Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.07.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. júli 1977. 13 Selland Sem áður sagði var innra hús- ið þiljað, en frambærinn var úr torfi. Jón Sigurðsson á Yztafelli lýsir þessum slóðum og bygg- ingamátanum þannig: „Utar á nesinu er undirlendið minna, þar eru klettar við sjó- inn viðast hvar og klungur og hrjóstur. Þó er þar allmikil byggð og ágætar jarðir og efldar mörgum hlunnindum. Útbeit er þarna ágæt, bæði á landi og i fjörum, æðarvörp, sellátur og útræði. Reki hefir verið mikill á Vatnsnesi. Einkum voru þar hvalrekar miklir áður. A Ana- stöðum festust i sama hafislóni, vorið fyrir mislingasúmarið (1882) 32 hvalir, stórir („30-40 álnir milli skurða”). Siðan voru þar hvalhryggir hafðir í veggi og rifin fyrir rafta”. Að Sellandi voru veggir úr torfi. Þak úr timburgrind, en járn lagt yfir, siðan torf. Það var hlýtt i bænum. Einbúi í áratugi Stofa Guðbjargar Jónasdótt- ur, búkonu og einsetumanns, var ekki stór. Samt var þarna viss viðátta. Það er útbreiddur misskilningur að helgir menn, eða einsetumenn, séu leiöinleg- ir, eða þunglyndir. Guðbjörg hefur unað af einveru sinni. Hún hefur ekki útvarp, ekki sjónvarp og les blöð, þegar þau eru orðin gömul. Þarna er ekkert raf- magn. Mókynt eldavél og simi, er það eina, sem til nútfmaþæg- inda verður talið. Hún setti mig strax i að lesa fyrir sig, en börnin sátu á rúm- inu og horfðu á köttinn, sem var á stærð við heimaling á hausti. Þetta var stærsti köttur i heimi og lfklega sá elzti i heimi, varla minna en þrjú hundruð ára gamall, en notuð er aðferðin úr dönsku dýrafræðinni, sem segir að kattaárið sé aðeins mánuður. — Ég las húslestur og friður færðist i húsið. Gamla konan hitaði nú kaffi og bar fram heil- hveitikökur og enginn sagði orð, meðan á lestrinum stóð. Þetta var lifsreynslu- eða guðvist- unarsaga eftir séra Arna á Stórahrauni, dásamlega sögð og sólin sendi geisla inn um litla gluggann á Sellandi. Sólstafur- inn stakkst eins og planki gegn- um stofuna, gegnum guðsorðið og reykinn frá eldavélinni. Já, hún sagðist halda upp á séra Arna og hans lfka, og hún les mikið af guðsorði og þegar hún sér eitthvað merkilegt á prenti, þá afritar hún það og sendir vinum sinum — þeim sem hún heldur að þurfi á góðu að halda i þann svipinn. — Hvers vegna býrðu ein, spurðum við og fundum sam- stundis að þetta var asnaleg spurning. — Ég byggði þennan bæ árið 1943 og þá hafði ég dreng að sunnan mér til hjálpar. Hann réði sig nú hingað til min sjálf- ur, fannst liklega spennandi að byggja nýjan bæ og hann er hér enn dálitið viðloðandi. Einveran er góð. Ég er fædd og uppalin hérna á nesinu. Atti hér foreldra og systkini, en nú er það allt dáið, en frændfóik á ég suður i Reykjavik. » Ég hefi nokkrar kindur og kött, og lifið er friðsælt og þægi- legt. Gefur ellilaunin i sjúkrahúsið Við drukkum kaffið og borð- uðum kökurnar af beztu lyst. Hér stóð timinn kyrr. Undir súðinni, yfir rúmi kon- unnar voru 10 árgangar af al- manaki Eimskipafélagsins og allsstaðar var sami mánuður uppi, semsé april i tiu ár og heimurinn hægði á. Hún talaði mikið um guð og blessaðar skepnurnar og við gefum henni gaum. Hún var veikbyggð, samt svo undarlega sterk. Hönd hennar skalf ofur- litið, þegar hún pakkaði utanaf teskeiðunum, hverri fyrir sig, en þær voru vaföar i blöð. Hvernig hefði hún orðið, ef hún hefði alizt upp á Heinz barnamat, eða Johnsons púðri, en ekki á hvalkjöti sel og eggj- um? Hvernig hefði svipur henn- ar orðið i Breiðholtskjöri, eða i öðrum byggðum höfuðstaðar- ins. Þarna var hún partur af fögru, sibreytilegu umhverfi. Lifði á landinu, en ellilaunin sendir hún i spitalann á Hvammstanga, til þess að styðja það liknarstarf, sem þar er unnið. — Getur maður lifaö af 15 kindum? — Hún getur það. Jónas Guömundsson Eldavélin. Bak við klæöiö til vinstri sefur elzti köttur I heimi og fyllir út i hilluna. Þann 20. júli s.l. afhenti nýskipaöur sendiherra Austurrfkis, dr. Ernst Luegmayer, forseta islands, dr. Kristjáni Eldjárn, trúnaöarbréf sitt. Viöstaddur var Ólafur Jóhannesson, er gegnir störfum utanrikisráð- herra i veikindaforföllum Einars Agústssonar. Sama dag, þáöi sendi- herrann boö forsetahjónanna I Ráöherrabústaönum ásamt fleiri gestum. Nýlega afhenti nýskipaöur sendiherra Mongóliu, hr. Denzengin Tzerendondov, forseta islands, dr. Kristjáni Eldjárn trúnaðarbréf sitt. Viðstaddur var Ólafur Jóhannesson, er gegnir störfum utanrikisráö- herra i veikindaforföllum Einars Agústsonar. Sama dag, 20. júli, þáöi sendiherrann boö forsetahjónanna i Ráöherrabústaönum ásamt fleiri gestum. Nýskipaöur sendiherra Danmerkur ihér á landi, hr. Janus A.W.Paludan, afhenti forseta islands, dr. Kristjáni Eldjárn trúnaöar- bréf sitt þann 20. júli s.l.ólafur Jóhannesson, er gegnir störfum utan- rikisráöherra i veikindaforföllum Einars Agústsonar, var viöstaddur. Siödegis sama dag þáöi sendiherrann boö forsetahjónanna i Ráöherra- bústaönum, ásamt fleiri gestum. Prestsvígsla í Skálholti í tengslum við Skálholtshátíðina, sem haldin verður á sunnudaginn kemur, 24. júli, veröur prests- vígsla i Skálholtskirkju. Þar mun biskupinn yfir Islandi, hr. Sigur- björn Einarsson, vigja cand.theol. Gisia Jónsson til skólaprests. Sr. Jónas Gislason, lektor lýsir vigslunni, en vigslu- vottar auk hans verða þeir: Sr. Arngrimur Jónsson, sr. Guð- mundur 0. Ólafsson, sr. Heimir Steinsson, og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Hinn nývigöi prest- ur mun predika. Skálholtskórinn syngur við athöfnina, sem hefst kl. 10.30. Guðmundur I. í Belgiu 1 frétt frá utanrlkisráðuneytinu segir að Guömundur I. Guð- mundsson, sem veriö hefur sendi- herra Islands i Stokkhólmi aö sendiherra undanförnu, hafihinn 20. þ.m. af- hent Baudouin konungi Belga trúnaöarbréf sitt sem sendiherra Belgiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.