Tíminn - 22.07.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 22.07.1977, Qupperneq 4
4 Föstudagur 22. júli 1977. Keppnin i fullum gangi. Lengst tii hægri má sjá I baujuna, sem öilu máli skiptir. Þeir yngstu og léttustu fóru með sigur af hólmi A þriöjudagskvöldiö i siöustu viku, var haldin „Eimskipa- félagskeppnin,” innan Siglinga- klúbbsins Sigluness, sem aöset- ur hefur i Nauthólsvik og starf- ar á vegum Æskulýösráös, en Eimskipafélagiö hefur gefiö farandbikar til keppninnar, og er keppt um hann árlega, og hefur svo veriö undanfarin þrjú ár. Veöur var prýöilegt þetta kvöld, og góöur hugur i mönn- um, en þetta er stærsta keppnin sem haldin er innan klúbbsins, og þvi til mikils aö vinna. Farkostirnir voru af „Flipper- gerö” en 9 slikir tóku þátt i keppninni, og tveir keppendur á hverjum, svo þátttakendur eru átján i allt. Bátarnir eru geröir klárir og siðan lagt i’ann. Keppnin liggur i þvi aö sigla út fyrir tiltekna bauju, og vera sem fljótastur i förum. Eftir nokkra baráttu er komiö aö marki, og sigurvegararnir reynast vera Oddgeir Ölafsson og Sölvi ölafsson (samt ekki bræöur). 1 ööru sæti Guöjón og Ingibergur, báöir Rúnarssynir, en i þvi þriöja eru Stefán S. Georgsson og Aöalsteinn Lofts- son. Gisli Arni Eggertsson, sem er forstööumaöur Siglingaklúbbs- ins, sagði aö úrslitin væru dálit- iö sérstök, þvi sigurvegararnir voru yngstu þátttakendurnir, en þeir hafa sýnt geysilegan áhuga og úrslitin eru þvi sanngjörn. Þeir Oddgeir og Sölvi hafa ný- lega lokiö sex-vikna námskeiöi 1 meðferö „Opptimist-báta”, og eru nú komnir á annaö nám- skeiö i meöferö stærri báta. Annars sagöi Gisli, aö hjá Siglingaklúbbnum væri mikið og gott starf og daglega kæmu þar um 100 krakkar. Þeir væru meö byrjendanámskeiö á dag- inn milli kl. 1-4, og-þar eru krakkar allt niöur i 9 ára. Þá væru þeir meö tima frá kl. 5-10siödegis og þar gætu krakk- areldrienllárasemlengra eru komin, fengiö aö skemmta sér viö siglingar. A veturnar er starfsemin i fullum gangi, þó ekki viö siglingar, þvi þá fer fram báta- smíöi, en krökkunum er kennt aö smiöa báta af „Opptimist- gerö”, sem sumir vilja kalla „Bjartsýnisbala á fslenzku, en sú báta-gerö er af alþjóölegri gerö. Gisli sagöi, aö aöstaöan i Nauthólsvikinni væri góö, og reyndar gætu þeir tekiö á móti miklu fleiri krökkum, eöa allt aö 200 á dag. Aösóknin er nú alltaf aö aukast, þvi almenningur ger- ir sé þaö ljóst, aö hægt er aö stunda siglingar meö góöum árangri viö Islandsstrendur, engu aö siöur en viö strendur er- lendra landa, og veður hamlaöi þar ekkert á móti. Um næstu helgi ráðgerir siglingaklúbburinn, aö efna til hópsiglingar til Saltvikur, og stendur til aö dvelja þar yfir helgina. Hreyknir strákar hampa hér verölaunagripnum, ánægjan skfn Ur augunum. Já, strákar svona lltur hann út, en þiö megið ekki vera öfundssjúkir. Fyrir stuttu hélt Siglingaklúbbur- inn Siglunes, sem hefur aðsetur sitt i Nauthólsvík, svo kallaða „Eimskipafélagskeppni” en húner orðin árviss atburður í starfsemi klúbbsins, og jafnan hápunktur starfsársins Tímamyndir GE Sigurvegararnir, Oddgeir og Sölvi, lengst til vinstri. Til hægri handar má sjá Viggó Maack sem afhenti verölaunabikarinn fyrir hönd Eimskipafélagsins. 1 ööru sæti uröu bræöurnir Guöjón og Ingibergur, Viggó afhentir þeim viöurkenninguna. Þriöju f keppninni uröu Stefán S. Georgsson og Aöaisteinn Lofts- son.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.