Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 40
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Svikalogn í Skandinavíu Viðskiptalífið á Norðurlöndunum andar léttar við lækkun krónunnar og innlendra hlutabréfa. Meðal þess sem menn telja er að nú muni draga úr innrás íslensks viðskiptalífs á Norðurlöndum. Þetta kann þó að reynast svikalogn. Bréf í norska fjármálafyrir- tækinu Storebrand lækkuðu, en einhverjar vænting- ar hafa verið bundnar við aö Íslendingar sem hafa verið að koma sér fyrir í hluthafahópnum vilji taka fyrirtækið yfir. Sama gildir um Sampo í Finnlandi. Þar er Kaupþing banki með stóran hlut og fyrirséð að finnska ríkið hafi áhuga á að draga úr eign sinni í fyrirtækinu. Í fréttum á Norðurlöndum hefur verið sagt að Sampo hafi ekki áhuga á yfirtöku annarra fjármálastofnana, en það skyldi þó aldrei vera að þeir væru á matseðli Kaupþings. Staksteinkast úr glerhúsi Greiningardeild Kaupþingsbanka er greinilega ekki í miklu uppáhaldi hjá ritstjórum Morgunblaðsins, en fulltrúar deildarininar hafa verið teknir fyrir í tvígang í Staksteinum. Þeir sem nú opna munninn um framgöngu Morgunblaðsins í skrifum um fjármála- kerfið fá ýmist yfirhalningu í leiðara eða Stakstein- um. Þannig fékk Jafet Ólafsson sinn skammt í leið- ara fyrir að hafa verið ómyrkur í máli um neikvæðni Mogga í garð viðskiptalífsins. Jafet hefur oft tjáð sig um markaðinn og þá oftast með hagsmuni litlu hluthafanna að leiðarljósi, en þeir munu helst hafa brugðist við nei- kvæðum skrifum með því að selja bréf sín. Fagfjárfestar keyptu hins vegar bréf. Reyndar er víða pískrað í viðskiptalífinu um sérkennilega sýn ritstjóra Morgunblaðsins á viðskiptalífið, en vitandi það að Staksteinum er kastað, eru þeir ekki margir sem enn hafa stigið fram og tjáð sig opinberlega. Breska matvælafyrirtækið Nort- hern Foods sendi frá sér afkomu- viðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnis- aðili Bakkavarar í kældum mat- vörum í Bretlandi. „Við erum sjálfir búnir að birta tölur fyrir síðasta ár sem sýndu methagnað og höfum sagt að horf- urnar séu góðar. Northern Foods hefur átt við ákveðin rekstrar- vandræði að stríða, sem það er að vinna sig út úr, og kemur okkur í sjálfu sér ekkert við,“ segir Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. Það kemur Ágústi ekki á óvart að Northern Foods skuli gefa til- kynningu sem þessa, enda hafi mikil endurskipulagning átt sér stað innan veggja þess. Hann getur ekki sérstaklega tekið undir þá skýringu að breytt neyslumynstur sé að draga úr sölu Northern Foods en samkeppni félaganna liggur meðal annars í eftirréttum, frosnum pitsum og salati. Að mati stjórnenda Nort- hern eru breyttar neysluvenjur að draga úr hagnaði en neytendur hafa dregið úr kexáti og fært sig í hollari bita. Á fyrstu tveimur mánuðum árs- ins dróst salan hjá Northern saman um tólf prósent frá sama tímabili í fyrra og hefur gengi hlutabréfa félagsins hrunið um tæp 30 pró- sent frá áramótum. - eþa KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.135 +1,65% Fjöldi viðskipta: 599 Velta: 5.451 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 59,70 +1,36% ... Alfesca 3,88 +3,47%... Atorka 5,90 -0,84% ... Bakkavör 50,70 +1,40% ... Dagsbrún 6,69 +0,75% ... FL Group 24,70 +2,07% ... Flaga 3,36 +0,00% ... Glitnir 19,20 +2,13% ... KB banki 857,00 +1,18% ... Kög- un 69,00 +6,32% ... Landsbankinn 26,50 +3,11% ... Marel 68,80 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,30 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,80 +1,71% ... Össur 115,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Kögun 6,32% TM 4,55% Alfesca 3,47% MESTA LÆKKUN Atorka -0,84% Icelandic Gr. -0,63% Breytt hefur verið regl- um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfa- eignar. Bankarnir stóð- ust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjár- málastofnana vegna hlutabréfa- eignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrir- tækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. „Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var,“ segir Ragnar Hafliðason, aðstoð- arforstjóri Fjármálaeftirlitsins. „En þetta breytir því ekki að bank- arnir standast áfallaprófið eins og það var útfært.“ Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjár- grunni og áhættugrunni fjármála- stofnana, einkum hjá viðskipta- bönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjald- miðla gagnvart krónunni á eigin- fjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfalla- prófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 pró- senta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. „Miðað var við þær tölur sem til- tækar voru um áramót,“ segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. „Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægis- gengi. „Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum.“ Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. „Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíð- indum, en það liðu nær þrjár vikur.“ Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eig- infjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lág- mark. Prófið gerir ráð fyrir að fjár- málafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis. olikr@frettabladid.is Á ÁRSFUNDI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Í FYRRA Lengst til vinstri má sjá Hreiðar Má Sigurðs- son, forstjóra Kaupþings banka, hugsi yfir upplýsingum sem fram komu á ársfundi Fjármálaeftirlitsins um miðjan nóvember síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan. Eigið fé nam rúmum milljarði króna í árslok og hafði aukist um 404 milljónir eða tæp 64 prósent á milli ára. Þá lækkuðu hreinar vaxtatekjur úr 154 milljónum í 139 milljónir króna en vaxtamunur sparisjóðs- ins fór úr 6,1 prósenti í 3,9 prósent á sama tímabili. Aðrar rekstrar- tekjur námu 525 milljónum króna en eru að stærstum hluta gengis- hagnaður og söluhagnaður af hlutabréfum. - jab Sögulegur hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla BAKKABRÆÐUR ÁHYGGJULAUSIR Northern Foods, samkeppnisaðili Bakkavarar, hefur átt við mikil vandræði að stríða sem hafa engin áhrif á Bakkavör. Snertir rekstur Bakkavarar lítið Peningaskápurinn Hreinar rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 2005 drógust saman vegna minni hagnaðar af hlutabréfum. Nam hagnaðurinn 263 milljónum króna samanborið við 1.959 milljónir króna árið 2004. Heildareignir félagsins nema 5.101 milljónum króna og skuldir og skuldbindingar 840 milljónum króna. Bókfært eigið fé er 4.261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 84 prósent. Á árinu seldi félagið eignarhlut sinni í Samherja hf. fyrir rúmar 2.000 milljónir króna og jók við hlut sinn í Norðlenska matborðinu og á nú 45 prósenta hlut í félaginu. KEA keypti jafnframt 70 prósenta eignarhlut í Ásprenti Stíl ehf. og breytti skipulagi fjárfestingarstarfsemi félagsins á árinu og stofnaði í því skyni tvö dótturfélög, Hilding og Upphaf. Félagsmenn í KEA eru 9.040 talsins í lok ársins 2005 og eiga allir jafnan hlut. - hhs Hagnaður KEA minnkar MARKAÐSPUNKTAR... Árið 2005 var fremur slakt ár hjá fiski- mjölsverksmiðjum. Afkastageta þeirra er um 14 þúsund tonn á sólarhring og var nýting þeirra einungis 17 prósent á árinu í heild vegna lélegrar loðnuveiði á því ári. Stjórn FL Group gerir að tillögu sinni að aðalfundur, haldinn 21. mars 2006, samþykki að greiddur verði 104 pró- senta arður af nafnvirði hlutafjár, sem samsvarar 6.034 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði annan daginn í röð í gær eftir miklar lækkanir frá því um miðja síðustu viku. Hún stóð í 6.127 stigum um tvöleytið í gær og hafði hækkað um 1,52 prósent. * 15. mars kl. 14:00 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.