Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 72

Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 72
28 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 1 49 K R/ SK EY TI Ð. DVD spilari+King Kong á DVD + King Kong varningur LENDIR Í BT 30. MARS! AUKAVINNINGAR ERU: • KING KONG Á DVD • PEPSI KIPPUR • KING KONG TÖLVULEIKUR • VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI • FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG MARGT FLEIRA ÞÚ SENDIR SMS SKEYTIÐ BTC KKF Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ KING KONG Á DVD! 9.HVERVINNUR! Gylfi Einarsson, leikmaður Leeds á Englandi, hefur ekkert spilað með liði sínu að undanförnu í ensku 1. deild- inni. Ástæðan er sú að Gylfi veiktist illa en er óðum að ná sér og býst við að vera orðinn góður áður en langt um líður. „Ég hef legið í veikindum í um tvær vikur. Ég fékk slæma flensu og hélt ég væri góður þegar mér sló niður eftir að ég fór á æfingu. Þá kom í ljós að ég er með sýkingu í lungunum og hef því verið að taka það rólega,“ sagði Gylfi. Leeds var í góðri stöðu fyrir skemmstu og liðið átti alla mögu- leika á að tryggja sér annað sæti deildarinnar, og þar með beint upp í úrvalsdeild eftir mikla sigurgöngu. Dæmið hefur snúist við í síðustu leikjum og Leeds hefur vegnað illa. „Það hefur verið óþolandi að fylgjast með þessu. Menn eru ekki að grípa gæsina þegar hún hefur gefist og við gætum hæglega verið fyrir ofan Sheffield United, þetta hefur verið algjör klaufaskapur,“ sagði Gylfi en Leeds er í fjórða sætinu sem stendur. Landsliðsmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og vermt varamannabekkinn þegar hann var heill heilsu. „Ég er ekki sáttur með að vera ekki að spila. Það er alltaf leiðinlegt að vera utan vallar og þessi veikindi eru alls ekki að hjálpa til. Ég er samt sem áður ekkert stressaður yfir minni stöðu, það er ekki langt síðan ég skrifaði undir nýjan samning og mér líður mjög vel hjá félaginu. En á meðan maður er ekki að spila getur maður ekki verið ánægður,“ sagði Gylfi. „Að mínu mati er ótrúlegt að við skulum ekki vera komnir beint upp miðað við þennan sterka hóp sem er hérna hjá liðinu. En það þýðir ekkert að leggja árar í bát og ég ætla mér að sjálfsögðu að koma sterkur til baka og standa mig í lokaleikjum tímabilsins. Við ætlum okkur upp, það er ekki spurning.“ GYLFI EINARSSON LEIKMAÐUR LEEDS: HEFUR LEGIÐ Í VEIKINDUM UNDANFARNAR VIKUR Aldrei sáttur ef ég er ekki að spila HANDBOLTI „Lífið gæti ekki verið betra,“ sagði Logi Geirsson þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær eftir æsilegan undan- úrslitaleik gegn Gummersbach í EHF-keppninni í handbolta. Íslendingarnir voru áberandi í leiknum, Logi skoraði tíu mörk og var markahæstur hjá Lemgo og Guðjón Valur Sigurðsson dró vagninn fyrir Gummersbach og skoraði ellefu mörk. Þá skoraði Róbert Gunnarsson þrjú en það dugði ekki til þar sem Lemgo komst áfram. „Maður verður aðeins að vor- kenna Gauja og Robba en svona er þetta, bransinn er harður. Það er líka svekkjandi fyrir þá miðað við hvernig þeir klúðruðu þessu í lokin á fyrri leiknum, þá tóku þeir markmanninn út af í lokasókninni og við náðum að skora yfir allan völlinn. Það er stutt á milli hlát- urs og gráts í þessu,“ sagði Logi en Gummersbach vann leikinn 26- 25 en Lemgo vann þann fyrri 28- 26 á útivelli og því samtals 53-52. Leikurinn var