Fréttablaðið - 03.04.2006, Qupperneq 4
4 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR
Bandaríkjadalur 70,7 71,04
Sterlingspund 122,79 123,39
Evra 85,58 86,06
Dönsk króna 11,467 11,535
Norsk króna 10,744 10,808
Sænsk króna 9,092 9,146
Japanskt jen 0,6006 0,6042
SDR 101,88 102,48
Gengisvísitala krónunnar
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 31.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
119,5127
PÓLLAND, AP Pólsk stofnun hefur
keypt æskuheimili Jóhannesar
Páls páfa annars og gefið róm-
versk-kaþólsku kirkjunni í Kraká
en Jóhannes Páll var pólskur.
Stofnunin er í eigu Ryszard Krauze
sem er ríkur viðskiptajöfur og það
var erkibiskupinn Stanislaw
Dziwisz sem var ritari og góður
vinur Jóhannesar Páls heitins sem
tók við gjöfinni fyrir hönd kirkj-
unnar. Ekki fer sögum af því
hversu mikið viðskiptajöfurinn
greiddi fyrir húsið sem er staðsett
í bænum Wadowice í Póllandi.
Ástæðan fyrir gjöfinni var að
sjálfsögðu sú að eitt ár var í gær
liðið frá dauða Jóhannesar en kaþ-
ólikkar um allan heim minntust
hans í gær. - bg
Jóhannes Páll annar páfi:
Æskuheimilið
gefið kirkjunni
PÁFA MINNST Fjölmenni var við minningar-
guðsþjónustu um Jóhannes Pál annan páfa
í nágrenni Krakow í gær.
DANMÖRK Neytendur í Mið-Austur-
löndum geta nú keypt danskar
vörur á nýjan leik. Þær hafa ekki
verið fáanlegar í fjölda múslima-
landa í kjölfar Múhameðsteikn-
ingamálsins. Í frétt á vefsíðu Pol-
itiken í gær kemur fram að vörur
mjólkurframleiðandans Arla eru
nú komnar í hillur fjögur hundruð
verslana í Mið-Austurlöndum en
voru, áður en neytendur voru
hvattir til að sniðganga þær, í um
fimmtíu þúsund verslunum. Í
Sádi-Arabíu er ástandið óbreytt og
engar danskar vörur á boðstólum í
verslunum þar í landi. - ks
Mið-Austurlönd:
Danskar vörur
aftur fáanlegar
DANMÖRK Rúm sextíu prósent
Dana vilja að gildistími nýrra laga
um hryðjuverkavarnir í landinu
verði takmarkaður.
Talsmaður samtakanna Cepos,
sem stóðu fyrir könnuninni segir
niðurstöðuna ánægjulega. Enda
hafi samtökin haldið því fram að
lögin hafi í för með sér töluverða
skerðingu á einkalífi borgaranna.
Lene Espersen, dómsmálaráð-
herra Danmerkur segir hins
vegar að töluverðs misskilnings
gæti um lögin meðal stjórnmála-
manna, fjölmiðla og almennings.
Hún vonast til að þeim misskiln-
ingi verði eytt og sátt skapist um
lögin. - ks
Lög um hryðjuverkavarnir:
Vilja takmarka
gildistímann
FASTEIGNIR Sala er hafin á fyrstu
fjölbýlishúsalóðunum í Helga-
fellshverfi sem rísa á í Mosfells-
bæ. Seldar verða lóðir fyrir alls
248 útsýnisíbúðir, með fyrirvara
um samþykki deiliskipulags. Bind-
andi tilboðum skal skila fyrir
klukkan 13, á föstudag.
Stefnt er að byggingu 1.020
íbúða í hverfinu auk grunnskóla,
tveggja leikskóla og fleiri þjón-
ustubygginga. - sha
Helgafellshverfi í Mosfellsbæ:
Fjölbýlishúsa-
lóðir til sölu
HELGAFELLSHVERFI Lituðu lóðirnar eru nú
til sölu.
FLUTNINGAR „Flutningar fyrir varn-
arliðið hafa verið um helmingur af
flutningum okkar til Ameríku og
þetta getur haft töluverð áhrif á
þá starfsemi,“ segir Gunnar Bach-
mann, framkvæmdastjóri Atlants-
skipa.
Skipaflutningar fyrir varnar-
liðið hafa löngum þótt vænn biti
fyrir íslensk skipafélög og ekki
langt síðan Atlantsskip og Eim-
skip börðust hart um hituna. Með
yfirvofandi brottför varnarliðsins
í haust munu flutningar allir vænt-
anlega falla alveg niður.
