Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 18

Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 18
2 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Gunnar, er ekki málið að kaupa gleraugu á alla íbúa? „Nær væri að setja upp pappalöggurnar margfrægu vítt og breitt um bæinn.“ Samkvæmt könnun í Garðabæ telja aðeins 33 prósent íbúa lögregluna vera sýnilega í bænum. Gunnar Einarsson er bæjarstjóri í Garðabæ. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að íslenskur karlmaður skuli sæta farbanni til 21. apríl. Maðurinn hugðist halda til Kaupmannahafnar með flugi 10. mars og þaðan til Taílands. Var hann handtekinn á Keflavíkur- flugvelli, enda hafði Héraðsdóm- ur þá úrskurðað hann í farbann. Lögreglan í Reykjavík hefur haft til rannsóknar átta kærumál á hendur manninum. Hún hefur lokið rannsókn á kæru fyrrverandi sambýliskonu mannsins á hendur honum vegna ítrekaðra líkams- árása og kynferðisbrota á árinu 2005. - jss Íslenskur karlmaður: Farbann vegna ofbeldisverka VIÐSKIPTI Loftið var lævi blandið fyrir aðalfund Kögunar, lang- stærsta upplýsingatæknifyrirtæk- is landsins, sem haldinn var í gær. Tvær fylkingar áttust þar við um meirihluta; annars vegar stjórn- enda lið Kögunar með liðsinni Straums - Burðaráss og hins vegar tveir stærstu hluthafarnir Síminn og Exista, sem eiga um 39 pró- senta hlut í Kögun. Ætlaði hvor fylking sér þrjá fulltrúa í fimm manna stjórn og voru Örn Karlsson stjórnar- formaður, Guðmundur Þórðarson, frá Straumi, og Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuð- ur í framboði fyrir stjórnendurna en Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Katrín Pétursdóttir, fram- kvæmda stjóri Lýsis, og Orri Hauks- son, framkvæmdastjóri hjá Síman- um, fyrir Símann/Exista. Svo fór að stjórnendur fóru með sigur af hólmi en Katrín náði ekki kjöri. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins stefndi allt í það að Síminn og Exista næðu inn þremur mönn- um á þriðjudagskvöldið en þá tók Teton, félag í eigu Gunnlaugs M. Sigmundssonar forstjóra Kögunar, Arnar og Vilhjálms, sig til og keypti þrjú prósent hlutafjár af ótta við að missa yfirráð í hendur Símans. Einnig seldi félagið bréf í sjálfu sér en ekki hefur fengist uppgefið hver keypti hlutinn. Talið er að staða Gunnlaugs hefði orðið veikari ef Síminn og Exista hefðu náð meirihluta. - eþa SPENNUÞRUNGINN HLUTHAFAFUNDUR Fulltrúum Símans og Exista tókst ekki að ná þriðja manni inn í stjórn. Stjórnendur Kögunar og Straumur höfðu betur á spennuþrungnum aðalfundi: Tekist á um völdin í Kögun VIÐSKIPTI Fyrrverandi stjórn Kög- unar dró til baka tillögu um heim- ild til að hækka hlutafé félagsins um 85 milljónir að nafnvirði. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, lagði til að hluthafar höfnuðu beiðninni. Hann benti á að fyrir væri heimild til að auka hlutafé um fjörutíu milljónir króna og taldi að sú heimild nægði. Aukning hlutafjár hefði meðal annars verið ætluð til þess að greiða niður skammtímaskuld við KB banka, sem varð til þegar Kögun keypti norska hugbúnaðar- fyrirtækið Hands, sem og kaupa á stórum hlut í EJS. - eþa Stjórn Kögunar á aðalfundi: Varð að draga tillögu til baka DÓMSMÁL Neytendasamtökin óttast að reikningar yfir hundrað manns, sem vilja bætur vegna verð sam- ráðs Skeljungs, Esso og Olís, fyrnist í höndunum á þeim. Samtökin ætl- uðu að reka mál eins neytanda sem prófmál fyrir rétti. Það var þing- fest fyrir síðasta réttarhlé en hefur ekki verið tekið til aðalmeðferðar nú tæpum tíu mánuðum síðar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir sam- tökin ekki efnasterk og því hafi verið ákveðið að reka aðeins eitt mál fyrir dómi. „Í ljósi þess hve langan tíma dómsmálið tekur erum við að skoða hvað við eigum að gera við mál annarra sem sendu okkur nótur, því við óttumst að einhver hluti þeirra fari að fyrnast,“ segir Jóhannes og bætir við: „Vegna dráttar á málinu verðum við að skoða upp á nýtt hvað við gerum.