í járnum til að byrja með en á 17. mínútu brutust út slagsmál og einn leikmaður úr hvoru liði fékk rautt spjald. Filip Jicha fékk rautt spjald í liði Lemgo og inn á fyrir hann kom Logi nokk- ur Geirsson sem átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Florian Kehrmann og Marcus Baur meidd- ust báðir og verða líklega frá í nokkrar vikur. Lemgo var því með hálft lið en Logi tók þá til sinna ráða þegar Gummersbach hafði yfirhöndina í leiknum. „Það var allt inni í dag. Það koma svona dagar þegar allt lekur inn, sama hvað ég gerði, það gekk bara allt upp. Ég er búinn að vera lengi að koma mér í gang eftir meiðslin og því er þetta alveg stór- kostlegt,“ sagði Logi sem skoraði tíu mörk í gær, í öllum regnbogans litum. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi en Lemgo unnu upp forskot Gummersbach og komust einu marki yfir. „Lokamínúturnar voru rosalegar. Gaui jafnaði í 24- 24 og svo skoruðu þeir tvö mörk til viðbótar með okkur einum manni færri. Þau úrslit hefðu dugað okkur þar sem við vorum með fleiri mörk skoruð á útivelli og því héngum við bara á boltanum. Ég driplaði eins og vitleysingur út um allan völl, lét brjóta á mér og hornamaðurinn okkar skoraði svo síðasta markið alveg undir lokin,“ sagði Logi sem var stoppaður úti á götum og hylltur af stuðnings- mönnum liðsins á meðan Frétta- blaðið talaði við hann í gær. „Við fögnuðum eins og brjálaðir værum og það var gríðarleg stemmning inni í höllinni. Ég reif mig úr að ofan, sem var hluti af loforði heima á Íslandi, og allt var vitlaust,“ sagði Logi áður en hann fór út að skemmta sér með félögum sínum í gær. Lemgo mætir Jaliesky Garcia og félögum hans í Göppingen í úrslitaleikjunum. „Það verður alls ekki auðvelt. Við erum á góðu skriði núna og ætlum okkur auð- vitað titilinn. Vonandi fáum við útileikinn fyrst svo við getum fagnað titlinum á heimavelli okkar í Lemgo,“ sagði Logi í léttum dúr að lokum. hjalti@frettabladid.is Funheitur Logi hetja Lemgo Logi Geirsson var hetja Lemgo í síðari undanúrslitaleik EHF-bikarkeppninnar í handbolta í gær gegn Gummersbach. Logi átti sannkallaðan stórleik, skoraði tíu mörk og var maðurinn á bak við frækinn sigur Lemgo í einvíginu. LOGI GEIRSSON Átti stórleik gegn Guðjóni Val Sigurðssyni og Róberti Gunnarssyni í gær. Logi skoraði tíu mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ > Heiðar 25.-27. á Spáni Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik karla, endaði í 25.-27. sæti í einstaklingskeppninni á Sherry Cup- áhugamótinu í golfi á Spáni en hann lék á 294 höggum, sex höggum yfir pari. Nigel Edwards frá Wales sigraði á mótinu á 282 höggum en alls tóku 72 keppendur þátt. Magnús Lárusson úr Kili endaði í 62.-63. sæti á 312 höggum, 22 yfir pari, Stefán Már Stefánsson úr GR endaði í 68. sæti á 318 höggum, 28, höggum yfir pari og nýliðinn í landsliðinu Pétur Freyr Pétursson varð í 71. sæti á 319 höggum, 31 höggi yfir pari. Íslendingar urðu þeir 16. í röðinni af þeim 19 þjóðum sem tóku þátt. Snorri Steinn í ham Snorri Steinn Guðjónsson var í miklum ham með liði sínu, Minden, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Snorri skoraði átta mörk í mikilvægum, 28-27 sigri á Kronau/Östringen. Minden er samt sem áður áfram í harðri fallbaráttu. FIMM TILNEFNDIR Í BYGGINGARLIST 2x15#aftari 2.4.2006 20:44 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.