Þrátt fyrir að Atlantsskip missi
líklega stóran spón úr aski sínum
segir Gunnar áhrifin á fyrirtækið
ekki mikil. „Ameríkuflutningar
okkar eru minnihluti í starfsem-
inni og stærsti hlutinn eru flutn-
ingar til og frá Evrópu. Áhrifin
verða því lítil eða engin á fyrirtæk-
ið og störf okkar hér á landi.“ - aöe
ENGIN ÁHRIF Ameríkulína Atlantsskipa missir helming sinna viðskipta með brottflutningi
varnarliðsins en framkvæmdastjórinn segir þetta engin áhrif hafa á starfsemi fyrirtækisins.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
Skipaflutningar Atlantsskipa fyrir varnarliðið falla að líkindum niður:
Áhrifin minni en ætla mætti
MENNING Menningarráð Austurlands
úthlutaði á laugardag styrkjum til 58
austfirskra menningarverkefna.
Menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, afhenti hæstu
styrkina sem voru frá hálfri milljón
upp í eina milljón en athöfnin fór
fram á Seyðisfirði.
LungA, Listahátíð ungs fólks á
Austurlandi, og Djasshátíð Egils-
staða, elsta djasshátíð landsins, hlutu,
hvor hátíð um sig, styrk til tveggja
ára sem felur í sér árlegt framlag
upp á eina milljón króna. Alls hlutu
fjórtán önnur verkefni styrk upp á
hálfa milljón eða meira. - sha
Menningarráð Austurlands:
58 verkefni
hlutu styrk
STYRKÞEGAR Menntamálaráðherra afhenti
styrkina. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR GUNNARSSON
ÍSRAEL/AP Forseti Ísraels ræddi
um helgina við forystumenn
stjórnmálaflokka í Ísrael um
myndun næstu ríkisstjórnar í
landinu eftir nýafstaðnar kosning-
ar.
Lokatölur þeirra voru birtar á
fimmtudag og fékk Kadima-flokk-
urinn eitt sæti til viðbótar við þau
sem bráðabirgðaúrslit sögðu til
um, eða 29 af 120 sætum í þinginu.
Likud-flokkurinn herskái hlaut
jafnframt eitt sæti til viðbótar,
eða tólf alls.
Moshe Katsav forseti mun
útnefna forsætisráðherra sem
síðan mun mynda næstu ríkis-
stjórn. Langlíklegast er talið að
Ehud Olmert sem gegnt hefur for-
sætirráðherraembættinu frá því
Ariel Sharon fyrrverandi forsæt-
isráðherra fékk heilablóðfall í
byrjun ársins.
Olmert er fyrrverandi borgar-
stjóri Jerúsalem og varaforsætis-
ráðherra í ríkisstjórn Sharons.
Hann tók við leiðtogastöðu Kad-
ima-flokksins þegar ljóst var að
Ariel Sharon ætti ekki afturkvæmt
í ísraelsk stjórnmál. Olmert var
afar sigurviss fyrir kosningarnar
en útkoma flokksins var langt
undir væntingum.
Meðal þess sem hann sagðist
ætla að einbeita sér að eru friðar-
viðræður við Palestínumenn en
einnig að hann myndi taka hart á
ísraelskum landtökumönnum á
Vesturbakkanum. Auk þess tók
hann afdráttarlausa afstöðu gagn-
vart Íran og sagði að Ísraelar
myndu ekki undir nokkrum kring-
umstæðum leyfa Írönum að koma
sér upp kjarnorkuvopnum.
Úrslit kosninganna á fimmtu-
daginn þóttu mjög athyglisverð
þar sem enginn flokkur fékk
afgerandi meirihluta en slík
útkoma er frekar sjaldgæf í Ísra-
el. Forsetinn segist munu reyna að
velja næsta forsætisráðherra eins
fljótt og hægt er en þó þykir lík-
legt að viðræður standi í nokkra
daga og ekki er talið líklegt að ný
ríkisstjórn verði mynduð að fullu
fyrr en eftir þrjár vikur.
hilda@frettabladid.is
EHUD OLMERT OG ALIZA SMILE, KONA HANS Talið er líklegt að Ehud Olmert verði skipaður
næsti forsætisráðherra Ísraels en ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum ekki mynduð að
fullu fyrr en eftir þrjár vikur.
Bið á myndun nýrrar
ríkisstjórnar í Ísrael
Ehud Olmert formaður Kadima flokksins þykir líklegur til að halda embætti
forsætisráðherra í Ísrael. Forseti landsins ræður því þó hverjum hann felur um-
boð til stjórnarmyndunar. Talið er að dregist geti í þrjár vikur að mynda stjórn.