Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 38

Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 38
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR20 Hönnuðir undir áhrifum art nouveau voru margir hverj- ir allt í senn arkitektar, innanhússhönnuðir og hús- gagnahönnuðir. Art nouveau er listastefna sem var allsráðandi í upphafi 20. aldar. Hún hafði áhrif á marga listamenn, meðal annars arkitekta, húsgagnahönnuði og málara. Mörg hús frá þess- um tíma voru hönnuð af einum og sama manninum og eru hús Spánverjans Antonis Gaudí gott dæmi. Öll minnstu smáatriði hússins eru teiknuð af honum, hvort sem um er að ræða þak, glugga, arin, stóla eða hurðir. Listamenn þessa tíma vildu afmá skörp skil milli hagnýtrar og frjálsrar list- ar og stílfæra öll svið lífins á heildstæðan hátt. Í hönnuninni var notast við einföld lífræn form og allir hlutir skírskotuðu til náttúrunnar. mariathora@frettabladid.is Arkitektinn Ernesto Basile hannaði þetta hótel á Sikiley, bæði húsið sjálft sem og húsmuni. Þessi stóll er hannaður af Otto Prutscher um 1920. Mynstrið í stólbakinu minnir á trjágrein. Listamaðurinn Alphonse Mucha var undir áhrifum art nouveau. Línur og form í myndum hans eru lifandi og eins og á hreyfingu. Stílfært á heildstæðan hátt Eitt merkasta art nouveau-húsið í Vín. Teiknað af Otto Wagner árið 1898. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Stigagangur í ungversku húsi eftir arkitektinn Odön Lechner.Hurð í húsi eftir arkitektinn Odön Lechner. Þessi stigi minnir á snigil.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.