNA SÉR NÝTT LIÐ Flensburg hefur áhuga á Sigfúsi FORMÚLA Heimsmeistarinn Fern- ando Alonso hóf titilvörnina í Formúlu 1 á besta mögulega hátt í gær. Þá sigraði hann á fyrsta móti tímabilsins, sem fram fór í Barein, en Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti, tveimur sek- úndum á eftir Alonso. Þeir tveir höfðu mikla yfirburði í kapp- akstrinum, Þjóðverjinn hafði forystu framan af en frábært bensínstopp Alonso færði honum efsta sætið um miðbik kappakst- ursins. „Ég er mjög sáttur með kapp- aksturinn í dag og ég kvarta ekki yfir öðru sætinu,“ sagði brosmild- ur Michael Schumacher í gær, en Ferrari-bíllinn er augljóslega í mun betra standi en í fyrra. Alonso var að vonum kátur með sigurinn. „Þetta er fullkomin byrjun fyrir okkur á tímabilinu en svo virðist sem keppnin í ár verði jafnari en í fyrra,“ sagði Alonso. Margir vilja meina að hinn sanni sigurvegari kappaksturs- ins í gær hafi verið Finninn Kimi Räikkönen en hann ræsti síðast- ur allra ökumanna eftir að hafa klikkað í tímatökunni á laugar- dag. Räikkönen ók stórkostlega og fór fram úr hverjum keppi- nautinum á fætur öðru og endaði í 3. sæti. „Bíllinn var frábær og ég vissi að ég gæti náð þessu sæti,“ sagði Raikkönen eftir keppnina. Þá vakti árangur nýliðans Nico Rosberg mikla athygli en hann náði sjöunda sætinu eftir að hafa keyrt út af strax á fyrsta hring og tapað miklum tíma. Hann keyrði hins vegar frábær- lega eftir það og keyrði meðal annars hraðasta hring keppnin- ar. - vig Tímabilið í formúlu 1 hófst í Barein í gær: Alonso byrjaði með sigri FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson sló í gegn í sínum fyrsta leik með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri Silkeborg á Viborg. Hörður kom Silkeborg í 1-0 og 2-1 og lagði síðan upp sigurmarkið með snilldarsendingu inn fyrir vörn Viborg sem rataði í fætur félaga hans í fremstu víglínu. „Þetta var frábært. Það er ekki hægt að biðja um það betra en þetta,“ sagði Hörður í skýjunum við Fréttablaðið skömmu eftir leikinn. Hörður skoraði fyrra markið með hnitmiðuðu skoti og það seinna með því að fylgja eftir skoti frá sjálfum sér sem mark- vörður Viborg hafði varið. Bjarni Ólafur Eiríksson var einnig í byrj- unarliði Silkeborg í leiknum sem vinstri bakvörður en báðir gengu þeir til liðs við félagið í janúar. „Bjarni stóð vel fyrir sínu í leiknum og þjálfarinn var mjög ánægður með okkur. Það hefur gengið mjög vel að aðlagast og venjast danska boltanum, sem er mun hraðari og betri en sá íslenski. En svona byrjun gefur manni aukið sjálfstraust fyrir framhald- ið,“ sagði Hörður. - vig Hörður Sveinsson skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Silkeborg: Ekki hægt að biðja um það betra en þetta HÖRÐUR SVEINSSON Skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Enska úrvalsdeildin: MAN. UTD.-NEWCASTLE 2-0 1-0 Wayne Rooney (8.), 2-0 Wayne Rooney (12.). CHARLTON-MIDDLESBROUGH 2-1 1-0 Darren Bent (73.), 1-1 Mark Viduka (81.), 2-1 Darren Bent (86.). ARSENAL-LIVERPOOL 2-1 1-0 Thierry Henry (21.), 1-1 Luis Garcia (76.), 2-1 Thierry Henry (83.). STAÐA EFSTU LIÐA: CHELSEA 29 24 3 2 58-18 75 MAN. UTD 28 18 6 4 56-28 60 LIVERPOOL 29 16 7 6 34-19 55 TOTTENHAM 29 13 10 6 41-28 49 ARSENAL 29 14 5 10 45-23 47 BLACKBURN 29 14 4 11 38-34 46 BOLTON 27 12 9 6 37-28 45 WIGAN 29 13 4 2 34-36 43 ÚRSLIT GÆRDAGSINS > Markús Máni kominn í gang Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson lék sinn fyrsta leik í fjóra mánuði í gær þegar lið hans Düsseldorf vann öruggan sigur á Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Markús Máni kvaðst mjög ánægður að vera byrjaður að spila á ný þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn, en hann skoraði þrjú mörk í þremur skottilraun- um. „Ég man ekki eftir því þegar ég var síðast með 100% nýtingu,“ sagði Markús Máni og hló. „Ég spilaði stærst- an hluta leiksins í sókninni og gekk svona ljómandi. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í endalausri sjúkra- þjálfun en ég virðist vera orðinn heill og kenndi mér einskis meins í þessu leik.“ Grétar Rafn með stórleik Grétar Rafn Steinsson skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar það lagði Willem II að velli, 1-3, í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Grétar lék allan leikinn fyrir AZ, sem er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar, nú 12 stigum á eftir toppliði PSV. FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gerði sig sekan um hræðileg mistök á 82. mínútu leiksins gegn Arsenal í gær sem urðu til þess að þeir rauðklæddu töpuðu leiknum. Gerrard ætlaði að gefa boltann aftur á markmann- inn Jose Reina en á einhvern ótrú- legan hátt tók hann ekki eftir hinum eitraða Thierry Henry, sem komst fyrir sendinguna, fór auð- veldlega framhjá Reina og setti boltann í autt markið. „Ég tók eftir því að Gerrard sá mig ekki og ákvað að taka áhætt- una og hlaupa inn í sendinguna. Ég geri þetta oft í leikjum en það heppnast næstum aldrei. Gerrard var óheppinn að það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Henry í leiks- lok. Þetta mark Henry var hans annað í leiknum en áður hafði hann komið Arsenal yfir um miðjan fyrri hálfleik með laglegu marki. Það mark var fyllilega verðskuldað þar sem Arsenal var mun sterkari aðil- inn í fyrri hálfleik en leikmenn Liverpool bitu í skjaldarrendurnar í þeim síðari og uppskáru jöfnun- armark þegar Luis Garcia fylgdi eftir skoti Gerrard á 76. mínútu. Tveimur mínútum síðar var Xabi Alonso ranglega vísað af velli þegar hann rann á vellinum og á Philippe Senderos. Rauða spjaldið breytti leiknum, Arsenal náði undirtökunum og skoraði sig- urmarkið. „Dómarinn var of fljót- ur á sér. Þetta voru stór mistök,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, og vildi ekki kenna Gerrard um tapið. „Hann ætlaði að gefa til baka en sá ekki Henry. Þetta getur komið fyrir alla,“ sagði hann. Wayne Rooney átti frábæran leik og skoraði bæði mörk Manchester United sem vann sannfærandi sigur á Newcastle, 2-0. Alex Ferguson dásamaði hinn tvítuga framherja eftir leikinn. „Hann sýndi enn einu sinni hvers megnugur hann er en ég hefði skorað þrennu,“ sagði Ferguson og glotti. Yfirburðir Man. Utd. voru mjög miklir og sagði Fergu- son að lærisveinar hans hefðu getað skorað tíu mörk. Enn einu sinni ákvað Fergu- son að taka Louis Saha fram yfir Ruud van Nistelrooy í byrjunar- liðið og þykjast breskir fjölmiðl- ar skynja óánægju Hollendings- ins í gegnum svipinn á honum þegar hann hitar upp á hliðarlín- unni. „Ég vil ekki breyta sigur- liði,“ sagði Ferguson sér til varn- ar eftir leikinn. „Saha hefur verið að spila vel og á ekki skilið að fara á bekkinn. Hér ríkir sam- keppni eins og í öðrum liðum og hún kallar fram það besta í leik- mönnum.“ - vig Gerrard færði Arsenal sigurinn Skelfileg mistök fyrirliðans Steven Gerrard skömmu fyrir leikslok færðu Arsenal þrjú stig á silfurfati í stór- leik gærdagsins í enska boltanum. Wayne Rooney skoraði tvívegis fyrir Man. Utd. gegn Newcastle. RAUÐA SPJALDIÐ Xabi Alonso datt á Philippe Senderos og hlaut sitt annað gula spjald fyrir. Örskömmu síðar skoraði Thierry Henry sigurmark leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.