Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 52

Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 52
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR36 Söngkonan Inge Mandos- Friedland fékk áhuga á gyðingatónlist fyrir fjórum árum og ferðast nú í annað skipti til Íslands til þess að kynna þessa tregablöndnu en gáskafullu tónlist fyrir Íslendingum. Hópurinn hennar heldur þrjá tónleika nú um helgina, þá fyrstu í Skálholti í kvöld. Með í för eru félagar Inge úr tríó- inu Zimt og íslenskir hljóðfæraleik- arar sem kalla sig Kol-isha. „Þetta er svona þýskt-íslenskt samstarfs- verkefni,“ útskýrir Inge en dagskrá tónleikanna þriggja er tvískipt. „Fyrri hlutinn er sefradísk tónlist sem ég flyt með tríóinu en sú tónlist á rætur að rekja til spænskumæl- andi gyðinga sem m.a. fluttu til Þýskalands,“ segir Inge. Sú tónlist er flutt á tungumáli sem nefnist ladino eða djudezmo og er afbrigði af kastilískri mállýsku með hebr- eskum orðum. Seinni hlutinn er síðan helgaður klezmertónlist og þá er sungið á jiddísku. Söngkona með sagnfræðiáhuga Inge Mandos Friedland býr í Ham- borg, nánar tiltekið í Girndel- hverfinu sem áður var kallað Litla- Jerúsalem. Hún starfar einnig sem sögukennari og þekkir vel sögu gyðinga og hefur m.a. safnað þjóðlögum þeirra og flutt söngd- agskrár með gyðingatónlist í samkunduhúsum í Norður-Þýska- landi. „Það hefur orðið mikil vakn- ing tengd tónlist og menningu gyð- inga undanfarið,“ segir Inge. „Kynslóð fórnarlamba helfarar- innar er orðin mjög aldurhnigin og nú reynir fólk að safna öllum þeim upplýsingum sem hægt er til þess að halda við þessari menn- ingararfleifð.“ Inge kveðst ánægð að fá tækifæri til þess að kynna þessa tónlist og sögu hennar fyrir Íslendingum. „Líf gyðinganna var erfitt, ekki aðeins á helfarartímanum heldur voru þeir líka fátækir innflytjend- ur sem ekki voru velkomnir alls staðar,“ útskýrir Inge og bætir við að lögin séu tregablandin en mús- íkin sé líka leikandi. „Þetta er svo mannleg tónlist,“ segir Inge en hún kveðst hafa heillast af áleitn- um hljómi hennar. „Það small eitt- hvað í hjartanu á mér þegar ég heyrði hana fyrst.“ Tónlistin sé tjáningarrík, „dapurleg en um leið húmorísk,“ áréttar söngkonan. Tilstand í Skálholti Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, hefur milligöngu um tónleikahald tríósins en nú ómar alls kyns músík í Skálholtskirkju. „Við viljum opna dyrnar fyrir ýmsum tegundum tónlistar,“ útskýrir Hilmar Örn. „Gyðinga- tónlist er grunnurinn að kristinni tónlist, maður heyrir gömlu kirkjutóntegundirnar og textinn er oft fenginn úr Biblíunni. Ég myndi segja að þetta væru hákirkjulegir tónleikar.“ Á þessu ári verður fjölskrúðug tónleika- dagskrá í Skálholti í tilefni þess að þar hefur verið biskupstóll í 950 ár. Á döfinni er m.a. flutningur á Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson. Tónleikar Zimt og Kol-isha verða haldnir í Skálholtskirkju í kvöld kl. 20.30, en um helgina munu hljómsveitirnar flytja létt- ari dagskrá með sefradískri tón- list og klezmermúsík í Rauða hús- inu á Eyrarbakka, kl. 22.00 og á laugardaginn á Grand Rokk kl. 21.00. ■ Tregablandin tónlist INGE MANDOS-FRIEDLAND Syngur gyðingatónlist á þrennum tónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Á morgun verður haldin ráðstefna um tvítyngi í Hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem markmiðið er m.a. að hvetja stjórn- völd til þess að marka stefnu í málefnum tvítyngdra og þá sér í lagi þeirra ungu nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál. Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi, er einn af skipuleggj- endum ráðstefnunnar en hún segir hana tímabæra og bendir á að þetta áríðandi málefni sé mikið til umræðu um þessar mundir. „Það hefur orðið um 16 prósenta aukning meðal barna sem tala annað móðurmál en íslensku innan grunn- skólanna og ég ímynda mér að það sé sambærileg aukning innan leikskólanna,“ segir Hulda Karen en hún vonast eftir góðri þátttöku stjórnmálamanna á ráð- stefnunni en hvetur alla til þess að koma og hlusta og kynna sér málefnið. „Ef börn hafa góðan grunn í móðurmálinu sínu og honum er vel við haldið þegar þau koma hingað til lands eiga þau auðveldara með nám almennt,“ segir Hulda Karen. „Við viljum að börnum verði gert kleift að nema á báðum málum svo þau staðni ekki í námi meðan þau eru að læra íslensku,“ bætir hún við en á ráðstefnunni verður m.a. rætt um hvaða leiðir eru færar til þess að efla kennslu á öðrum tungumálum innan íslenska skólakerfisins. Ókeypis er á ráðstefnuna sem hefst kl. 13.00 á morgun. Máttur móðurmála > Ekki missa af... Barnabókaráðstefnunni Heillandi heimur í Gerðubergi á laugardaginn. Val- kyrjur og vættir fyrir börn, sagnaarfurinn kannaður milli kl. 10.30-13.15. Morðingjunum, Múgsefjun, Mania Locus og Skít á Fimmtudagsforleik í kjallara Hins Hússins kl 20.00 í kvöld. Kvennakór Vox Feminae og Diddú í Kristskirkju á sunnudaginn kl. 15.00. Á dagskránni eru Maríukvæði og ljóð ort guðsmóður til dýrðar. Stúdentafélagið Skeptíkus sýnir í kvöld sjónvarpsþáttinn Root of all evil? eftir líffræðinginn Richard Dawkins. Sýningin er ekki síst hugsuð til þess að vekja frekari athygli á Dawkins. „Við viljum kynna Dawkins þar sem hann er væntanlegur á trúleysisráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í sumar,“ segir Óli Gneisti Sóleyjar- son. „Þá vonumst við til að sýning- in veki athygli íslenskra sjón- varpsstöðva á þáttunum og við erum vongóð um að þeir muni enda í íslensku sjónvarpi.“ Óli bætir því við að félagið ætli að bjóða Agli Helgasyni sérstak- lega á sýninguna. „Hann gagnrýndi þættina án þess að hafa séð þá á vefsíðu sinni og við teljum að hann hefði gott af því að kíkja á þá og sjá hvort gagnrýni hans hafi verið réttmæt eða fljótfærnisleg.“ Dawkins hefur gengið vasklega fram í baráttu sinni gegn sköpun- arsögusinnum sem hafna þróunar- kenningunni en rök hans þykja vega einna þyngst í þessum þrætum í Bandaríkjunum. „Daw- kins ræðir við múslima og kristna um þessi mál og við fáum að kynn- ast öfgum beggja hópa auk þess sem sjónarmið frjálslyndara trú- fólks koma fram.“ Þættirnir taka samanlagt um 90 mínútur í sýningu en sýningin verður í náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Öskju, í stofu 132 og hefst klukkan 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Skeptíkus vill Dawkins í sjónvarpið ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON Hópurinn fékk sérstakt leyfi hjá höfundinum Richard Dawkins til að sýna þættina. ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� �������������������������������������� ����������� �������� ���������� �������������� �� ��������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������� ������������������ ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������� �������������������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.