Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 10

Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 10
[ ] Þekktur taiji-kennari, Kinth- issa, heldur námskeið á Ís- landi um næstu helgi. Í taiji er leitað jafnvægis milli hugar og líkama en fræðin nýtast fólki í hinu daglega amstri. Um næstu helgi heldur virtur taiji-kennari námskeið hér á landi. Hún heitir Kinthissa og er fædd í Búrma. ,,Það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana,“ segir Svanlaug D. Thorarensen taiji-iðkandi og grunnskólakennari. ,,Kinthissa kom fyrst til Íslands árið 1989 og hefur haldið tryggð við okkur síðan. Frá 1998 hefur hún haldið námskeið hér tvisvar á ári.“ Svanlaug kennir sjálf taiji í Jógastöð Vesturbæjar en hún hefur æft þessa íþrótt frá því að Kinthissa kom hingað fyrst til lands. ,,Taiji er aldagamalt, kín- verskt hreyfikerfi þar sem áhersla er lögð á líkamsstöðuna og unnið að því að opna orkubrautir líkam- ans. Það má segja að þetta sé nokk- urs konar „moving meditation,“ segir Svanlaug sem telur þessa aðferð góða fyrir samfélög sem okkar þar sem allt er á miklum hraða. ,,Þetta er aðferð til að kyrra hugann, upplifa augnablikið og auka líkamsvitundina en í taiji er leitað jafnvægis milli hugar og líkama.“ Svanlaug kveðst nýta sér þessa kunnáttu mikið í hinu dag- lega lífi. ,,Þetta gagnast mér gríð- arlega í kennslunni sem er mjög krefjandi starf. Ég nota þetta til að kyrra hugann og vera í góðu jafnvægi.“ Kinthissa hefur æft taiji í 30 ár og er nemandi eins af mestu taiji- meisturum heims, master Chen Xiao Wang. Hún býr nú á Ítalíu en ferðast víða um heim til að kenna þessi fræði. Eins og fyrr segir verður námskeiðið haldið um helgina, frá 17. til 19. mars í íþróttahúsi Ártúnsskóla og Safa- mýrarskóla. Kennslan skiptist niður í þriggja klukkustunda ein- ingar og því getur fólk tekið eins margar einingar og það kýs. ,,Þetta er mjög einstaklingsmiðað námskeið og því geta allir verið saman, bæði byrjendur og lengra komnir,“ segir Svanlaug. Nánari upplýsingar og skrán- ing er á póstfanginu svan- laugt@simnet.is eða í síma 860 1921. Enn fremur er Kinthissa með eigin heimasíðu, www.kinth- issa.taiji.org, þar sem finna má upplýsingar um hana sjálfa og námskeið hennar. mariathora@frettabladid.is Sparkvellir eru tilvaldir staðir til að hreyfa sig og efla félags- andann. Sérstaklega þar sem vorið er á næsta leiti. Hér er hópurinn að gera taiji-spjót sem eru sérstakar taiji-æfingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að upplifa augnablikið Samkvæmt rannsókn sem fram fór í háskólanum Laval í Quebec í Kanada dregur hófleg víndrykkja úr skemmdum í tannholdi. Polýfenól, sem er að finna í rauð- víni, virðist hindra myndun frírra radíkala en þeir stuðla að skemmd- um í tannholdi. Þessar upplýsing- ar geta líka nýst í baráttunni við tannholdsbakteríur sem margar hverjar örva myndun frírra radíkala í ýmsum frumum tann- holdsins. Á vef BBC kemur fram að aðstandendur rannsóknarinnar treystu sér þó ekki til að segja að rauðvín sé hollt fyrir tennurnar og góminn. Aðrir ókostir fylgi vín- drykkju eins og til dæmis hátt sýrustig sem örvað gæti tanneyð- ingu. Besta vörnin er því enn sem fyrr að bursta tennurnar reglu- lega og halda munninum hreinum og hraustum. Hindrar tannholdsskemmdir Regluleg burstun er sem fyrr besta vörnin gegn tannskemmdum. Svanlaug D. Thorarensen fer reglulega í Grasagarðinn og æfir taiji með kunningjum sínum. Hún er hér til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Næstu námskeið hjá Maður lifandi 15. mars 2006 Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir. kl 18.30-22.00 21. mars Nýjar rannsóknir varðandi matarfíkn Hallgrímur Magnússon kl 18:00 - 19.30 22.-23. mars 10 grunnreglur (eitt kvöld) Þorbjörg Hafsteinsdóttir kl. 19:00-23:00 28. mars Að koma fram af öryggi Edda Björgvinsdóttir kl 18:00 - 19.30 vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. 6. fundur I. ráðs ITC verður haldinn laugardaginn 18. mars 2006 að Kríunesi við Elliðaárvatn. Hægt er að fara á slóðina ”kriunes.is” og skoða staðinn. Þar er einnig að finna gott götukort sem sýnir akstursleið að staðnum. Stef fundarins er: “Eru álfar kannski menn?” Skráning hefst kl.11:00. Fundurinn hefst stundvíslega kl.12:00. Áætluð fundarslit eru kl. 22 – 22:30. • Mælsku- og rökræðukeppni. • Félagsmál. • Fræðslur: Að tala út frá punktum – AP fræði nýtt og breytt. • Óvissuferð. • Hátíðarkvöldverður. Allir velkomnir! Frekari uppl. hjá fyrstrad@simnet.is eða hjá arb@visir.is www.simnet.is/itc Ráðsfundur / Mælsku og rökræðukeppni. Lærðu að dáleiða!! Viðurkennt námskeið á 1. og 2. stigi. Hugur, líkami og sál. Listin og tæknin við að róa hug og líkama. Aðferðir við þyngdar- stjórnun, álagsstjórnun, til að hætta að reykja, gegn hræðslu og fælni. Viðurkenndir af alþjóðlegum samtökum dáleiðsluleiðbeinenda: Jeff Oatman CI CHt M.ht CCC. Craig Oatman CH RMT M.ht Verð 2.150 kanadískir dollarar á mann. Innifalið: skattar og kennslugögn Kennt verður í Reykjavík dagana 28, 29, 30 og 31.júlí, 1. ágúst og 4, 5 og 6. ágúst. Kennt verður í 8 daga frá 9:00 – 16:30 Skráning er hafin á www.hypnosisschools.com Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir World Hypnosis Network Canada 91. South St. East Aylmer, Ontario Canda N5H 1P7 Jeff Oatman sími : (519) 964-3751, farsími : (519)636-9318 Email: info@worldhypnosis.coma 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.