“ Það sé í höndum lögmanns samtak- anna. Ákvörðunin verði að liggja fyrir fljótlega. Ekki feng- ust upplýs- ingar um hvenær málið verður tekið fyrir hjá Héraðs- dómi Reykja- víkur eða hvort tíminn frá þingfestingu til máls- meðferðar sé óeðlilega langur. Jóhannes segir að hann gruni að töfin á réttarhöldunum stafi af því að olíufélögin hafi áfrýjað skaðabóta úrskurði Samkeppnis- eftirlitsins til Héraðsdóms Reykja- víkur. Klára eigi það mál áður en ráðist sé í mál Neytendasamtak- anna. Neytendasamtökin eru ekki ein um bótakröfur vegna olíuverðsamráðsins. Bæjar- yfirvöld í Vestmannaeyjum rýna í bókhald sitt til þess að skoða hvert tjón þeirra vegna verð- samráðs olíufélaganna þriggja var. Þau ætla að krefja félögin um endurgreiðslu þess. Viktor Pálsson, framkvæmda- stjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjarbæjar, segir gagna- öfluninni ljúka í þessum mánuði. Að henni lokinni verði niðurstaðan send lögfræðingi sem sjái um málið að hálfu bæjarins. Lögfræðingur Reykjavík- ur borgar er einnig að reka smiðs- höggið á stefnu hennar gegn olíufélögunum. Borgin byggir bóta- kröfu sína á skýrslu Samkeppnis- eftirlitsins, sem reiknaði út að tapið vegna samráðsins næmi 150 millj- ónum króna. Olíufélögin buðu um sjötíu milljónir í bætur, sem borg- in hafnaði. gag@frettabladid.is REIKNINGARNIR SEM VÆNST ER AÐ VERÐI BÆTTIR Yfir hundrað komu með reikninga til Neytendasamtakanna og vilja að olíufélögin bæti þeim tjón vegna verðsamráðs þeirra. Hér má sjá reikningabunkann. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. Nótur um samráð olíufélaga að fyrnast Neytendasamtökin bíða dóms í máli um olíuverðsamráðið sem átti að marka stefnuna fyrir ríflega 100 neytendur. Tæpt ár er síðan það var þingfest en aðal- meðferð hefur ekki farið fram. Hluti reikninga þeirra sem bíða er að fyrnast. VIÐSKIPTI Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir vistvæna orku meðal þess sem rætt hafi verið um á fundin- um. Hann vill þó ekkert segja til um hvort fulltrúar Google hafi lýst áhuga á að setja upp starfsstöðvar á Íslandi en hér er orka framleidd með vistvænum hætti, öfugt við það sem gerist víða annars staðar. „Á fundinum var meðal annars rætt um þróun íslensks viðskipta- lífs í alþjóðlegu samhengi, einkum á sviði hugbúnaðar og tækni. Jafn- framt var rætt um íslenskt viðskipta- og tæknisamfélag og þróunina hérlendis í hátækni- og rannsóknarstörfum,“ segir Örnólf- ur. Þá ræddu forsetinn og fulltrúar Google um áhuga Íslendinga á að sækja sér alþjóðlega menntun. Google er öflugasta og mest notaða leitarvélin á netinu. Fyrir- tækið var stofnað 1998 og hefur vaxið og dafnað síðan og eru starfsmenn þess nú um fimm þúsund. - bþs Forseti Íslands fundaði með fulltrúum netfyrirtækisins Google: Áhugi á vistvænni orku GOOGLE Eitt öflugasta netfyrirtæki heims. DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri sem tvívegis hefur rofið skilorð var í gær dæmdur í níutíu daga fangelsi sem hann þarf ekki að sitja af sér haldi hann skilorð þrjú næstu ár. Maðurinn stal ásamt öðrum verkja lyfjum, hægðalosandi lyfi, kokrennum, öndunarmaska, sjúkra bindi og flísatöng úr lyfjakistu báts í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Hann játaði skýlaust. Maðurinn hefur margbrotið af sér. Hann hlaut fjóra refsidóma fyrir nytjastuld, eignaspjöll, líkamsárás, rán, þjófnað og grip- deild á árinum 1997 til 1998. Hann hefur gengist undir fimm lögreglustjórasáttir fyrir fíkni- efna brot síðustu fimm árin. - gag Rauf skilorð en situr ekki inni: Stal lyfjum úr smábáti HAFNARFJARÐAHÖFN Tveir menn brutust inn í bát í smábátahöfninni. Annar þeirra rauf skilorð í annað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BELGRAD, AP Líkið af Slobodan Milosevic var flutt í gær til Belgrad í Serbíu frá Haag, þar sem hann fannst látinn í fangaklefa sínum á laugardaginn. Líkið var flutt í líkhús í Belgrad, en verður haft sýnilegt almenn- ingi á fimmtudag og föstudag. Á laugardaginn verður Milosevic síðan jarðaður í Pozarevac, heima- bæ sínum. Þegar flugvélin lenti á flugvell- inum í Belgrad stóðu þar félagar í Sósíalistaflokknum, sem Milosevic var formaður í, og héldu þeir á blómsveig. - gb Jarðneskar leifar Milosevic: Fluttar til Belgrad í gær LÍKKISTAN TEKIN ÚR FLUGVÉLINNI Útför Milosevic fer fram á laugardag. MYND/AP ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Ræddi nýlega við fulltrúa Google. VIÐURKENNING Um 7.000 þúsund neytendur kusu Bónus fyrirtæki ársins 2006. Bónus fékk því Neyt- endaverðlaun Neyendasamtakan- na og Bylgjunnar sem afhent voru í fyrsta sinn í gær. Atlantsolía og Iceland Express fengu hvatnin- garverðlaun neytenda. Neytendur tilnefndu fyrirtæki sem þeir töldu skara framúr til hagsbóta fyrir þá. Fyrst fór fram forval á netinu og voru fimmtán fyrirtæki valin. Neytendur gátu síðan valið eitt þeirra sem fyrir- tæki ársins. - gag Neytendaverðlaun 2006: Neytendur kusu Bónus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.